Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 58
bakaðar kjúklingabringur
Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með
ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is
Leikhús engLar aLheimsins skapa tækifæri ytra
Sýning Þjóðleikhússins á Englum alheimsins í
sviðsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar hefur
vakið óskipta athygli á undanförnum misserum.
Orðspor sýningarinnar hefur borist langt út fyrir
landsteinana og hingað hafa erlendir leikhússtjórar
og óperustjórar lagt leið sína sérstaklega til að sjá
sýninguna, ekki aðeins frá hinum þýskumælandi
leikhúsheimi, þar sem Þorleifur hefur verið mikil-
virkur undanfarin ár, heldur einnig frá Norðurlönd-
unum, að því er fram kemur í tilkynningu Þjóðleik-
hússins.
„Hanna Tomta, leikhússtjóri Norska þjóðleik-
hússins, heillaðist svo af sýningunni að hún gerði
Þorleifi umsvifalaust tilboð um að leikstýra í Norska
þjóðleikhúsinu. Sömu sögu er að segja af Per Boye
Hansen, listrænum stjórnanda Norsku óperunnar.
Hann sá sýningu á Englum alheimsins í byrjun janú-
ar og nú þegar er afráðið að Þorleifur mun leikstýra
einni stærstu óperu næsta leikárs í norsku Þjóðaró-
perunni í Osló, Parsifal eftir Richard Wagner.
Það má því til sanns vegar færa,“ segir enn
fremur, „að tilboðunum rigni yfir Þorleif Örn. Hann
hefur þó ekki sagt skilið við Þjóðleikhúsið og mun
leikstýra jólasýningunni á Stóra sviðinu að ári. Sýn-
ingar á Englum alheimsins eru komnar á sjöunda
tuginn og ekkert lát er á aðsókn, svo sýningatíma-
bilið hefur nú verið framlengt. Næstu helgi verða að
auki tvær sýningar í Hofi á Akureyri.“ - jh
Tilboðum rignir yfir Þorleif Örn leikstjóra
Sviðsetning
Þorleifs Arnar
hefur vakið
óskipta athygli.
Myndir/Þjóðleikhúsið
sirrý og smári Búa á vinnustofunni
s irrý og Smári fá hugmyndir á færibandi og reyna að láta þær sem flestar verða að veruleika. Þau búa á
vinnustofu sinni, litla hreiðrinu, í Hafnar-
firði þar sem þau eru alltaf að pæla og
skapa. Þau hafa gefið út tvær bækur, mynd-
skreyttu barnabókina Askur og prinsessan,
og myndasöguna Vampíra. Þá halda þau úti
vefmyndasögunni Mía og Mjálmar og hafa
nýlokið við gerð tölvuleiksins Lori&Jitters.
„Við erum bara alltaf að búa eitthvað
til sama hvaða nöfnum það nefnist,“ segir
Smári sem var í óða önn, ásamt Sirrý, að
hengja upp sýningu á myndasögum þeirra
í Borgarbókasafninu þegar Fréttatíminn
náði í skottið á honum.
„Við reynum bara að framkvæma flestar
hugmyndirnar sem við fáum. Sirrý er
teiknimeistarinn og við skrifum sögurnar
saman og erum bæði hönnuðir.“
Vinnustofa Smára og Sirrýjar í Hafnar-
firði nýtist einnig sem svefnherbergi, borð-
stofa og stofa og þar una þau sér öllum
stundum við myndasögugerð og þar flæða
hugmyndirnar í bland við kaffi og kærleik.
Íslenskur myndasögumarkaður hefur
ekki enn náð þeim þroska að þau geti lifað
á myndasögunum einum saman en Smári
segir þau stefna ótrauð að því.
„Við erum ekki komin þangað en það er
stefnan. Ég veit ekki hversu lengi maður
þarf að bíða en einhvern daginn mun það
gerast,“ segir Smári og bendir á að jafn-
vel þótt bækurnar seljist vel sé þetta ekki
auðvelt á litla Íslandi. „En við höfum ekki
val um neitt annað. Þetta er bara það sem
við þurfum að gera.“
Sirrý og Smári gáfu út ævintýrið Askur
og prinsessan 2010 en þar snúa þau upp á
hefðina og staðalímyndir ævintýranna þar
sem við sögu koma samkynhneigðar pers-
ónur og prinsessa sem vill kannski ekkert
endilega láta bjarga sér.
Myndasagan Vampíra kom svo út
2012 og vefmyndasagan Mía og Mjálmar
(http://miaogmjalmar.is) er í gangi af
og til. „Svo datt okkur allt í einu í hug að
búa til tölvuleik. Það var eitthvað sem við
kunnum ekkert á en fiktuðum okkur bara
áfram og gerðum þennan litla netleik,
Lori&Jitters.“
Í dag, föstudag klukkan 16, opna þau sýn-
ingu á verkum sínum í aðalsafni Borgar-
bókasafns Reykjavíkur í Tryggvagötu. „Við
erum í rauninni að skreyta veggi og hillur
með myndasögum, síðum og myndum
úr bæði barnabókinni okkar og Vampíru-
myndasögunni. Og líka síður úr Míu og
Mjálmari og fleiri litlum myndasögum.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Sögusmiðirnir Sirrý og Smári eru allt í senn teiknarar, höfundar og hönn-
uðir sem ætla sér að lifa á myndasögugerð. Einhvern tímann. Þau búa á
vinnustofunni sinni, litlu hreiðri í Hafnarfirði þar sem hugmyndirnar flæða
alla daga í bland við kaffi og kærleik. Þau hafa gefið út tvær bækur, halda
úti vefmyndasögu og eru nýbúin að búa til tölvuleik. Þau opna í dag,
föstudag, sýningu á myndasögum sínum í Borgarbókasafninu.
Sirrý og Smári
skreyta mynda-
sögudeild Borgar-
bókasafnsins með
verkum sínum
og gefa gestum
kost á að kynnast
því helsta sem
þau fást við í
hreiðrinu sínu.
Mynd/Hari
Þetta er
bara það
sem við
þurfum
að gera.
Þar sem kærleikurinn,
hugmyndirnar og
kaffið flæða
Teygt á jólunum
Grínarahópurinn sem stendur að Mið-Íslandi frumsýnir nýtt efni
á föstudagskvöld og ætlar þannig að framlengja jólin. Sem fyrr
treður hópurinn upp í varnarþingi sínu í Reykjavík, Þjóðleik-
húskjallaranum. Nýja sýningin hefur hlotið nafnið Áfram
Mið-Ísland! og strákarnir ganga svo langt að kalla Árna Pál
Árnason, formann Samfylkingarinnar, til vitnis um ágæti
sitt. Þeir hafa eftir honum að þeir bjóði upp á besta grínið
í bænum.
Í nýju sýningunni láta þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn
Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð sér ekkert mannlegt
óviðkomandi. Sýningin stendur í tvær klukkustundir og á
meðan taka þeir meðal annars á ást Íslendinga
á sjálfum sér, barnauppeldi, misskilning í
fjölskylduboðum, mataræði, fyrirmyndir
og margt fleira. Sýningin Mið-Ísland í
Kjallaranum sló eftirminnilega í gegn
á síðasta ári en áður en yfir lauk var
hún sýnd yfir 40 sinnum og voru
gestir tæplega 10 þúsund talsins.
Allir í bíó
Fólk hefur hópast í kvikmyndahús síðustu
tvær vikur eða svo enda óvenju margt
sem freistar þar þessi dægrin. Þar ber
einna hæst aðra myndina í þríleiknum
um Hobbitann og The Secret Life of
Walter Mitty en drjúgur þáttur Íslands í
þeirri mynd kitlar landann greinilega. Þá
er sá gamli meistari Martin Scorsese á
fleygiferð með Leonardo DiCaprio í The
Wolf of Wall Street. Sambíóin náðu þeim
áfanga á tíu dögum í lok desember og
byrjun janúar að 50.000 gestir komu í
kvikmyndahús keðjunnar. Þótt jólin hafi
ætíð verið drjúgur bíótími hjá Íslendingum
hefur slíkur fjöldi aldrei látið sjá sig áður.
Rætt um ullarpíkur
Myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir
er þekktust fyrir fágaðar og fallegar
íkonamyndir með trúarlegri táknmerk-
ingu og upphafinni kyrrð. Hún sýndi
á sér nýja hlið þegar hún opnaði sýn-
inguna Sköpunarverk í Listasafni Íslands
í nóvember en sýningin hverfist um þá
mögnuðu uppsprettu lífsins, píkuna, sem
listakonan útfærir meðal annars með
risastórum lopaverkum. Á sunnudaginn
klukkan 14 verður heimildarmynd um
Kristínu frumsýnd í Listasafninu og
að sýningu lokinni tekur við lista-
mannaspjall Kristínar þar sem hún fer
um sýninguna, ræðir inntak verkanna og
svarar spurningum þátt-
takenda. Sýningin hefur
hlotið mikla athygli
og verður framlengd
til 9. febrúar og
jafnframt má fá
nýja bók um
listakonuna
á tilboðs-
verði meðan
sýningin
stendur.
58 dægurmál Helgin 10.-12. janúar 2014