Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 14
Kynjahalli í myndbirtingum
Við berum ábyrgð
S heryl Sandberg, sem er ein áhrifamesta konan í banda-rísku viðskiptalífi, stofnaði í fyrra samtökin LeanIn í
kjölfar útgáfu samnefndar bókar þar
sem hún hvetur konur til að láta að
sér kveða í viðskiptalífinu. Samtökin
gerðu í vikunni samning við einn
stærsta myndabanka verald-
ar, GettyImages, um að bæta
í myndabankann jákvæðum
myndum af konum í hinum
ýmsu aðstæðum. Samtökin
höfðu áður gagnrýnt hið tak-
markaða úrval sem bankinn
býður upp á þegar leitað er að
myndum af konum og bent á
hversu miklar steríótýpur þar
væri verið að setja fram.
Þegar hefur bæst fjöldi frá-
bærra mynda við safn Getty.
Þar má nú finna stúlkur í ka-
rate, stúlkur á hjólabrettum,
konur í kafarabúningum, vöðvastæltar
konur í líkamsrækt og konur að stýra
fundi í fyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.
Við Svandís Anna Sigurðardóttir,
sérfræðingur í kynjafræði, heim-
sóttum Námsgagnastofnun í vikunni
í því skyni að skoða kynhlutverk í
námsbókum íslenskra barna í kjölfar
umræðu undanfarinna daga um kynja-
halla í námsbókum eins og ég lýsi í
fréttaskýringu hér í blaðinu. Eitt af því
sem mér fannst hvað gagnrýniverðast
í þeim bókum sem við skoðuðum voru
myndskreytingar í bókinni Þjóð-
félagsfræði – eins og ég kem reyndar
inn á í fréttaskýringunni. Mér fannst
magnað að í öll þau 13 ár sem bókin
hefur verið notuð, hafi enginn kennari
fundið hjá sér þörf að hafa samband
við Námsgagnastofnun og benda á
hversu óviðeigandi teikningarnar
eru í bókinni, af þrýstnum konum í
mínípilsum og hælaskóm. Eitt af því
sem gagnrýnt hefur verið við bókina
undanfarna daga er mynd af konu í
gylltum pinnahælum að fæða barn.
Myndin er einmitt tekin úr ofan-
greindum myndabanka, Getty.
Þó svo að ábyrgð þeirra sem fram-
leiða og selja myndefnið sé rík er
ábyrgð þeirra sem velja myndir
og birta þær opinberlega, ýmist í
kennsluefni, afþreyingarskyni, í
auglýsingum eða fjölmiðlum enn
ríkari. Það er okkar að velja myndefni
með það fyrir augum að endurspegla
þá heimsmynd sem við búum í eða
jafnvel að ögra þeim staðalímyndum
sem við reynum að brjótast út úr. Við
getum valið að segja við teiknarann
sem teiknaði konur í mínípilsum og
hælum að hann verði að gera betur.
Við getum valið að birta ekki mynd
af manni sem gerir út á kvenfyrirlitn-
ingu í kafla um það hvað gerir fólk að
Íslendingum. Við höfum val – og við
berum ábyrgð.
Eins og ég sagði frá í pistli í síðasta
blaði stofnaði ég í síðustu viku Fa-
cebook-síðu undir heitinu fullklædd.is
þar sem markmið mitt var einmitt að
benda á fyrirmyndir í tónlistarmynd-
böndum í ljósi þess að æ fleiri kven-
kyns tónlistarmenn virðast fara þá leið
að fækka fötum og dansa á eggjandi
hátt til að vekja á sér athygli. Þúsundir
hafa þegar „lækað“ síðuna sem sýnir
hversu mikill áhugi er á jákvæðum
fyrirmyndum. Dóttir mín, 8 ára, sem
var í raun kveikjan að síðunni, er farin
að spyrja mig hvort hún megi „fara
á fullklædd“. Það leyfi ég henni með
ánægju því þá veit ég að hún er ein-
ungis að skoða myndbönd af tónlistar-
konum sem ég vonast til að geti eflt
sjálfsmynd hennar á jákvæðan hátt.
Því allt skiptir máli.
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Sjónarhóll
Við getum valið að segja við teiknarann sem teiknaði konur
í mínípilsum og hælum að hann verði að gera betur.
Audi Q5. Notadrjúgur
og glæsilegur.
Fullkomlega
samstillt hönnun.
Skilvirkni er undirstöðuþáttur í hverju einasta smáatriði. Hönnun Audi Q5 skartar rennilegum línum sem gefa útlitinu
sérlega tilkomu mikinn blæ. Staðalbúnaður er m.a. rafdrifin opnun og lokun á afturhlera, skyggðar rúður, 3ja svæða
loftkæling, leður áklæði, bluetooth símkerfi, bi-xenon aðalljós og díóðuljós (LED). Audi Q5 kostar frá kr. 9.040.000.
Dónaherinn óstöðvandi
Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég
hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmti-
stöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að
muna.
Vera Sölvadóttir skrifaði kjarnyrta grein kynferðislega
áreitni dónakalla sem er svo lúmsk og almenn að hún telst
vera norm.
Spurðu Berlusconi
Hvað má og þarf að ganga á til að ráðherra segi af sér?
Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, furðaði sig á þaul-
setu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í stóli innanríkisráðherra
í skugga „lekamálsins“.
Illt er þeirra réttlæti
Ég fæ skítkast alls staðar þar sem ég kem, meira að segja
á pósthúsinu. Mig langar bara að loka mig og son minn
inni, mig langar ekki út. Af hverju er fólk að dæma mig
fyrir það sem barnsfaðir minn gerði? Á ég að þurfa að
gjalda fyrir það? Og strákurinn minn líka.
Birna Járnbrá Hrólfsdóttir, barnsmóðir manns sem setti
ósmekklegar myndir af sér á netið, bað Grindvíkinga í opnu
bréfi um að hugsa sinn gang og sýna aðgát í nærveru sálar.
Vikan Sem Var
14 viðhorf Helgin 14.-16. febrúar 2014