Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 64
— 4 — 10. janúar 2014
Á móti mér
tók brosandi
geislafræð-
ingur sem
tilkynnti
mér þær
góðu fréttir
að bilaði
armurinn á
skannanum
væri kominn
í lag.
Lyfjafræðideild HÍ fær styrki frá ESB
Vísindafólk við lyfjafræðideild
Háskóla Íslands hlaut nýverið
þrjá styrki til þátttöku í Marie
Curie mannauðsáætlun Evrópu-
sambandsins. Heildarupphæð
styrkjanna nemur rúmlega 110
milljónum króna.
Að sögn Más Mássonar,
forseta lyfjafræðideildar HÍ,
hafa styrkirnir gríðarlega
mikla þýðingu. „Deildin
hefur verið í mjög öflugu
samstarfi við marga aðila innan-
lands og utan en það er auðvitað
alveg sérstök lyftistöng að fá
svona styrki frá ESB,“ segir Már
og bætir við að styrkirnir muni
nýtast í doktorsverkefni á
mörgum mismunandi
sviðum og efli það starf
sem fyrir er.
„Það er erfiðara að fá
styrki hér á landi núna
en áður og því er það eig-
inlega lífsnauðsynlegt fyrir
deildina að það takist
að afla styrkja líka
erlendis frá. Lyfja-
rannsóknir eru
dýrar og við eig-
um í samkeppni
við lönd þar sem
styrkjaumhverf-
ið er betra. Við
þ u r f u m að
mennta fólk
því lyfja- og líf-
tækni iðnaður
styrkist hérna dag frá degi.“ Már
segir þennan iðnað hlutfallslega
öflugri en í flestum öðrum ríkj-
um. „Lyfjaiðnaður sem hlutfall
af landsframleiðslu er að öllum
líkindum með því stærsta sem
þekkist og því er mjög mikil-
vægt að við getum svarað kröfum
hans.“ Styrkirnir auki möguleika
deildarinnar en séu jafnframt
áskorun. „Við þurfum þá að halda
áfram að byggja upp aðstöðu sem
er sambærileg við það sem best
gerist í öðrum löndum. Við þetta
hleypur okkur kapp í kinn og
sýnir að við erum á réttri leið.“
Alls hlutu þrjú verkefni við
deildina styrk til þátttöku í svo-
kölluðu þjálfunarneti mannauð-
sáætlunar Marie Curie. Í þjálfun-
arnetinu felst að fjöldi evrópskra
háskóla, rannsóknastofnana og
fyrirtækja hefur samstarf um
þjálfun vísindafólks á fyrstu
stigum starfsferils síns. Í hverju
þjálfunarneti er unnið að einu
heildarverkefni en fjöldi rann-
sóknarhópa vinnur svo einnig
að smærri verkefnum. Verkefni
lyfjafræðideildar eru undir stjórn
Margrétar Þorsteinsdóttur dós-
Lyfjafræðideild HÍ hlaut á
dögunum styrki frá ESB að
heildarupphæð 110 milljónir. Á
myndinni er Sesselja Ómars-
dóttir, dósent við deildina.
Dagný HulDa ErlEnDsDóttir
M atthea Sigurðardóttir, eða Matta eins og hún er alltaf kölluð, er 36 ára deildarstjóri í Brúarskóla. Hún hefur tvisv-
ar sinnum fengið skjaldkirtilskrabbamein,
fyrst árið 2005 og svo aftur síðasta haust
þegar niðurskurður var farinn að hafa mikil
áhrif á starfsemi Landspítalans. Gríðarleg-
ur munur var á krabbameinsmeðferðunum
tveimur þó starfsfólkið hafi gert sitt besta
við erfiðar aðstæður. Árið 2005 var með-
ferðin í góðum farvegi og hún fékk reglulega
símtöl frá Landspítalanum um hver næstu
skref yrðu. Samvinna ríkti á milli lækna og
tæki og tól voru til staðar og í lagi. „Þegar
krabbameinið kom upp aftur í fyrra hélt ég
að allt myndi bara detta í sama ferlið og áður
og hafði engar sérstakar áhyggjur þó ég hafi
verið pínu hræddari núna því ég er orðin
móðir og þá er erfiðara að standa frammi
fyrir ógn.“
Í allri meðferðinni síðasta haust fékk
Matta aðeins tvö símtöl frá Landspítala. Í
byrjun var henni tilkynnt að hún væri með
krabbamein og svo í lok meðferðar fékk
hún símtal þess efnis að það væri farið. Í
millitíðinni þurfti hún að ganga á eftir öllu
sem meðferðinni fylgdi með ítrekuðum sím-
hringingum. „Helsti munurinn var að áður
var litið á mig sem sjúklinginn Möttu og
ef ég hafði áhyggjur var brugðist við því.
Ef ástæða var til að ætla að ég þyrfti að
fara í skoðanir fór ég í þær. Núna í seinna
skiptið upplifði ég það þannig að ég væri
sjúkdómurinn skjaldkirtilskrabbamein sem
hegðar sér yfirleitt á ákveðinn hátt. Þannig
var brugðist við og ekki tommu lengra. Það
hefði verið gott ef einhver hefði gefið sér
tíma til að setjast niður með mér og spyrja
hvernig mér liði.“
Með símann undir koddanum
Í byrjun var Möttu tilkynnt að meðferðin
gæti tekið hálft ár en hún fékk engar upp-
lýsingar um hvenær hún mætti eiga von á
næsta símtali eða hvað tæki við. „Ég vissi
ekkert hvað ég átti að segja vinnuveitandan-
um því ég hafði ekki hugmynd um hvenær
skurðaðgerðin yrði. Ég var því bókstaflega
alltaf með símann á mér því ég vildi alls ekki
missa af símtali frá spítalanum en til þess
kom þó ekki því það var aldrei hringt í mig.
Alla meðferðina var það alltaf ég sem hafði
samband við Landspítalann til að spyrjast
fyrir um næstu skref. Við þessar aðstæður
vill maður vita um hvað tekur við næst og þá
líður tíminn líka hraðar sem er mikilvægt
við aðstæður sem þessar,“ segir hún.
Frá því Matta vissi að hún væri aftur kom-
in með krabbamein og þangað til hún fékk
að vita hvenær meðferðin hæfist liðu fjórar
vikur. „Eftir að hafa beðið í fjórar vikur eftir
símtali um tímasetningu aðgerðarinnar gat
ég ekki meira og hringdi og þá fyrst var rit-
ari skurðlæknisins sem átti að framkvæma
aðgerðina að fá bréf frá krabbameinslækn-
inum en báðir starfa þeir á Landspítalanum.
Þessi tími var mjög skrítinn, að vera með
krabbamein og tilbúin að fara hvenær sem
er í aðgerð og allir mínir nánustu tilbúnir að
hjálpa til við að passa son okkar og vinnu-
veitandinn að gefa mér frí í vinnunni.“
Rúllað inn í geymslu
Krabbameinið var í bæði skiptin fjarlægt
með skurðaðgerð og þegar Matta vaknaði
eftir aðgerðina árið 2005 komu bæði krabba-
meinslæknir og skurðlæknir til hennar og
ræddu um hvernig hafði gengið. Núna í
haust var raunin önnur og aðeins skurð-
læknirinn kom eftir aðgerðina og tilkynnti
henni að vel hefði gengið. „Þegar ég vaknaði
eftir aðgerðina var mér tilkynnt að ég ætti
að jafna mig á annarri deild. Svo hafði sú
deild ekki pláss fyrir mig svo ég fór á þriðju
deildina og var rúllað þar inn í geymsluskáp
sem var fullur af skilrúmum og öðru dóti svo
rúmið rétt komst fyrir. Ég vissi ekkert hvar
ég var, hvort ég mætti fara heim eða ætti
að borga. Það kom enginn og tilkynnti mér
formlega að ég mætti fara heim. Ég hugsaði
með mér hvort ég ætti að segja einhverjum
að ég væri að fara eða hvort yrði kannski
auglýst eftir mér – sjúklingur með úfið hár
og 18 sauma í hálsinum á rangli í nágrenni
Landspítala.“
Eftir leit að fötunum sínum, sem höfðu
orðið eftir á fyrstu deildinni, ákvað hún að
fara heim þar sem hún var orðin hressari.
Lyfin voru svo á annarri deild en á því áttaði
hún sig ekki fyrr en hún kom heim. „Svo
kom ég út úr geymsluskápnum þegar ég var
orðin alklædd og sá starfsmann í fjarlægð
sem ég veifaði bless. Svo bara gekk ég út og
þetta var allt mjög ruglingslegt og sérstakt.“
Eftir skurðaðgerðina þurfti Matta að taka
inn lyf sem innihélt geislajoð. Á meðan lyfið
var enn í líkamanum fór hún svo í skanna
þar sem kannað var hvort enn væru krabba-
meinsfrumur í líkamanum. Sem fyrr beið
Matta eftir símtali en henni hafði verið sagt
að lyfin kæmu eftir viku til tíu daga úr pönt-
un að utan og að haft yrði samband við hana.
„Svo liðu tvær vikur og ekki var hringt í mig.
Þá hringdi ég sjálf á krabbameinsdeildina
og var sagt að lyfið væri komið en að ég yrði
að bíða eftir símtali frá lækni. Það kom ekki
svo ég hringdi sjálf, aftur. Þá sótti ég lyfið
í apótekið á Landspítalanum fór með það á
krabbameinsdeildina til að láta sprauta því
í mig. Þegar ég mætti þangað vissi enginn
hver hefði boðað mig en svo þegar hjúkr-
unarfræðingur ætlaði að sprauta því í mig
fann hún engan stað í næði svo á endanum
fengum við að fara inn á skrifstofu til læknis
sem var í símanum og að senda tölvupóst.
Ég þurfti því að girða niður um mig þar og fá
sprautu í rassinn svo þetta var svona frekar
heimilislegt.
Bilaður skanni
Þegar lyfjunum hafði verið sprautað í Möttu
átti hún að fara í skanna sem þá var bilaður.
„Ég var sem sagt með rándýrt lyf í rassinum
og gat ekki farið í skannann. Þegar hann
komst loks í lag fékk ég tíma og á móti mér
tók brosandi geislafræðingur sem tilkynnti
mér þær góðu fréttir að bilaði armurinn á
skannanum væri kominn í lag. Við gáfum
hvor annarri fimmu og drifum okkur í
verkið. Það er skemmst frá því að segja að
þessa fjóra klukkutíma sem ég var í skann-
anum var armurinn að detta út og inn og
reglulega tilkynnti geislafræðingurinn mér
stöðu mála. Þetta var farið að minna á það
þegar Samúel Örn Erlingsson datt inn og út
af alþingi eina kosninganóttina,“ segir Matta
Krabbamein á niðurskurðartímum
Matthea Sig-
urðardóttir fékk
skjaldkirtils-
krabbamein árið
2005 og svo aftur
síðasta haust. Hún
segir mikinn mun
krabbameinsmeð-
ferðunum en þegar
meinið kom í fyrra
skiptið var vel haldið
utan um hennar
mál en núna í haust
þurfti hún sjálf að
bera sig eftir öllum
upplýsingum og
fann fyrir óöryggi.
Eftir skurðaðgerð
þar sem meinið var
fjarlægt dvaldi hún
í geymslu innan um
skilrúm og tæki.
Þrátt fyrir allt segir
hún meinið hafa
verið hressandi
reynslu og áminn-
ingu um það sem
mestu máli skipti í
lífinu – heilsuna og
allt góða fólkið sem
hún á að.
Már Másson,
forseti
lyfjafræði-
deildar
HÍ, segir
mikil-
vægt að
deildin
geti
svarað
kröfum
lyfja-
iðnaðarins.
ents, Sesselju Ómarsdótt-
ur dósents, Elínar Soffíu
Ólafsdóttur prófessors
og Þorsteins Loftssonar
prófessors.
og hlær. Allt hafðist þetta þó og nokkrum
dögum síðar kom símtal frá spítalanum
um að engar krabbameinsfrumur væru
sjáanlegar.
Of ung fyrir brjóstamyndatöku
Þó krabbameinið sem Matta fékk sé í flest-
um tilvikum læknanlegt getur það dreift
sér í brjóst, lungu og víðar og því er þörf
á brjóstamyndatöku að meðferð lokinni.
Árið 2005 var slík myndataka hluti af með-
ferðinni og en núna í haust var það breytt
svo hún reyndi sjálf að panta sér tíma hjá
Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð. „Ég er
ekki nógu gömul til að fá að fara í brjósta-
myndatöku svo ég fékk ekki tíma. Þegar
ég leitaði eftir aðstoð frá Krabbameins-
deild Landspítalans fékk ég þau svör að
það væri ekki þeirra hlutverk að útvega
mér brjóstamyndatöku. Mér finnst skipta
máli að þessum reglum verði breytt því það
er mikilvægt fyrir ungt fólk með krabba-
mein að fá undanþágu frá aldurstakmark-
inu.“
Hressandi reynsla
Þrátt fyrir allt segir Matta krabbameinið
hafa verið hressandi lífsreynslu og tæki-
færi til að einbeita sér að því sem mestu
máli skipti í lífinu. „Ég var alltaf að flýta
mér og bæði í fullri vinnu og meistara-
námi. Ég myndi alveg þiggja að fá svona
högg reglulega í lífinu svo lengi sem það
er ekki alvarlegra en þetta. Þegar krabba-
meinið uppgötvaðist hætti allt að skipta
máli nema fjölskyldan og heilsan og það er
svo ótrúlega gott. Þetta voru þó ekki nema
nokkrar vikur en samt dásamlegur tími.“
Matta finnur það á fólki í kringum sig
á hennar aldri að það sé mikill hraði sem
fylgir því að gera allt á sama tíma – vinna,
mennta sig og ala upp börn. „Manni finnst
alltaf að það sé svo margt sem þarf að klára
og er með endalaust samviskubit yfir því
að ná ekki að klára allt. Þessar vikur sem
ég var með krabbameinið var ekkert annað
á mínum minnislista en að vakna, anda,
knúsa barnið mitt og láta mér batna. Við
foreldrarnir vorum að vinna að því að láta
son okkar sofna sjálfan en ég hætti því
bara og knúsast í honum þangað til hann
sofnar. Mér er eiginlega alveg sama þó ég
þurfi alltaf að svæfa hann. Ekki að ég hafi
haldið að þetta væri mitt síðasta heldur er
svo gott að finna hvað skiptir máli. Hann
verður vonandi farinn að sofna sjálfur um
fermingu.“
Þrátt fyrir að hafa verið með geisla-
baug og í brúnum kyrtli í nokkrar vikur
viðurkennir hún þó að vera aðeins farin
að fussa og sveia og pirra sig á einhverju
sem skiptir ekki nokkru máli. „Mér tókst
að vera dýrlingur í nokkrar vikur og það
var dásamlegt að fá þá gjöf að sjá hvað
það er sem virkilega skiptir máli. Svo er
það gamla klisjan sem á svo sannarlega
við – hvað það var gott að finna að hvað
ég á góða að.“
Matthea Sigurðardóttir,