Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 34

Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 34
námskeið Helgin 10.-12. janúar 201434 Spennandi námskeið í símenntun Opið fyrir umsóknir á bifrost.is Nánari upplýsingar á bifrost.is og í síma 433 3000. Máttur kvenna Rekstrarnám fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekk- ingu sína. Námið stendur í þrjá mánuði og hefst á vinnuhelgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Um er að ræða starfstengt fjar- nám sem er kennt á þremur önnum. Markmiðið er að auka hæfni og þekkingu starfs- fólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks veitir félagsmönnum VR styrk fyrir allt að 75% af skólagjöldum. Hagnýtt nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum og í skólakerfinu. Markmið námsins er að auka þekkingu og hæfni stjórnenda til að takast á við krefjandi starfsum- hverfi og móta framtíðarsýn fyrir þær stofnanir sem þeir leiða. Kennt er í fjarnámi og er náms- tíminn 12 vikur. Sérsniðið nám fyrir stjórnendur og rekstraraðila í ferðaþjónustu. Markmiðið er að auka leikni og þekkingu ferðaþjónustuaðila til að takast á við ögrandi starfsum- hverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Námsgreinarnar eru þrjár og eru kenndar í fjarnámi á 9 vikum. Verslunarstjórnun Sterkari stjórnsýsla Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu KYNNING Klifið skapar frumkvöðla framtíðarinnar A ð okkar mati ætti frum-kvöðla- og nýsköpunar-mennt að vera skyldufag á öllum skólastigum en við erum ekki komin þangað á Íslandi. Því finnst okkur tilvalið að byrja með tilraunir í tómstundastarfi barna,“ segir Ásta Sölvadóttir, fræðslu- hönnuður hjá Klifinu. Klifið er skapandi fræðslusetur í Garðabæ sem býður upp á fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna. Fjölbreytt námskeið eru í boði á vorönn. Framundan eru til að mynda námskeið um vísindi, töfrabrögð og myndlist. Svo má nefna kassabílasmiðju, Zumba fyrir börn, Aqua Zumba fyrir fullorðna, gítarnámskeið, trommunámskeið, bassanámskeið, píanó- og hljóm- borðsnámskeið, hlutverkaspil, vík- ingasmiðju, fjársjóðsleit, badmin- ton, dans, leiklist og sitthvað fleira. Ásta og Ágústa Guðmundsdóttir eru hugmyndasmiðir Klifsins. „Við höfum skoðað nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í nágrannalönd- um okkar og sjáum að stjórnvöld þar leggja miklu meiri áherslu á þessi mál en gert er hér á landi. Því viljum við leggja okkar að mörkum til þess að efla þennan þátt í mennt- un hérlendis,“ segir Ásta. Klifið leggur mikið upp úr því að vera í góðum tengslum við nær- umhverfið, nágrannasveitarfélög, háskóla, stofnanir og atvinnulífið. Ásta segir að leiðbeinendurnir séu flestir sjálfstætt starfandi á sínu sviði og eru með puttana á púlsinum í sínu fagi. „Þeir eru ferskir og tilbúnir í tilraunir. Börnin sem koma í Klifið fá því leiðsögn hjá mjög hæfum leiðbein- endum sem eru með mikla ástríðu fyrir sínu starfi,“ segir hún. „Við fundum þörf fyrir nám- skeið þar sem börn fá tækifæri til þess að skapa sjálf og prófa nýja og spennandi hluti eins og vísindi, spuna, hönnun og ýmis önnur list- form. Á námskeiðum Klifsins ráða ímyndunaraflið og sköpunargleð- in för og börn læra í verki.“ Hver og einn kemur í Klifið á sínum forsendum og nýtur leið- sagnar við að þróa eigin hugmynd- ir. Í Klifinu snýst starfið um frum- kvöðlahugsun. „Við viljum stuðla að því að börn hafi trú á eigin getu og rækti með sér þá hugsun að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þegar við mótum námskeiðin okkar styðjumst við til að mynda við líkan frá Wales sem hvetur til frumkvöðlahegðunar.“ Þær Ásta og Ágústa segja að námskeiðin séu þannig uppbyggð að komið sé til móts við þarfir, hæfni og væntingar barnanna. Þau fá stuðning til að þau hugsi sjálfstætt og finni eigin lausnir með leitandi hugsun, uppfinn- ingasemi og hugmyndaauðgi. Þau fá tækifæri til þess að prófa sig áfram með því að takast á við skapandi viðfangsefni. „Börnin koma til okkar af mikilli tilhlökkun og sjáum við sömu and- litin aftur og aftur á námskeiðum Klifsins. Það gefur okkur orku og drifkraft til þess að halda áfram á sömu braut þegar við sjáum, í lok hverrar annar, stoltið og gleðina í andlitum þátttakenda og fjölskyld- um þeirra.“ Ásta segir að markmið þeirra Ágústu í Klifinu sé að búa til frábær námskeið sem ögri, auki víðsýni þátttakenda og gefi þeim þar með fleiri möguleika í framtíðinni. „Við höfum lagt okkur fram við að bjóða upp á ný námskeið á hverri önn. Námskeiðin eru fjöl- breytt, þannig að börnin geta komið aftur og aftur í Klifið og kynnst ólíkum miðlum til sköp- unar. Mörg börn stunda íþróttir í dag, sem er gott, en að okkar mati þarf einnig að þjálfa huga og hönd. Við trúum því að mögu- leikar næstu kynslóðar byggi á hugviti og sköpun. Því leggjum við mikla áherslu á það að börnin fái tækifæri til að prófa sig áfram og tökum vel á móti öllum.“ Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má finna á klifid.is. Hægt er að nýta hvatapeninga og frí- stundakort frá öllum sveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins á flestum námskeiðum Klifsins. Ásta Sölvadóttir og Ágústa Guð- mundsdóttir eru hugmyndasmiðir Klifsins í Garðabæ. Þar eru fjölbreytt námskeið í boði á vorönn. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.