Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 68

Fréttatíminn - 10.01.2014, Síða 68
— 8 — Við þurfum öll að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig við myndum bregðast við ef barnið okkar segðist ætla að vinna við umönnunarstörf á hjúkrunarheim- ili og hvort viðbrögðin væru þau sömu eftir því hvort sonur okkar eða dóttir ætti í hlut. Undirbúning- ur grænmetis- reits við Lög- mannshlíð. Karlar jafn mikilvægir í um­ önnun og konur í stjórnun Öldrunarheimili Akureyrar stóðu fyrir átaki síðasta vor og hvöttu karlmenn til að sækja um umönnunarstörf. Birtar voru sérstakar auglýsingar og bárust 25 umsóknir frá körlum. Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir jafn mikilvægt að karlar sinni umönnun og að konur séu í stjórnunarstörfum – án þess fari samfélagið á mis við margt. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir E ftir átak til að fjölga karlmönnum við umönnunarstörf hjá Öldrunarheimilum Akureyrar síðasta vor bárust 25 um-sóknir frá körlum og voru 16 karlar við störf þar síðasta sumar. Áður höfðu þeir aðeins verið fimm svo fjöldinn tvö- faldaðist. Nú í vetur hafa starfað 11 karlar við umönnun og vinna þeir eftir sömu starfslýsingu og fá sömu laun og konur. „Þeir ganga í öll störf og þrífa, elda, baka, baða, skipta um perur og sinna öllu sem þarf að sinna,“ segir Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Stjórn öldrunarheimilanna taldi mikilvægt að breyta ímynd um- önnunarstarfa og gera þau almennt meira aðlaðandi. Upp úr þeirri vinnu spratt sú hugmynd að hvetja karla til að sækja um og ögra þeim hugmyndum að þetta séu kvenna- en ekki karlastörf. „Við auglýstum sumarstörf í tvennu lagi. Annars vegar voru almennar auglýsingar og hins vegar auglýsingar sem beint var sérstaklega til karla. Almennt hafa konur meiri starfsreynslu á þessu sviði svo við vildum gefa körlum tækifæri til að öðlast þessa reynslu og eiga möguleika á að komast í störfin og vera samkeppnishæfir. Þetta var gert með vísan í jafnréttislög og í samstarfi við Jafnréttisstofu,“ segir Halldór og leggur áherslu á að breytingar verði líka með aukinni umræðu. „Það eru víða skiptar skoðanir með aukinn fjölda karla við umönnunar- störf og mismunandi viðbrögð. Stærsti þátturinn eru samt viðhorfin í samfélaginu. Við þurfum öll að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig við myndum bregðast við ef barnið okkar segðist ætla að vinna við umönnunarstörf á hjúkrunarheimili og hvort viðbrögðin væru þau sömu eftir því hvort sonur okkar eða dóttir ætti í hlut.“ Hjá öldrunarheimilunum starfa rúmlega þrjú hundruð manns svo þrátt fyrir góðan árangur af átakinu síðasta vor er hlutfall karla meðal starfsfólks í umönnunarstörfum aðeins þrjú til fjögur prósent. „Við ætlum að halda áfram á sömu braut en eigum ennþá langt í land. Þetta er langtíma verkefni. Samfélagið fer á mis við svo margt með kynjaskiptum vinnumarkaði, fjölbreytnin er mikilvæg vídd og það er alveg jafn mikilvægt að karlmenn séu í umönnunarstörfum eins og konur í stjórnunarstörfum.“ Hjá Öldrunarheimilum Akureyrar starfa 11 karlar við umönn- unarstörf. Framkvæmdastjóri heimilanna segir mikilvægt að breyta þeim viðhorfum í samfélaginu að slík störf séu kvenna- störf. Á myndinni er Jón Þorleifsson starfsmaður með þeim Hauki Gíslasyni, Birgi Steindórssyni og Magnúsi Jónatanssyni. KYNNING S júkraþjálfararnir Erla Ólafsdóttir og Steinþóra Jónsdóttir í Sjúkraþjálfun Styrks eru að byrja með nýtt sex vikna námskeið sem ætlað er þeim sem glíma við vandamál frá stoðkerfi og hafa ekki fund- ið sér hreyfingu við hæfi. Námskeiðið kallast Hreyfigrunnur og hefst á mánudaginn næsta. „Námskeiðið er byggt upp á einföldum grun- næfingum og fræðslu. Við leggjum áherslu á að þátttakendur geri æfingar rétt og læri með því góða líkamsbeitingu og átti sig á hvernig þeir eru að beita eigin líkama í þjálfun og einnig í daglegu starfi,“ segja þær Erla og Steinþóra. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera betur í stakk búnir að meta hvaða tegund þjálf- unar hentar hverjum og einum. „Námskeiðið er því góður grunnur fyrir þá sem vilja koma sér af stað í hreyfingu en eru óöruggir að byrja vegna einkenna frá stoðkerfi,“ segja sjúkraþjálfararnir tveir. Námskeiðin verða alltaf í gangi en fyrsta námskeiðið hefst núna mánudaginn 13. janúar. Störf sjúkraþjálfara eru fjölbreytt og lúta meðal annars að forvörnum, þjálfun, fræðslu og sérhæfðum meðferðarúrræðum, enda snýst sjúkraþjálfun um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Hver og einn einstaklingur getur sótt sér upp- lýsingar og fræðslu til sjúkraþjálfara sem hafa sérhæfða menntun og djúpstæða þekkingu á stoðkerfi og starfsemi líkamans. Reglubundin hreyfing er nauðsynleg fyrir alla, á hvaða aldri sem er og nota sjúkraþjálfarar hreyfingu sem hluta af meðferð í sínu starfi. Þetta hafa þær Erla og Steinþóra haft í huga við undirbúning námskeiðsins. Hreyfigrunnur er nýjasta viðbótin við fjöl- breytta starfsemi í heilsurækt Sjúkraþjálfunar Styrks. Boðið er upp á hópþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga, einstaklinga með færni- og jafnvægisskerðingar, konur með vefjagigt, auk þess sem hraustir einstaklingar geta náð sér í ráðlagðan dagskammt af hreyfingu í hádeginu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi Sjúkraþjálfunar Styrks á heimasíðu fyrirtækisins www.styrkurehf.is. Steinþóra og Erla eru að byrja með nýtt námskeið í Sjúkra- þjálfun Styrks. Námskeiðið kallast Hreyfigrunnur og hentar vel þeim sem glíma við vandamál frá stoðkerfi og hafa ekki fundið hreyfingu sem hentar. Ljósmynd/Hari Hreyfing fyrir alla undir faglegri leiðsögn

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.