Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Side 21

Fréttatíminn - 14.02.2014, Side 21
Ég man vel eftir því þegar hann lét mig koma upp að töflu og syngja lagið „Ef væri ég söngvari.“ Söng fyrir bangsana sína Elti kærastann til Noregs Alls starfaði MK kvartettinn í tíu ár. Auk Guðrúnar var hann skipaður þeim Skarphéðni Hjartarsyni sem er organisti í Fríkirkjunni og tón- menntakennari, Hrafnhildi Halldórs- dóttur, dagskrárgerðarkonu á Rás 1, Þór Heiðari Ásgeirssyni sem starfar hjá Hafrannsóknarstofnun, og Þuríði Jónsdóttur tónskáldi. Kvartettinn var því skipaður fimm manns, þar af þremur konum sem skiptu með sér kvenröddunum því á þessum tíma voru Guðrún og Hrafnhildur til skiptis búsettar í útlöndum, og þau koma öll fimm fram á tónleikunum. „Við erum öll um fimmtugt í dag og það hefur verið mjög skemmtilegt að rifja þetta allt upp. Það eru líka margir sem muna eftir þessum tíma og hópur fólks úr Menntaskólanum í Kópavogi sem ætlar að mæta.“ Guðrún tók líka virkan þátt í Vísnavinum og á menntaskólaár- unum mætti hún á flesta tónleika Vísnavina. Sem félagi fór hún á námskeið hjá norskum leikhópi sem kom hingað til lands, Guðrún varð ástfangin af einum meðlimi leik- hópsins og flutti til Noregs. „Ég var þar bara að vinna og syngja. Vinir mínir úr Vísnavinum, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg, ásamt kærast- anum mínum, stofnuðum vísnaband í Noregi og ferðuðumst og sungum íslenska tónlist. Þetta er eina skiptið sem ég hef búið erlendis en Norður- löndin eru sannarlega mitt svæði. Við kærastinn vorum saman í tvö ár og þegar það var búið flutti ég aftur heim.“ Á ferðalagi með hrekkjalómi Sérstakur gestasöngvari á tónleikunum er Friðrik Ómar en þau hófu samstarf sitt með plötunni „Ég skemmti mér“ árið 2005 sem inniheldur gamla dúetta systkinanna Vil- hjálms og Ellýjar auk fjölda annarra. Á næstu árum sendu þau frá sér tvær aðrar vinsælar plötur, „Ég skemmti mér í sumar“ og „Ég skemmti mér um jólin.“ „Við Friðrik Ómar áttum okkar glamúrtíma fyrir tíu árum. Ég var að fara að halda tónleika úti á landi, hafði verið að syngja með Stef- áni Hilmarssyni og vantaði söngfélaga til að ferðast um landið með. Hera Björk benti mér þá á þennan unga dreng á Dalvík, þar sem hún hafði búið, sem hún mælti með. Við þvældumst síðan saman um allt land. Hann hafði aldrei komið á Ísafjörð, aldrei til Vestmannaeyja og fyrst eftir að hann flutti til Reykjavíkur þurfti hann leiðsögn til að finna Þjóðleikhúsið þegar við áttum að halda tónleika þar í grenndinni. Við smullum strax vel saman og þeir sem fara á tónleika með okkur fá alltaf svolitla skemmtun í leiðinni þar sem við segjum sögur og gerum grín. Friðrik Ómar er mikill hrekkjalómur en ég held reyndar að hann hafi ekki verið að grínast í mér eftir fyrstu tónleikana okkar saman á Sauðárkróki. Þá keyrði ég suður og hann til Dalvíkur en sendi mér sms þar sem hann sagði: „Kæra Guðrún. Það er yndislegt að vinna með þér. Í mínum huga verður þú alltaf amma rokk.“ Þá var ég fertug,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. „Mér finnst virkilega gaman að hafa hann með á tónleikunum. Sérstaklega fyrir norðan því hann er auðvitað þaðan.“ Guðrún fór með hlutverk Maríu Magdalenu í söng- leiknum Superstar sem gekk lengi fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu en hún lék líka í Kysstu mig Kata hjá Leikfélagi Akureyrar. „Mér fannst það mjög gaman en ég held að ég sé sjúklega léleg leikkona. Þarna bjó ég á Akureyri í tvö ár og þó ég hafi ekki búið þar lengur halda margir að ég sé frá Akureyri, en ég hef líka haldið mikið af tónleikum á Norðurlandi. Það hefur svolítið verið mitt landsvæði.“ Settu börnin í forgang við skilnaðinn Utan þess að búa um hríð í Noregi og á Akureyri hefur Guðrún Gunnars- dóttir hefur aldrei gefið út eigið efni og segist líta á sig sem lagamiðlara. Hún á þó efni vel geymt ofan í skúffu og útilokar ekki að koma fram með eigið efni, jafnvel í kring um sextugsafmælið. Guðrún er hér með yngstu dóttur sinni, Hannesi manninum sínum og stjúpsyni. Ljósmynd/Hari með dýfu Ljúffengar stangir frá Emmessísfyrir káta kr ak ka PIPA R \ TBW A • SÍA • 140321 viðtal 21 Helgin 14.-16. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.