Fréttatíminn - 10.01.2014, Page 52
American Hustle er nýjasta mynd leikstjórans Davids O.
Russell en hann á að baki ágætis myndir eins og The Fighter,
Three Kings og hins frábæru Silver Linings Playbook sem
gerði stormandi lukku.
American Hustle þykir líkleg til þess að sópa að sér til-
nefningum til Óskarsverðlaunanna en hún var frumsýnd rétt
í tæka tíð til þess að vera gjaldgeng á hátíðinni í ár. Myndin
er tilnefnd til sjö Golden Globe-verðlauna, meðal annars sem
besta myndin.
American Hustle er stjörnum prýdd en í henni leikur
Christian Bale svikahrapp sem neyðist ásamt ástkonu sinni að
leggja FBI lið og spenna gildru fyrir aðra svindlara, mafíósa
og spillta stjórnmálamenn.
Myndin byggir lauslega á hinu svokallaða Abscam-hneyksli
sem kom upp í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Það
byrjaði með rannsókn alríkislögreglunnar á vörusvikum nokk-
urra svikahrappa en þróaðist upp í pólitískt hneyksli þar sem
meira en tugur bandarískra embættismanna var að lokum
ákærður fyrir mútuþægni og spillingu.
Auk Bale eru Bradley Cooper, Amy Adams og Jeremy
Renner í mikilvægum hlutverkum auk hinnar stórkostlegu
leikkonu Jennifer Lawrence sem þykir fara á kostum og stela
senunni ítrekað í hlutverki eiginkonu Bales sem hefur fengið
sig fullsadda af framhjáhaldi karlsins og grípur til sinna ráða.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tomatoes: 92%, Me-
tacritic: 90%
52 bíó Helgin 10.-12. janúar 2014
Samanlagt
deila þessir
höfðingjar
með sér
sex óskars-
verð-
launum og
níu tilnefn-
ingum.
Frumsýnd Last Vegas
Ó neitanlega felast nokkur tíðindi í því að Robert De Niro, Michael Douglas, Morgan Freeman og Kevin Kline
mæti saman til leiks í bíómynd. Þótt eitthvað
hafi fjarað undan sumum þeirra á síðustu
árum eru fjórmenningarnir risar í brans-
anum og De Niro nánast goðsögn þótt hann
hafi lítið leikið af viti í tuttugu ár eða svo.
Samanlagt deila þessir höfðingjar með sér
sex óskarsverðlaunum og níu tilnefningum
til verðlaunanna en í þeim flokki draga De
Niro og Freeman vagninn. De Niro hlaut
Óskarinn fyrir leik sinn í The Godfather:
Part II, 1975, og Raging Bull, 1981. Dou-
glas var verðlaunaður fyrir eftirminnilega
túlkun sína á verðbréfaskúrknum Gordon
Gekko í Wall Street 1988 en áður hafði hann
hampað verðlaunum fyrir bestu myndina,
sem einn framleiðenda One Flew Over the
Cuckoo's Nest 1976. Freeman fékk verð-
launin sem besti aukaleikarinn í Million
Dollar Baby, 2005, og Kline hirti styttuna
fyrir geggjaðan gamanleik í aukahlutverki
sem fábjáninn Otto í A Fish Called Wanda
árið 1989.
De Niro hefur verið tilnefndur til Óskars-
verðlaunanna fimm sinnum, án þess að
hljóta þau, nú síðast sem aukaleikari í Silver
Linings Playbook. Þá hlaut hann tilnefningar
fyrir Taxi Driver, The Deer Hunter, Awaken-
ings og Cape Fear.
Freeman á að baki fjórar tilnefningar án þess
að hreppa verðlaunin, fyrir aukaleik í Street
Smart og fyrir aðalhlutverk í Invictus, The
Shawshank Redemption og Driving Miss Daisy.
Í Last Vegas halda vinirnir Paddy, Archie,
Sam og Billy, sem hafa þekkst í 50 ár, saman
til Las Vegas til þess að steggja Billy, sem
Douglas leikur. Hann er síðasti piparsvein-
inn í genginu en ætlar nú loks að festa ráð
sitt, sem gefur fjórmenningunum kærkomið
tilefni til að láta gamlan draum rætast og
skemmta sér í Vegas.
Þegar á hólminn er komið finna vinirnir
fyrir því að þeir eru ekki sömu töffararnir og
áður. Árin hafa tekið sinn toll en þeir keyra
þó upp stuðið og í hamaganginum kemur
ýmislegt upp úr kafinu og félagarnir átta sig
á að þeir eiga sitthvað óuppgert.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,9, Rotten Tomatoes: 46%,
Metacritic: 48%
Gamanmyndin Last Vegas er ansi vel mönnuð, svo ekki sé dýpra tekið í árinni en þar eru þeir
samankomnir Robert De Niro, Michael Douglas, Morgan Freeman og Kevin Kline. Samanlagt
státa leikararnir fjórir af sex óskarsverðlaunum og níu tilnefningum. Allir eru þeir komnir af létt-
asta skeiði og leika í myndinni gamla æskufélaga sem fá loksins góða ástæðu til þess að skvetta
ærlega úr klaufunum í lastabælinu Las Vegas.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Ellisteggir sletta úr klaufunum
Gömlu kempurnar skella sér í steggjapartí til Las Vegas þar sem ýmislegt á eftir að ganga á.
Svikahrappur í klemmu
Frumsýnd american HustLe
Frumsýnd Lone surViVor
Wahlberg tekst á við Talíbana
Það er skammt stórra milli stórra högga hjá
Mark Wahlberg. Hann er nýbúinn að takast á
við dópbaróna ásamt Denzel Washington í 2
Guns eftir Baltasar Kormák og er nú kominn,
grár fyrir járnum, til Afganistan.
Wahlberg leikur hér bandaríska sér-
sveitarhermanninn Marcus Luttrell sem
var sendur ásamt þremur félögum sínum
til Afganistan til þess að drepa Talíbana-
leiðtogann Ahmad Shah. Aðgerðin rann
fljótt út í sandinn þegar fjórmenningarnir
gerðu afdrifarík mistök sem urðu til þess að
Luttrell komst einn lífs af við illan leik.
Peter Berg leikstýrir myndinni en hann
gerði síðast hina glötuðu Battleship. Berg
gerði einnig ofurhetjumyndina Hancock með
Will Smith og tók góðan sprett laust fyrir
aldamót með hinni yfirgengilega ofbeldis-
fullu og kolsvörtu kómedíu Very Bad Things.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,6, Rotten Tom-
atoes: 68%, Metacritic: 56%
Femmenessence MacaHarmony
Fyrir konur á barneignaraldri
Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun
Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna
www.facebook.com/Femmenessence.is
www.vistor.is
U
m
boðsaðili: Vistor hf.
®MacaHarmony
Hefur góð áhrif á:
- Fyrirtíðaspennu
- Skapsvei�ur
- Sársaukafullar blæðingar
- Frjósemi og grundvallar-
heilbrigði
Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
BORGMAN (16)
SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS
A LIZARD IN A WOMAN’S SKIN (16)
SUN: 20.00