Fréttatíminn - 14.02.2014, Qupperneq 84
— 12 —
brjóst sín í forvarnarskyni,
en hún ber meðfædda stökk-
breytingu í BRCA1 geninu.
Á Íslandi geta konur með
f jölskyldusögu um
brjóstakrabbamein
leitað til erfðaráð-
gjafar krabbameina
á Landspítala og fengið
ráðgjöf og ef ástæða þykir til,
athugun á því hvort BRCA2
stökkbreyting sé til staðar.
Vísindamenn f undu
BRCA2 genið og stökk-
breytingar í því fyrst
árið 1994 í alþjóðlegum
rannsóknum sem Ís-
lendingar tóku þátt
í. „Síðan hafa rann-
sóknarhópar Jór -
unnar E. Eyfjörð
hjá Krabbameins-
félaginu og Háskóla
Íslands, og Rósu
Bjarkar Barkardóttur
hjá Rannsóknastofu
LSH í meinafræði
rannsakað erfða-
fræði brjósta-
krabbameins og lagt mikið af
mörkum til þekkingar á stökk-
breytingunni og afleiðingum
hennar,“ segir Laufey.
Í dag, föstudaginn 14. febrú-
ar, heldur dr. Steven A. Narod,
sem er í fararbroddi í heimin-
um í erfðafræði krabbameina
í brjóstum og eggjastokkum,
yfirmaður Rannsóknarstofu
í ættlægu brjóstakrabameini
hjá Women´s College Research
Institute og prófessor við lækn-
isfræðideild Torontoháskóla,
fyrirlestur í Hringsal Landspít-
alans við Hringbraut þar sem
hann fjallar um meðferð fyrir
arfbera BRCA1 stökkbreyt-
inga. Að fyrirlestrinum standa
Krabbameinsskráin, Samtök um
Krabbameinsrannsóknir á Ís-
landi og Faralds- og líftölfræði-
félagið. Steven Narod hefur
verið í fararbroddi í heiminum
varðandi mótun þekkingar á því
hvernig best er að meta áhætt-
una og lækka dánartíðni hjá kon-
um sem fæðast með BRCA1 og
BRCA2 stökkbreytingar.
14. febrúar 2014
Rannsókn á meðferð brjóstakrabbameins
kvenna með BRCA2 stökkbreytingu
Rannsókn á forspárþáttum og meðferð fyrir arfbera með BRCA2 stökkbreytingu er nú að hefjast á vegum Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags
Íslands, Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, Læknadeildar HÍ og nokkurra deilda Landspítalans, í samstarfi við prófessor í Háskólanum í
Toronto í Kanada. Kannað verður hvort sú meðferð sem veitt er við brjóstakrabbameini henti öllum með stökkbreytinguna. Fyrirliggjandi gögn á
Íslandi eru einstaklega góð til rannsókna, meðal annars vegna þess að hér hefur aðeins fundist ein stökkbreyting í BRCA2 geninu, sem er vegna
þess að erfðabreytileiki Íslendinga er minni en víða annars staðar. Í dag heldur kanadíski prófessorinn fyrirlestur um meðferðarmöguleika fyrir
konur með BRCA stökkbreytingar í Hringsal Landspítala við Hringbraut.
Dagný HulDa ErlEnDsDóttir
R annsókn á því hvaða með-ferð hentar best við brjósta-krabbameini hjá konum með meðfædda BRCA2 stökk-
breytingu hefst á næstunni hér á landi.
Nýlegar niðurstöður fjölþjóðlegrar
rannsóknar sýndu að fólki með stökk-
breytinguna henti ef til vill ekki sama
meðferð og öðrum er veitt. „Í þeirri
rannsókn voru 72 arfberar stökkbreyt-
ingarinnar og í niðurstöðum kom fram
væg vísbending um að þeim henti ekki
endilega sama meðferð. Í rannsókn-
inni sem er að hefjast sjáum við fyrir
okkur að geta rannsakað gögn yfir 300
arfbera sem er mun meira en hægt er
nokkurs staðar í heiminum,“ segir Lauf-
ey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsskrár. Ástæðu þess að
hægt er að rannsaka gögn svo margra
arfbera á Íslandi segir Laufey meðal
annars vera þá að meðal Íslendinga
finnst aðeins ein tiltekin stökkbreyting
í geninu. „Hér á Íslandi eru sérstakar
aðstæður þegar kemur að BRCA2
geninu sem forritar fyrir risa-
stórt prótein. Í flestum öðr-
um löndum finnast margar
stökkbreytingar á ólíkum
stöðum í þessu stóra geni
en sérstaðan hér á landi
er sú að stökkbreytingin
er aðeins ein og er hún
til staðar hjá um 0,8% Ís-
lendinga. Því er tiltölu-
lega einfalt að skima
fyrir henni. Hér á landi
erum við því með mjög
öflug gögn til að svara
mikilvægum spurn-
ingum.“ Gangi allt að
óskum segir Laufey
líklegt að niðurstöð-
urnar verði hægt að
birta í lok ársins.
Eins og komið hef-
ur fram í fjölmiðlum
ákvað leikkonan
A ngel ina Jol ie
að láta fjarlægja
Rannsaka áhrif
D-vítamínforða
á aldraða
Hópur vísinda-
manna og
doktorsnema
við Heilbrigðis-
vísindasvið
Háskóla
Íslands hlaut á
dögunum rann-
sóknarstyrki
úr Minningar-
sjóði Helgu
Jónsdóttur
og Sigurliða
Kristjánssonar.
Styrkirnir eru til fjölbreyttra rann-
sókna á sviði læknisfræði, lífvísinda,
hjúkrunarfræði, matvæla- og nær-
ingarfræði og lyfjafræði og voru að
heildarupphæð um 8 milljónir króna.
Ein rannsóknanna er á vegum
Rannsóknarstofu í næringarfæði og
felst í því að kanna hvort D-vítamín
magn í blóði aldraðra hafi áhrif á
vöðvastyrk og hvort D-vítamín
skortur hafi áhrif á hvort fólk eigi
erfiðara með að bæta líkamsástand
sitt með æfingum. „Almennt má
segja að þeir Íslendingar sem ekki
fá D-vítamín úr lýsi eða bætiefnum
séu með lágan D-vítamín status,“
segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, lektor
við Matvæla- og næringarfræðideild
Háskóla Íslands og einn aðstand-
enda rannsóknarinnar.
Stuðst verður við gögn úr rannsókn-
inni Áhrif nýrra næringardrykkja á
næringarástand aldraðra sem gerð
var á árunum 2008 til 2010. Niður-
stöður eru ekki komnar en núna er
verið að skoða um 500 blóðprufur
úr þeirri rannsókn til að skoða áhrif
D-vítamíns á líkamsvöðva og
hreyfifærni hjá öldruðum. „Við erum
hálfnuð núna en niðurstöðurnar eru
væntanlegar núna í vor,“ segir Ólöf
sem vinnur að rannsókninni í sam-
starfi við dr. Atla Arnarson og dr.
Alfons Ramel sem eru vísindamenn
hjá Rannsóknarstofu í næringarfræði
hjá LSH og HÍ, dr. Kristínu Briem,
dósent við sjúkraþjálfunardeild HÍ,
Ingu Þórsdóttur, prófessor og forseta
heilbrigðisvísindasviðs HÍ, og Pálma
Jónsson, prófessor og yfirlækni
öldrunarlækninga á LSH.
Ýmis úrræ
ði og ráðg
jöf
vegna þvag
leka
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Fagleg og persónuleg
þjónusta
RV
U
ni
q
ue
0
11
3
Hafðu sa
mband
og við se
ndum
þér TENA
bækling
inn.
Við leiðbeinum skjólstæðingum SÍ, einstaklingum með
þvagleka og aðstandendum þeirra og veitum ráðgjöf
varðandi hjúkrunarvörur.
Angelina Jolie
ber meðfædda
stökkbreytingu
í BRCA1 geni
og lét fjarlægja
brjóst sín í for-
varnarskyni.
Krabbameinsskrá, Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum, Læknadeild HÍ
og nokkrar deildir Landspítalans vinna nú að rannsókn á því hvaða með-
ferð henti best við brjóstakrabbameini hjá konum með meðfædda BRCA2
stökkbreytingu. Laufey Tryggvadóttir er framkvædastjóri Krabbameins-
skrár og Jón Gunnlaugur Jónasson er yfirlæknir þar.
Styrktarsjóður Göngum saman veitti
veglegan styrk til rannsóknarinnar og
hefur frá stofnun sinni árið 2007 úthlutað
rúmlega 40 milljónum til grunnrann-
sókna á brjóstakrabbameini. Starfsemi
Göngum saman miðar að því að safna fé
og efla styrktarsjóð félagsins til að taka
þátt í því mikilvæga starfi að rannsaka
eðli og uppruna brjóstakrabbameins.
Vikulegar göngur á vegum Göngum
saman eru haldnar víða um land. Nánari
upplýsingar um starfsemina má nálgast á
gongumsaman.is
Styrkur frá
Göngum saman
Ljósmynd/Hari
Grænt te dregur úr
virkni háþrýstingslyfs
Japanskir vísindamenn hafa
komist að því að drykkja á grænu
tei getur hindrað virkni lyfsins
Nadolol sem algengt er að gefið sé
við háþrýstingi, að því er kemur
fram á vef BBC. Rannsókn sýndi
að áhrif lyfsins voru minni á þann
hóp fólks sem drakk grænt te en
á samanburðarhópinn. Áfram-
haldandi rannsóknir sýndu svo
að grænt te hefur hamlandi áhrif
á upptöku lyfsins í meltingarvegi.
Sérfræðingar segja mikilvægt að
þessar upplýsingar komi fram
á leiðbeiningaseðli lyfsins svo
tryggja megi fulla virkni þess.
Talið er að tveir bollar af grænu
tei séu nóg til að hafa fyrrnefnd
áhrif. Ekki er enn ljóst hvort aðrar
tegundir af tei hafi sömu áhrif.
Fólki sem tekur lyfið og vill halda
áfram að drekka grænt te er því
ráðlegt að láta fjóra tíma líða á
milli þess sem tebolli er drukkinn
og lyfið tekið inn.
Ólöf Guðný Geirs-
dóttir, lektor
við Matvæla- og
npringarfræði-
deild HÍ.
Rannsakað verður hvort D-vítamín
magn í blóði aldraðra hafi áhrif á
vöðvastyrk og það hvort fólk eigi
erfiðara með að bæta líkamsástand
sitt með æfingum ef D-vítamín skort-
ur er. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages