Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 66

Fréttatíminn - 10.01.2014, Side 66
— 6 — 10. janúar 2014 M eð framförum í læknavís-indum og breyttum lífsstíl lifir fólk lengur og samhliða breytist aldurssamsetning landsmanna og benda spár til að hlutfall aldraðra hækki mikið hér á landi eins og víða um heim á næstu árum. Í janúar 2014 voru 29.252 Íslendinga 70 ára og eldri en samkvæmt spá Hagstofunnar verður fjöldinn kominn upp í 58.009 eftir aðeins tvo áratugi. Aldrað fólk er þó mun heilsu- hraustara í dag en áður. Ljóst er þó að álag á heilbrigðiskerfið mun aukast mikið og telur Guðný Bjarnadóttir, öldrunarlæknir og aðstoðaryfirlæknir á Landakoti, ljóst að miðað við stöðuna í dag sé heilbrigðiskerf- ið ekki reiðubúið að taka á móti þessum vaxandi fjölda aldraðra. „Við þurfum að gera ráð fyrir öðruvísi spítala en við erum með í dag. Sjúkrahús framtíðarinnar þarf að vera hannað fyrir aldraða. Staðan er þannig að þeir sem leita á bráðamóttöku til innlagnar eru flestir aldraðir. Heilbrigðis- kerfið er alltof sundurlaust fyrir lang- og fjölveikt fólk. Meiri samvinna þarf að koma til á milli deilda, sérgreina og teyma til að gera það besta fyrir þann stóra hóp sem við eigum eftir að taka á móti á næstu áratugum. Þegar er byrjað ýmis konar samstarf á milli öldrunarlækna og annarra sérgreina sem hefur bætt horfur aldraðra, til dæmis á milli bæklunar- og öldrunar- lækna vegna gigtar og beinbrota.“ Fjöllyfjanotkun vandamál Öldruðum fjölgar, einnig þeim elstu og veikustu sem þurfa mest lyf. Það eru stöð- ugt að koma ný lyf á markaðinn sem geta haldið sjúkdómum sem hrjá gamalt fólk í skefjum. Það þarf að vanda lyfjavalið vel. Guðný segir fjöllyfjanotkun hjá öldr- uðum vandamál sem þó hafi fengið aukna athygli á undanförnum árum. „Þetta er stórt vandamál og aukaverkanir vegna lyfja eru algeng orsök sjúkrahúsinnlagna.“ Samfella í meðferð sé mikilvæg og að eitt teymi fylgist með hverjum einstaklingi sem hafi bæði í för með sér sparnað og ör- yggi, ásamt því að koma í veg fyrir óþarfa meðferð. Framfarir í læknavísindum Ýmsir kostir fylgja því að fólk nái hærri líf- aldri og segir Guðný að ungt fólk í dag megi eiga von á því að eiga fleiri ár við góða heilsu og færni en formæð- ur og feður og að merki þess séu þegar farin að sjást. „Það má þakka ýmsum framförum í lækna- vísindum á síðustu áratugum, einnig bættum félagslegum aðbúnaði barna og fullorðinna. Góð heilsa á efri árum byggir á góðu andlegu og líkamlegu heilsufari frá grunni. Núna er boðið upp á markvissari og öruggari meðferð við ýmsum sjúkdóm- um sem hrjá gamalt fólk, eins og háþrýst- ingi og sykursýki. Það er miklu minna um alvarleg heilablóðföll en áður vegna fyrirbyggjandi meðferðar með blóðþynn- ingu og kólesteróllækkandi lyfjum. Eins er komin fram einföld aðgerð við ósæðarloku- þrengslum sem hefur sýnt góðan árangur og bætt lífsgæði fólks.“ Hún segir einnig viðurkennt í dag að endurhæfing aldraðra margborgi sig. „Áður fyrr fór gamalt lær- brotið fólk ekki í endurhæfingu en nú er búið að sanna að slík endurhæfing borgar sig langt fram yfir nírætt.“ Dagvistanir skortir Guðný starfar á dagdeild á Landakoti. Þangað kemur fólk að morgni dags til endurhæfingar og meðferðar og fer heim seinni partinn. Hún segir ganga verr og verr að útskrifa fólk þaðan í önnur úrræði. „Það eru aðeins tvær almennar dagvist- anir í Reykjavík, önnur er Múlabær og hin Þorrasel. Það eru yfir 20 ár síðan ný slík dagvistun fyrir líkamlega veikt gamalt fólk var síðast opnuð í Reykjavík og mjög brýn þörf á að minnsta kosti einni slíkri í viðbót. Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi, tekur í sama streng og bendir á að langir biðlistar séu eftir heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvöl sem séu mikilvæg úrræði fyrir fólk sem býr heima í hárri elli. „Hér hjá okkur á Hrafnistu í Kópavogi er dagdvöl fyrir 30 manns á dag og í allt eru um 70 manns sem nýta sér þessa þjónustu í hverri viku. Sumir eru tvo daga í viku en aðrir oftar. Ef fleiri slík úrræði væru í boði myndi það hjálpa mikið til við að auka lífsgæði aldraðra.“ Hjón á hjúkrunarheimili Yfirleitt er langt ferli að baki því að leggj- ast inn á hjúkrunarheimili og oft hefur mikið álag verið á nánustu fjölskyldumeð- limum við umönnun. Hrönn segir það þó oft erfiða ákvörðun að flytja á hjúkrunar- heimili, bæði fyrir þann sem flytur og aðra fjölskyldumeðlimi. „Það fylgir því sorg að fara úr eigin húsnæði og frá makanum. Hjá fjölskyldunni er einnig oft samvisku- bit yfir því að geta ekki meir og vera ekki lengur aðal umönnunaraðilinn. Það getur verið erfitt eftir 40 til 60 ára sambúð að flytja undir sitt hvort þakið og fólki finnst það ekki vera nánasta fjölskylda lengur því hún er skilgreind þannig að búa undir sama þaki,“ segir Hrönn. Til að bregðast við þessu var ákveðið á síðasta ári að leyfa fólki að flytja inn á Hrafnistu í Kópavogi til maka sinna. „Það eru makar sem vilja búa með sínum áfram þó þeir séu mikið veikir. Við höfum boðið mökum að vera hérna hjá okkur yfir daginn og borða hjá okkur og taka þátt í því starfi sem í boði er. Þá getur makinn búið í þjónustuíbúðunum sem inn- angengt er af á hjúkrunarheimilið og hinn aðilinn er þá hérna á hjúkrunarheimilinu. Sumum finnst það ekki nóg og vilja búa með sínum maka í herbergi.“ Í apríl 2013 hófst samvinnuverkefni á milli Hrafnistu í Kópavogi og velferðarráðuneytisins sem lýkur í desember 2014 þar sem maki getur flutt inn á hjúkrunarrými sem eru um 35 fermetrar. Hrönn segir þetta fyrirkomulag þó á margan hátt flókið og að ýmsar siðferði- legar spurningar sem hafi vaknað. „Eins og til dæmis ef makinn sem flutti inn til okkar þarf skyndilega á heimahjúkrun að halda. Hver á þá að veita hana? Eins ef makinn sem er í hjúkrunarrýminu deyr, þá höfum Ekki viðbúin fjölgun aldraðra Hlutfall aldraðra fer vaxandi og á næstu tveimur ára­ tugum hér á landi mun fjölga um 28.757 í aldurshópn­ um 70 ára og eldri. Í þeim aldurshópi í dag eru 29.252 en verða árið 2034 um 58.000 samkvæmt mannfjölda­ spá Hagstofu Íslands. Fólk sjötugt og eldra verður þá 15 prósent hlutfall af landsmönnum, miðað við 9 prósent nú. Hækkandi aldri fylgja bæði kostir og gallar en ljóst er að álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast og kostnaður samfara því. Samlokukynslóðin svokallaða ber hitann og þungann af umönnun aldraða fólksins og dregur heiti sitt af því að bera einnig ábyrgð á því að gæta barnabarnanna. 2014 2024 2034 2044 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 % 9% 11,6% Samkvæmt spám Hagstofu Íslands mun fólki yfir sjö- tugt, sem hlutfall af heildarfjölda landsmanna, fjölga eins og grafið sýnir. Fólk sem nú er 70 ára og eldra er nú 9% landsmanna en það hlutfall mun nálega tvöfaldast á næstu 30 árum. Samkvæmt spám verður hlutfall 65 ára og eldri í flestum ríkjum Evrópu 30 prósent árið 2050. Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir ljóst að þróunin verði snögg upp úr 2020 því þá komist stórir hópar á efri árin. „Þessa þróun er lítið farið að undirbúa hér á landi. Þetta er vitað en engar sérstakar ráð- stafanir hafa verið gerðar.“ Þórunn telur að eldri borgarar framtíðarinnar verði að einhverju leyti ólíkir því sem þekkist í dag og eigi án efa eftir að sækjast í auknum mæli eftir því að búa í húsnæði á einni hæð og nýta sér tæknina. „Það er hægt að nýta tæknina í svo margt, eins og til dæmis að loka gluggum eða slökkva ljósið með tölvunni. Í Danmörku er byrjað að gefa sjúkling- um ráðleggingar í gegnum netið. Ég er viss um að tæknin á eftir að nýtast okkur á margan hátt á efri árunum og bæta bæði öryggismál og gera fólk meira sjálfbjarga heimavið. Í Þýska- landi hef ég séð sniðug hjálpartæki fyrir eldri borgara til að sjá um garð- inn sinn.“ Kannanir sýna að hluti aldraðra sem býr einn er einmana og segir Þórunn það falið vandamál. „Það eru fleiri sem búa einir eftir því sem árunum fjölgar, annað hvort vegna makamissis, skilnaðar eða hafa aldrei hafið sambúð.“ Hún bendir á að í Danmörku og Noregi séu verkefni sem byggjast á því að eldri borgarar hjálpi hver öðrum. „Þá er það hugsað þannig að ef fólk býr í þjónustuíbúða- blokkum og það er einhver sem kemur aldrei fram og blandar geði við hina. Þá bankar fólk upp á og hvetur viðkomandi til að vera með. Svona lagað hjálpar en við komum aldrei fullkomlega í veg fyrir einmanaleika.“ Tæknin á efri árum ... við komum aldrei fullkom- lega í veg fyrir einmanaleika. Guðný Bjarnadóttir öldrunarlæknir.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.