Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 1

Fréttatíminn - 14.02.2014, Síða 1
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós Kínverskt mál og kínversk menn-ing er þema nýárshátíðar sem haldin verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun. Drekadans, ferðaráð, tedrykkja og tónlist er meðal þess sem stendur gestum til boða. „Kínverska menningarhátíðin er tilvalið tækifæri til að kynnast betur kínverskri menningu, mat og siðum,“ segir Magnús Björns-son forstöðumaður Konfúsíusar-stofnunar Norðurljósa. Stofnunin stendur í ár rétt eins og í fyrra fyrir kínverskri menningarhátíð á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Á hátíðinni er kínverska nýár-inu fagnað og haldið upp á lukt-arhátíð um leið. Kínverska nýárið gekk í garð þann 31. janúar síðast-liðinn en luktarhátíð má líkja við þrettándann hér á landi, hún er haldin í lok hátíðarhalda í tengsl-um við kínverska nýárið. Hér verður þessum tveimur há-tíðum slegið saman í skemmti-lega menningarhátíð en dag-skrá hennar hefst klukkan tvö á morgun laugardaginn 15. febrúar og stendur til hálf fimm. „Þemað á hátíðinni í ár er kín-verskt mál og kínversk menning,“ segir Þorgerður Anna Björnsdótt-ir, viðburðarstjóri Konfúsíusar-stofnunar. Meðal dagskrárliða eru drekadans, Heilsudrekinn sýnir kínverskar bardagalistir og KK verður með tónlistaratriði. „Við munum kynna kínverska matarmenningu, en á boðstólum verður kínverskur matur og te,“ segir Magnús. Nemendur í kín-verskum fræðum verða með bása þar sem gestir og gangandi geta, meðal annars, kynnt sér ferða-lög um Kína, kínverskt ritmál og skrautskrift. „Fólk getur fengið nafnið sitt ritað með kínverskum táknum og uppi á sviðinu verður hægt að máta kínversk föt og láta taka mynd af sér. Sem er sérstaklega skemmtilegt fyrir börnin,“ segir Þorgerður Anna. „Þetta verður hátíð fyrir alla fjölskylduna og margt spennandi í gangi. Ég hvet alla til að mæta,“ segir Magnús að lokum. -Kristín Clausen Fagna kínverska nýárinu Kínversk fræði í HÍ Mynd: Konfúsíusrastofnunin 8Heillaðist af Hong Kong 7Kínverskar bardagamyndir 3 Verðlaun fyrir Qigong 2 Heimsreisan breyttist í nám Ljónadans er samofin kínverskri menningu og kínverskum hátíðarhöldum. Þessi mynd er tekin í Dalí í Yunnan-héraði í suðvestur Kína þar sem ferðalangar geta fylgst með ljóna- dansi árið um kring. Kínverska nýárið gekk í garð 31. janúar í ár en Íslendingar geta tekið þátt í kínverskri nýárshátíð á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun. Mynd: Þorgerður Anna Björnsdóttir Þann 31. janúar gekk ár hestsins í garð og tók við af ári snáksins. Kín- versk stjörnumerki eru tólf en í dýrahringnum eru rotta, uxi, tígur, kanína, dreki, snákur, hestur, geit, api, hani, hundur og svín. Spurð- ur um ár hestsins segir Magnús það vera ár vinnusemi en margt drastískt geti gerst ef hestinum er hleypt á skeið. Samkvæmt fræðunum eru fólk sem fætt er á ári hestsins hæfileik- aríkt í samskiptum, greint og hjartahlýtt. Fólk fætt á þessu ári tekur sér líka gjarnan stöðu í sviðsljósinu. Veikleikar þeirra sem fæddir eru á ári hestsins eru yfirborðsmennska og óþolinmæði. Þar sem kínverski stjörnuhringurinn hleypur á tólf árum var ár hestsins síðast árið 2002. Hefðbundið kínverskt tímatal byggist á tunglinu og er dagsetningin á áramótum því breytileg. Hesturinn tekur við af snáknum Frá hátíðarhöldunum í fyrra. Kínversk fræði hafa verið kennd í Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið. Auk þess stendur nem-endum til boða að taka kjörsvið viðskiptatengdrar kínversku sem sameinar nám í kínverskum fræðum og viðskiptafræði. Velji nemendur að taka 180 einingar í kínverskum fræðum eða viðskipta-tengdri kínversku stendur þeim til boða að ljúka náminu við kín-verskan háskóla. Kjarni kínverskra fræða felst í kínverskunámi. Í náminu er kennt staðlað kínverskt talmál sem einnig er kennt við mandarín (embættismál fyrri tíma), guoyu („þjóðtunga“) og putonghua („al-menn tunga“). Í kínverskunáminu er markmiðið að gera nemendum kleift að skilja og tjá sig á hvers-dagslegu máli. Þá hefur námið að geyma sam-félags- og menningartengd nám-skeið. Þar á meðal fær löng og við-burðarík saga Kína talsvert rými en nemendur fá einnig innsýn inn í samfélagsþróun í Kína, marg-brotið samfélag samtímans og kín-verskt viðskiptaumhverfi. Útlendingar í augn- aðgerðir hér Allt að helmingi ódýrara hér en í Danmörku. Síða 4 Samræmd rafræn SjÚkraSkrá Allar opinberar heilbrigðis- stofnanir fá aðgang í sumar. Síða 7 æSkudraumur að Skera í fólk Jóhannes Árnason starfar sem lýtalæknir í þremur löndum. Síða 10 rannSaka krabba- meinSmeðferðKannað verður hvort meðferð við brjóstakrabbameini henti öllum. Síða 12 2. tölublað 2. árgangur 14. febrúar 2014 Íslenski heilbrigðisklasinn Fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisgeiranum hafa tekið sig saman um að skapa betri starfsskilyrði. Hugmyndin er að heilbrigðistengd starfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinunum á Íslandi í framtíðinni. Efla á læknistengda ferðaþjónustu og hlúa að hátæknifyrirtækjum. Síða 8 e in n ig í F r é t ta t ím a n u m í d a g : S am tí m in n : g u n n ar S m ár i F ja ll ar u m g er la í m at væ lu m – K o m d u e lS Ku n n i á ó va rt á v al en tí n u Sa rd ag in n – m en n in g  Viðtal Guðrún Gunnarsdóttir sönGkona setur börnin í fyrsta sæti ókeypis Ósáttir barnalæknar leita lausna Sérhæfðri fyrirburamóttöku hefur nú verið lokað og öll þjónusta við fyrirbura færst yfir á heilsugæslu- stöðvarnar. síða 20 24Viðtal lj ós m yn d/ H ar i Finnur sáttina fyrir dauðann Sigrún Þöll Þorsteins- dóttir er aðeins 39 ára gömul en er dauðvona vegna krabbameins. 4 Fréttir 14.–16. febrúar 2014 7. tölublað 5. árgangur gafst upp á Hljómalind og fór í garðyrkju Kiddi kanína snýr aftur 28Viðtal 30 Viðtal tæklar adHd með fitnessi og hollum mat Sara Djeddou H e l G a r b l a ð Á annan tug barna staðgöngumæðruð Á annan tug barna hér á landi hafa fæðst fyrir tilstuðlan staðgöngumæðrunar þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg hér á landi. Foreldrar hafa ýmist fengið staðgöngumóður erlendis eða hér á landi. For- eldrar barna sem fædd eru með staðgöngu- mæðrun lenda í miklum vandræðum þegar kemur að skráningu barnsins í kerfið því ís- lensk stjórnvöld hafa ekki en brugðist við þeim veruleika að verðandi foreldrar sæki sér þjón- ustu staðgöngumæðra erlendis. Engin opin- ber skrá er til yfir fjölda barna fæddra með til- stuðlan staðgöngumæðrunar en samkvæmt heimildum Fréttatímans eru þau á annan tug og hefur fjölgunin orðið mest á síðustu tveim- ur árum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans munu fleiri íslensk börn fæðast fyrir tilstuðl- an staðgöngumæðrunar í ár en nokkru sinni fyrr og þó nokkur fjöldi foreldra bíður þess að breyting verði á íslenskri löggjöf. Óvissa ríkir um réttarstöðu þessara barna, hverjir teljist foreldrar eða forsjármenn eða hvort eða hvernig börnin eru skráð. Eins og staðan er í dag eru flest börn skráð með lögheimili hjá forsjármönnum og einhverjir þessara foreldra eru í ættleiðingarferli. Soffía Fransiska Heder, talskona Staðgöngu, stuðn- ingsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi, veit af foreldrum sem eru í ættleiðingarferli á sínu eigin barni. Fimmtíu félagsmenn eru í Stað- göngu, bæði foreldrar og fólk sem hefur áhuga á ferlinu. -hh Sjá nánar síðu 18 NÝJAR VÖRUR K R I N G L U N N I / S M Á R A L I N D Kringlunni og Smáralind Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland NÝ SENDING Peysa 6990 Toppur 6990 Buxur 7990 Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnar þrjátíu ára söngafmæli um þessar mundir. Líf hennar tók stakkaskiptum fyrir fimm árum þegar hún sagði skilið við barnsföður sinn og tók saman við sér tólf árum yngri mann, Hannes Friðbjörnsson, trommara í hljómsveitinni Buff. Fjölskylda hennar er því dæmigerð, samsett stjúptengslafjölskylda því auk þriggja dætra á hún stjúpson og einnig stjúpdóttur af fyrra hjónabandi sem á þrjú börn sem kalla hana ömmu. Ástfangin og ánægð með lífið tvö blöð fylgja Fréttatímanum í dag nýársblað Konfúsíusar- stofnunar og líftíminn fylgja blaðinu í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.