Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 10.01.2014, Blaðsíða 37
námskeiðHelgin 10.-12. janúar 2014 Byltingar, róttækar hreyngar og „heilög stríð“: Átakasaga Mið-Austurlanda Eftir jólabókaóðið: Yndislestur í góðum hópi Excel I Hagnýt norska fyrir heilbrigðisstarfsfólk Hagnýt norska fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga Háspennustrengir Hljóðfærasmíði fyrir leikskólakennara Húmor og gleði í samskiptum … dauðans alvara Hvatning og starfsánægja – áhrif stjórnenda iPad í leikskólum Kínverska fyrir byrjendur Landnámabók Lestur ársreikninga Mannauðsstjórnun - vinnustofa Matvælaöryggi – gæði, öryggi og hagkvæmni Samningatækni Spænska I Stefnumótun í opinberri stjórnsýslu Stjórnun fyrir nýja stjórnendur Vanræksla og ofbeldi gegn börnum – samstarf við barnaverndarnefndir Verktaki eða launþegi Nánari upplýsingar sími 525 4444 endurmenntun.is NÆRÐU HUGANN Fjölbreytt námskeið í upphafi vormisseris Enn fleiri námskeið á endurmenntun.is KYNNING Nám sem skilar betri stjórn- endum og betri manneskjum Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, lauk nýverið námi við Endurmenntun HÍ. Náms- lína hennar kallast Leiðtogahæfni – leið að aukinni sjálfsþekkingu og árangursríkri stjórnun og var Sóley afar ánægð með námið, kennsluna og hópinn sem var með henni í náminu. Ljósmynd/Vera Pálsdóttir É g var búin að vera að svipast um eftir námi sem gæti eflt mig sem starfsmann og sem manneskju. Ég hef nefnilega áhuga á öllu sem tengist mannlegum samskiptum ofan á lög- fræðina og þarna sá ég þetta allt komið í einn pakka,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sóley lauk síðasta haust námi við Endurmennt- un Háskóla Íslands. Námslína Sóleyjar kallast Leiðtogahæfni – leið að aukinni sjálfsþekkingu og árangursríkri stjórnun. Þetta er ný námslína hjá Endurmenntun HÍ sem ætluð er stjórnendum sem vilja efla leiðtogahæfileika sína óháð starfsreynslu eða stöðu. Námið hentar þeim sérstaklega vel sem hafa nýlega tekið við stjórnunarstöðu eða standa frammi fyrir nýjum áskorunum í starfi sínu sem stjórnandi. Sóley segir að í náminu hafi verið farið yfir muninn á stjórnanda og leiðtoga, fjallað um sátta- miðlun og hún hafi getað skilgreint sjálfa sig, svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru allt þættir sem ég var búin að vera að velta fyrir mér og þarna kom þetta í einum pakka, sniðið að mér.“ Hvernig var upplifun þín af náminu? „Mér fannst þetta algjörlega frábært, ég skemmti mér mjög vel. Þetta er einstaklega hag- nýtt nám. Það er sniðið að fólki í vinnu sem vill efla sig sem stjórnanda og ekki síður sem mann- eskju. Þó að ég sé ekki stjórnandi þá voru þarna mörg tækifæri til að sjá eitt og annað sem nýtist mér.“ Sóley mælir með því að sem flestir stjórnendur kynni sér Leiðtogahæfni, þar á meðal stjórnendur á hennar vinnustað. „Það sem skiptir mestu máli á hverjum vinnustað er mannauðurinn. Og að stjórnandi komi fram sem manneskja og hrífi fólk með sér. Þeir stjórnendur sem hafa áhuga á starfsfólkinu, hafa áhuga á sjálfum sér og vilja efla mannauðinn eiga tvímælalaust erindi í þetta nám. Ég mæli hiklaust með því, það getur gert vinnu- staðinn betri.“ Aðspurð segir Sóley að kennslan í náminu hafi verið til fyrirmyndar. „Hún var alveg frábær, þarna var valið lið í hverju rúmi.“ Hún ber samnemendum sínum líka vel söguna. Þarna var ólíkt fólk samankomið en það var að leita að því sama. „Þetta var tólf manna hópur. Við vorum mjög náin og deildum reynslu og lærðum hvert af öðru.“ Námslínan hefst aftur í byrjun febrúar og má nálgast allar upplýsingar á endurmenntun.is. Um- sóknarfrestur er til 3. febrúar. „Áfallastjórnun (Crisis Management) – í fyrir- tækjum og stofnunum“ er ný námslína á vor- misseri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námslínan er sérstaklega ætluð stjórnendum og sérfræðingum sem þurfa að búa sig undir eða bregðast við efnahagslegum áföllum, tækni- slysum, umhverfisslysum, pólitískum áföllum, áföllum vegna náttúruhamfara og þannig má áfram telja. Áhersla er lögð á að skilja lykilþætti sem hafa áhrif á hvernig stjórnendur sem standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum skynja og bregðast við áföllum og hvers konar ferlar liggja að baki árangursríkri áfallastjórnun. Farið verður í gegnum æfingar, þar sem stuðst er við reynslu af raunverulegum áföllum, sem veita þátttakendum þekkingu og innsýn á takmarkanir og tækifæri sem upp koma í þeim flóknu kringumstæðum sem skapast á áfallatímum. Námið hefst í lok febrúar og lýkur í byrjun apríl en umsóknarfrestur er til 3. febrúar. Nánari upplýsingar og skráning er á endurmenntun.is Áfallastjórnun – ný námslína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.