Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 14.02.2014, Blaðsíða 24
H vernig á mér að líða þegar læknir- inn segir við mig að ég sé dauðvona og sérfræðingarnir sem eru að hjálpa mér geta ekki gert meira fyrir mig nema bara verkjastilla mig og láta mér líða þokkalega þar til að ég muni deyja?,“ skrifaði Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir á bloggsíðuna sína Barbie- tec.com þann 28. janúar. Hún hefur haldið blogginu úti í tíu ár og þrátt fyrir að bloggsíðan sé fyrst og fremst fyrir hana sjálfa til að fá útrás fyrir tilfinn- ingar sínar hefur mikill fjöldi fólks fylgst með henni í gegnum árin þar sem hún hefur skrifað um skilnað við fyrri eiginmann sinn, breytingar á mataræði og heilsurækt, og margir líta á hana sem fyrirmynd þegar kemur að því að taka líf sitt í gegn. „Ég mun ekki deyja í dag, það kemur að því, ef til vill bráðlega en sennilega ekki en samt fyrr en ég á að deyja. Það er búið að skjóta mér fram fyrir í biðröðinni eins og mamma segir alltaf. En svo ég svari spurn- ingunni, þá brást ég við með tárum. Ég brást við með því að gráta,“ skrifar Sigrún um að fá þær fregnir frá lækninum að hún sé dauðvona. Sigrún er 39 ára gömul, hún býr á fjórðu hæð í blokk í Álfheimum ásamt eiginmanni sínum, Kim Björgvin Stefánssyni, átján ára dóttur af fyrra hjóna- bandi, Erlu Diljá og fimm ára syni þeirra, Stefáni Steini. Á leiðinni upp stigann velti ég fyrir mér hvort það sé ekki erfitt fyrir Sigrúnu að ganga þá en þegar ég er komin á fjórðu hæð blasir við hjólastóll sem Sig- rún segir mér síðar að sé búinn aukabúnaði þannig að Kim geti ekið með hana upp og niður stigann þegar hún er of veikburða til að ganga. Hjólaði í allar geislameðferðir Hún er ekki fyrr búin að opna dyrnar fyrir mér en glaðvær Shih Tzu smáhundur birtist í gættinni. „Þetta er Bjartur. Hann er eins árs. Okkur hafði alltaf langað í hund og velt mikið fyrir okkur hvenær væri rétti tíminn. Síðan hugsuðum við að ef við værum alltaf að bíða eftir rétta tímanum myndum við aldrei fá okkur hund, þannig að við ákváðum fyrir ári að rétti tíminn væri núna og fengum okkur hvolp. Auðvitað átti það ekki að vera þannig að ég gæti ekki gengið stigann ein, heldur ætlaði ég að vera dugleg að fara ein með hann út að ganga. Nú þarf alltaf einhver að vera við- staddur ef ég geng stigann en Bjartur hefur sannar- lega veitt mér félagsskap.“ Sigrún greindist fyrst með krabbamein árið 2010. „Ég greindist þá með brjóstakrabbamein og við tók níu mánaða ferli, sem ég hugsa alltaf um sem eins konar meðgöngu, og að því loknu sagði læknirinn minn að ég væri læknuð og hann hvatti mig til að fara út og lifa lífinu. Ég var þegar í góðu formi, hafði hjólað í allar geislameðferðirnar – 25 skipti sem telst víst nokkuð gott. Ég tók þátt í 5 kílómetra hlaupum og var nokkuð virk. Eftir að læknirinn sagði mér að fara að lifa bætti ég því við að fara í ræktina. Þarna var ég hætt að vinna og var bara að einbeita mér að því að koma mér á rétta braut og bæta heilsuna.“ Þegar reiðin kom Á þessum tímapunkti hafði Sigrún aldrei fyllst reiði yfir því að fá krabbamein. „Ég hugsaði aldrei: „Af hverju ég?“ Ég hugsaði frekar: „Af hverju ekki ég?“ Margir í kringum mig urðu reiðir, og ég hugsa að maðurinn minn sé bæði sorgmæddur og hræddur. Þegar við vorum að kynnast og ég komst að því að móðir hans væri látin þá fékk ég þá óútskýranlegu tilfinningu að hans örlög yrðu að missa konuna sína einnig ungur. Síðan þegar ég greinist þá hugsaði ég bara: „Já, ég vissi það.“ Ég var alltaf sannfærð um að ég myndi greinast með eitthvað og það myndi taka mig fyrr en hann. Ég var alveg viss um að hann ætti eftir að ganga í gegn um það sama og pabbi hans, og kannski getað lært af því hvernig hann tókst á við missinn.“ Sigrún segist hafa talað um þetta opinskátt við sína nánustu en lítið gert úr þessari tilfinningu sinni. Eftir að hún var sögð læknuð styrkti það trú fjölskyldu hennar að tilfinningin hafi verið úr lausu lofti gripin. En fljótt fór að bera á bakverk sem lagaðist ekki hvað sem Sigrún reyndi, hvort sem hún fór í heitt bað eða nudd. „Síðan er það í eitt skiptið sem við vinkonurnar úr vinnunni hittumst sem ein þeirra fór að tala um að kona sem hún þekkti hefði verið að greinast aftur með brjóstakrabbamein í bakinu. Hún fór síðan að lýsa mínum verkjum og ég bókstaflega hvítnaði. Daginn eftir hringdi ég í lækni sem sendi mig strax í mynda- töku og í ljós kom að ég var komin með meinvarp í hryggjarliðina og í heilann, og fór í geislameðferð.“ Þetta var árið 2011, aðeins um þremur mánuðum eftir að Sigrúnu var sagt að hún væri læknuð. „Þarna kom reiðin. Mér fannst þetta ótrúlega ósanngjarnt því ég stóð mig svo vel í mataræði og gerði allt eftir bókinni. Ég gerði allt rétt og samt kom krabbameinið aftur. Í dag trúi ég ekki að mataræði skipti öllu eða hreyfing. Auðvitað hjálpar að vera í góðu formi en það kemur ekki í veg fyrir að þú fáir krabbamein.“ Sigrún fór í geislameðferð vegna meinvarpsins í heilanum og missti hárið að hluta. Hún er nú með stutt dökkt hár í stað ljósra lokka áður. „Ég ákvað bara að breyta til,“ segir hún, en meinvarpið í heilanum hefur horfið – öllum til mikilla gleði. Fékk morfínið í sokk Útidyrnar eru opnaðar og mamma Sigrúnar, Hlíf Anna Dagfinnsdóttir, kemur inn. Vegna veikindanna reynir alltaf einhver að vera hjá Sigrúnu yfir dag- inn, yfirleitt mamma hennar. „Hún þurfti aðeins að skreppa áðan og þá fór ég bara upp í rúm og hvíldi mig. Kim er búinn að koma upp þráðlausri myndavél í herberginu og ef mamma þarf að fara þá hringir hún í Kim og hann fylgist með mér í gegnum myndavél- ina. Mamma er annars mjög mikið hjá mér,“ segir hún. Hlíf tekur fram að hún vilji ekkert frekar en að veita dóttur sinni öryggi og félagsskap. „Ég er dag- mamma,“ segir hún og kímir. „Ég keyri hana líka upp á líknardeild og sæki hana þangað,“ segir Hlíf. Sigrún byrjaði að fara á líknardeild í desember- byrjun, fyrir um hálfum þriðja mánuði. Fyrst var hún þar í um þrjár vikur, hún dvaldi síðan heima um tíma og fór aftur á líknardeildina. Undanfarnar vikur hefur hún farið þangað þrisvar í viku á dagdeild. „Ég er ótrúlega ung, ég er að ég held langyngst á deildinni en mér finnst það ekki skipta máli. Starfsfólkið þarna er dásamlegt,“ segir hún. Skyndilega kippist fótleggurinn á Sigrúnu til og hún segir: „Sástu kippinn? Þetta er út af öllum lyfjun- um sem ég er á. Þessir kippir geta verið mjög erfiðir.“ Á undanförnum mánuðum hafa skipst á skin og skúrir hjá Sigrúnu. „Verkirnir hafa farið versnandi og um tíma var ég eiginlega alveg slegin út af verkjum. Ég var hætt að geta drukkið sjálf úr glasi því ég kippt- ist svo mikið til. Ég fékk morfínplástra en eftir að ég fékk morfíndælu hefur þetta batnað mikið,“ segir hún og sýnir mér litla handtösku sem hún ber og þar ofan í er morfínsprauta. Hún er tengd slöngu sem er fest við nál undir húð Sigrúnar á bringunni og er stillt þannig að ákveðnu magni af morfíni er sprautað á fyrirfram ákveðnum tíma. „Þetta er stillt mjög nákvæmlega og á Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir er aðeins 39 ára gömul en hefur verið tilkynnt að hún sé dauð- vona vegna krabbameins. Sigrún hefur í áratug bloggað undir nafninu Barbietec og hafa reynslusögur hennar verið mörgum hvatning til að taka líf sitt föstum tökum. Hún er nú með morfín í æð og eiginmaður hennar fylgist með henni í gegnum þráðlausa myndavél ef hún þarf að vera ein heima, en yfirleitt lítur móður Sigrúnar eftir henni. Þau eiga saman fimm ára son sem Sigrún vonar að komi til með að muna eftir mömmu sinni. Ég gerði allt rétt og samt kom krabba- meinið aftur. Framhald á næstu opnu Finnur sáttina fyrir dauðann Sigrún Þöll Þorsteins- dóttir er með morfín í æð og gengur með það í lítilli hliðartösku sem fylgir henni meira að segja þegar hún sefur. Ljósmynd/Hari Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 14.-16. febrúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.