Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 72
8
Rebekka Kristín Garðarsdóttir
ólst upp á Kópaskeri þar sem í
dag búa um 122 manns. Í dag er
hún búsett í stórborginni Hong
Kong ásamt fjölskyldu sinni, þar
sem íbúafjöldinn nær yfir 7 millj-
ónir. Upphaflega ætlaði hún að
stoppa stutt, en féll fyrir borginni
og býr þar enn.
„Hér er ég útgáfustjóri fyrir
mánaðartímaritið og fréttasíð-
una AsianInvestor sem fjallar um
fjárfestingatækifæri í Asíu. Fyrir-
tækið gefur út yfir 120 tímarit um
allan heim en mitt starf er að sjá til
þess að eitt þeirra standi undir sér
og vel það.“ segir Rebekka Kristín
Garðarsdóttir viðskiptafræðinemi
sem flutti til Hong Kong fyrir 11
árum síðan.
Ílengdist í Hong Kong
Upphaflega fór hún til Hong Kong
til að aðstoða systur sína Huldu
Þórey við að setja upp fyrirtæki.
Rebekka ílengdist og fór sjálf í
fyrirtækjarekstur sem hún að lok-
um seldi og og tók að sér sölustörf
fyrir Haymarket Media Ltd sem er
breskt útgáfufyrirtæki í einkaeigu
Lord Michael Heseltine.
Rebekka segir að það séu kost-
ir og gallar við að búa í borg eins
og Hong Kong en það sem standi
uppúr séu öll þau tækifæri sem
duglegu og röggsömu fólki býðst.
Lífstíll þeirra sé er í ofanálag
ávanabindandi.
„Hér hafa allar barnafjölskyldur
svokallaða hjálpara í fullu starfi
sem sjá um að þrífa, elda, kaupa
inn, passa börnin og flest annað
dagsdaglegt í heimilisrekstrinum
sem á Íslandi lendir á þreyttum
útivinnandi foreldrum alla daga.“
Fólk býr almennt þrengra í Hong
Kong en á Íslandi. „Nú þegar við
erum orðin vön litlum íbúðum
og miklu nábýli, spyr maður sig
hvort þetta skili sér ekki í betri
samskiptum og nánari samveru
við sína nánustu“ segir Rebekka.
Móðurmálinu haldið við
Rebekka býr ásamt fjölskyldu
sinni í Hong Kong, í næsta ná-
grenni eru eldri systkinin hennar,
Hulda Þórey og Bjarki Viðar með
sínar fjölskyldur. Þar til nýverið
bjó líka pabbi og hans kærasta
í sama bæ svo það var stutt að
fara í heimsókn til nánustu fjöl-
skyldumeðlima segir Rebekka.
„Dóttir mín leikur sér við
frændsystkini sín á hverjum degi
og æfir sig í íslensku. Öll tala þessi
börn íslensku eins og herforingjar
og er mikið gert til að halda móð-
urmálinu að þeim, þótt þau hafi
flest lítið verið á Íslandi og aldrei
búið þar.“
Féll fyrir borginni
Þessi stórkostlega borg heltók mig
og ég vildi ekki búa annars staðar
segir Rebekka. „Hong Kong er ein
af þessum stórborgum sem mað-
ur annað hvort fellur fyrir eða sér
ekki sjarmann í hraðanum, há-
vaðanum eða heimamönnum.“
Rebekka segir að það sé afar
algengt að hitta fólk sem kemur
til Hong Kong í bakpokarferða-
lag eða í stutta verkefnavinnu en
ílengdist í fjölda ára.
„Þar er ég engin undantekn-
ing“ bætir hún við. „Ég get hvergi
annars staðar hugsað mér að vera
og er búin að koma mér þannig
fyrir hér í vinnu og einkalífi að
óvíst er hvort eða hvenær ég fer
héðan.“
-Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir
Ótal tækifæri í Hong Kong
Mynd: Andrea Líf Ægisdóttir
„Hong Kong er ein af
þessum stórborgum sem
maður annað hvort
fellur fyrir eða sér ekki
sjarmann í hraðanum,
hávaðanum eða
heimamönnum.“
Rebekka Kristín Garðarsdóttir
Vegabréfsáritun
Nauðsynlegt er að fá vegabréfs-
áritun áður en haldið er til Kína.
Leggja verður fram passamynd
og gilt vegabréf en afgreiðsla
umsóknarinnar tekur um fimm
virka daga. Kínverska sendi-
ráðið sér um afgreiðsluna.
Sprautur
Fólki er ráðlagt að fara í bólu-
setningu áður en haldið er til
Kína í fyrsta sinn. Sprauta skal
við eftirfarandi sjúkdómum:
Mænusótt, barnaveiki, tauga-
veiki, lifrarbólgu A og B.
Mynt
Gjaldmiðillin Kína heitir ren-
minbi, skammstafað RMB.
Auðvelt er að skipta dollurum
í Kína. Stærri veitingastaðir
og verslanir taka kreditkort
en gott er að hafa seðla fyrir
smærri staði.
Besti tíminn
Kína er stórt land og því mis-
jafnt eftir landshlutum hver
besti ferðatíminn er. Almennt
er þó veðurfar milt og hagstætt
í september og október.
Tungumál
Putonghua eða mandarín er
opinbert tungumál Kína. Víða
er hægt að bjarga sér á ensku.
Undirbúningur
Gott er að undirbúa ferðalag
til Kína með því að lesa sér til
á netinu og skoða ferðabækur.
Kínverskt samfélag gengur nú í
gegnum örar breytingar og því
ráð að notast bara við nýjustu
útgáfur og upplýsingar. Margir
mæla með Lonely Planet China
fyrir ferðalanga á leið til Kína
vitaskuld eru til ótal aðrar
ferðabækur.
Gott að vita