Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 76
— 4 — 14. febrúar 2014
Útlendingar
eru mikil-
væg viðbót
við íslenska
markaðinn.
Dagný HulDa ErlEnDsDóttir
Á r hvert koma nokkur hundruð útlendinga í augnaðgerðir hjá íslenskum augnlækningafyrir-tækjum. Flestir koma frá Græn-
landi og Færeyjum en í þeim löndum er ekki
boðið upp á slíkar aðgerðir. Nokkrir koma
einnig frá öðrum nágrannaríkjum, meðal
annars vegna langra biðlista í heimalandinu
og hagstæðs verðs hér á landi. Algengast er
að fólk komi til Íslands á mánudegi og dvelji
svo út vikuna. Ekki koma upp tungumála-
örðugleikar þar sem margir af læknum og
hjúkrunarfræðingum augnlækningastof-
anna hafa menntað sig erlendis.
Að sögn Þórunnar Elvu Guðjohnsen,
framkvæmdastjóra Augljóss, kjósa Færey-
ingar að koma til Íslands meðal annars því
aðgerðirnar kosta allt að helmingi minna
en í Danmörku og á hinum Norðurlöndun-
um. Auk þess kunni þeir að meta að verðið
sé fast en ekki sé innheimt eftir því hvaða
aðgerð er um að ræða eins og oft sé raunin
annars staðar. Hún segir misjafnt hversu
lengi fólk dvelur á Íslandi vegna sjónlags-
aðgerða. „Stundum kemur fólk í forskoðun
daginn sem það lendir og fer svo í aðgerð
næsta dag og í eftirskoðun þar næsta dag.
Það er skemmsti mögulegi dvalartími.
Margir kjósa líka að dvelja lengur og fara
í skoðunarferðir og þá þarf að skipuleggja
ferðina í samræmi við það. Til dæmis er
ekki hægt að fara í Bláa lónið daginn eftir
aðgerð en vel hægt að keyra Gullna hring-
inn.”
Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri
Sjónlags, segir fjölda þeirra útlendinga sem
koma til þeirra í aðgerðir aukast með hverju
árinu. „Flestir koma frá Færeyjum og Græn-
landi og svo er einn og einn frá hinum Norð-
urlöndunum. Fólk kemur til okkar í laserað-
gerðir frá nágrannalöndunum en svo eru
líka sífellt fleiri sem fara í augasteinaskipti.
Íslenska krónan er veik og því er það góður
kostur fyrir Færeyinga og Grænlendinga
að koma hingað með danskar krónur og
þjónustan þykir góð. Fólk kemur og nýtir
ferðina til að versla og fara í skoðunarferðir,
út að borða og hafa það huggulegt.”
LaserSjón hefur tekið á móti fjölda Fær-
eyinga í augnaðgerðir frá árinu 2000. Síð-
astliðin tvö ár hefur fyrirtækið átt í sam-
starfi við ferðaskrifstofuna 62° Norður í
Færeyjum um komu fólks hingað til lands
í sjónlagsaðgerðir um pöntun á flugi, hóteli
og augnaðgerðum. „Fólk kemur til okkar
í sjónlagsaðgerðir og augnsteinaskipti.
Yfirleitt gista okkar viðskiptavinir á hóteli
hérna í nágrenninu og dvelja á Íslandi í að
minnsta kosti þrjá til fjóra daga. Útlending-
ar eru mikilvæg viðbót við íslenska mark-
aðinn,“ segir Eva María Gunnarsdóttir hjá
LaserSjón.
Útlendingar í augnaðgerðir til Íslands
Árlega koma hingað til lands nokkur hundruð útlendinga í augn
aðgerðir. Flestir koma frá Færeyjum og Grænlandi en þar er
ekki boðið upp á slíkar aðgerðir. Mun hagstæðara er fyrir íbúa
þessara landa að fara til Íslands en Danmerkur þar sem munað
getur allt að helmingi á verði.
Ekki er hægt að fara í laseraðgerðir og augnsteinaskipti í Færeyjum og á Grænlandi og sækir fólk þaðan þjónustu á Íslandi. Kostnaður
við slíka aðgerðir er mun minni á Íslandi en í Danmörku. Algengt er að fólk dvelji hér á landi í þrjá daga eða lengur og nýtir ferðina til að
njóta lífsins og fara í styttri ferðir. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto
Með breyttum lífsstíl, aukinni streitu í dag-
legu lífi, ýmsum sjúkdómum og aukinni
lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna
í þörmunum. Við þær aðstæður verður auð-
veldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera
og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni
sem getur valdið sýkingum. Slíkar sýkingar
geta skaðað slímhimnu þvagrásarinnar.
Bio Kult Pro-Cyan
við þvagfærasýkingum
Bio-Kult Pro-
Cyan er gott við
þvagfærasýkingum.
Streita, sjúkdómar
og lyfjanotkun geta
haft áhrif á bakter-
íuflóru í þörmum og
við þær aðstæður
verður auðveldara
fyrir E. Coli bakter-
íuna að grassera og
aðgangur hennar að
þvagrásinni verður
greiðari.
Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá IceCare, segir gerla og
A-vítamín í Bio-Kult Pro-Cyan hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu
bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.
Að sögn Birnu Gísla-
dóttur, sölu- og markaðs-
fulltrúa IceCare, eru helstu
einkenni þvagfærasýkingar
tíð þvaglát, aukin þörf fyrir
þvaglát um nætur og aukin
þörf fyrir þvaglát án þess að
kasta af sér þvagi. „Þvag-
færasýkingu geta einnig
fylgt verkir og brunatilfinn-
ing við þvaglát, óeðlileg lykt
og litur af þvaginu og gröft-
ur í þvagi,“ segir hún.
Bio-Kult Pro-Cyan inni-
heldur vísindalega þróaða
þrívirka formúlu, trönu-
berjaþykkni, tvo sérstak-
lega valda gerlastrengi og
A vítamín. „Hlutverk gerl-
anna og A-vítamínsins
í vörunni er að hjálpa
líkamanum að við-
halda eðlilegu bakt-
eríumagni í þörm-
um og að viðhalda eðlilegri starfsemi í
þvagrásarkerfinu,“ segir Birna.
Mælt er með því að taka inn 1 til 2
hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag
með mat.
Bio-Kult Pro-Cyan hefur verið sér-
staklega hannað til að henta barnshaf-
andi konum en samt sem áður er alltaf
mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk
áður en notkun hefst.
Fyrir börn 12 ára og yngri er mælt með
hálfum skammti af ráðlagðri skammta-
stærð fyrir fullorðna.
Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og
heilsubúðum.
KYNNING
Bætibakteríur við
magakrampa
Börn sem fá bætibakteríur fyrstu þrjá mánuðina eftir fæðingu fá síður maga-
krampa, bakflæði og hægðatregðu, samkvæmt nýrri ítalskri rannsókn sem greint
var frá í vísindatímaritinu JAMA í janúar síðastliðnum. Við rannsóknina fengu
500 börn annað hvort dropa með bætibakteríum eða lyfleysu. Niðurstöðurnar
sýndu að yfir þriggja mánaða tímabil grétu þau börn sem fengu bætibakteríur
mun minna og fundu fyrir minni óþægindum í maga en börnin sem fengu
lyfleysu.
„Í Evrópu eru algengt að nota bætibakteríur við magakrampa. Bætibakteríur
eru lifandi bakteríur sem viðhalda náttúrulegu jafnvægi í meltingunni,“ segir dr.
Flavia Indrio hjá barnadeild Aldi Mori háskólans í Bari og einn þeirra sem að
rannsókninni stóðu. Hann leggur áherslu á að niðurstöðurnar þurfi að sann-
reyna aftur áður en bætibakteríur verða hluti af hefðbundinni meðferð við
magakrampa ungbarna.
Sérfræðingar vara þó við því að bætibakteríur séu notaðar sem forvörn við
magakrampa, heldur aðeins meðferð og alltaf undir eftirliti barnalækna. Maga-
krampi og iðravandamál geta haft langtímaáhrif og því er til mikils að vinna að
koma í veg fyrir slíkt.