Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 78
— 6 — 14. mars 2014
Slæmur svefn yfir langt tímabil getur
leitt til verkja á efri árum, samkvæmt
niðurstöðum rannsóknar sem á dög-
unum var birt í Arthritis & Rheu-
matology. Rannsóknin náði til 4.326
manns, 50 ára og eldri, sem ekki
höfðu verki þegar rannsóknin hófst.
Niðurstöðurnar sýndu að slæmur
svefn hafði áhrif á það hvort þátt-
takendur þróuðu með sér viðamikla
verki á þeim þremur árum sem rann-
sóknin fór fram.
Í byrjun rannsóknarinnar var
enginn þátttakenda með útbreidda
verki en 2.764 með litla verki og
1.562 ekki með neina. Þremur árum
síðar voru 800, eða um 19 prósent
byrjuð að fá verki. Nánari rannsókn-
ir leiddu í ljós að slæmur svefn var
ein helsta orsök mikilla verkja sem
þátttakendur höfðu þróað með sér á
tímabilinu.
Nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands
verður frá og með næsta hausti sam-
tals fimm ár. Náminu verður skipt upp
í þriggja ára grunnnám sem lýkur með
BS-gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum og
tveggja ára meistaranám og geta nem-
endur sótt um starfsréttindi að því
loknu. Hingað til hefur námið tekið alls
fjögur ár og veitt réttindi til starfa við
fagið. „Þeir nemendur sem verða teknir
inn næsta haust fara í þetta tvískipta
nám. Nemendur sem þegar eru byrjaðir
í fjögurra ára grunnnámi halda áfram
í því. Síðustu nemendurnir í því kerfi
útskrifast hjá okkur árið 2017 og þeir
fyrstu sem klára meistaragráðu útskrif-
ast væntanlega 2019,“ segir Þórarinn
Sveinsson, prófessor við námsbraut í
sjúkraþjálfun innan læknadeildar HÍ.
„Háskóli Íslands, eins og flestir há-
skólar í Evrópu, stefnir að því að auka
sveigjanleika nemenda. Að loknu
grunnnámi geta nemendur því breytt
Laufe y Steingr ímSdót tir
Það er orðið tímabært að rétta hlut
grófa kornsins. Margir virðast falla í þá
gryfju að setja allar kornvörur – jafn-
vel allar kolvetnaríkar fæðutegundir –
undir einn hatt. En þannig einföldun
getur orðið meira en lítið villandi. Enda
þótt gosdrykkir, sætindi, gróft brauð
og hafragrautur eigi það sameiginlegt
að vera kolvetnaríkar fæðutegundir,
verður fátt annað til að sameina þær,
og svo sannarlega ekki þegar hollustan
er annars vegar. Staðreyndin er sú, að
kolvetnaríkar fæðutegundir geta ým-
ist verið afburðahollar – eða með ein-
dæmum óheilsusamlegar, allt eftir því
hvaða matur á í hlut, og þá ekki síst,
hversu fínunnin varan er. Það væri því
til mikilla bóta ef við hættum að flokka
fæðu eftir því hversu mikið eða lítið hún
inniheldur af kolvetnum, en legðum því
meiri áherslu á hollan, lítið unninn mat.
Því hefur verið haldið fram að kol-
vetnarík fæða, þar með talið mjöl og
korn, sé fitandi og næringarsnauður
matur sem best sé að forðast. Þessi full-
yrðing á sannarlega við um kökur, kex,
sykur, sætindi og sæta drykki. Hins
vegar hafa rannsóknir sýnt að þegar við
borðum heilkornavörur svo sem ósætt
rúgbrauð og annað heilkornabrauð,
hafragraut eða graut úr öðru heil-
korni, gróft pasta eða hýðishrísgrjón,
fáum við betri mettunartilfinningu,
sem síðan tengist betri stjórnun á lík-
amsþyngd og jafnframt minni líkum á
ýmsum langvinnum sjúkdómum á borð
við sykursýki af tegund 2 og hjarta- og
æðasjúkdómum en þegar við neytum
ýmissa annarra matvæla. Ástæðan er
bæði rakin til trefjaefnanna í korninu
en líka til lífvirkra hollustuefna sem þar
er að finna.
Kornmatur er tiltölulega ódýr matur
og þótt gróf brauð séu stundum dýrari
en þau fínu á það ekki ævinlega við.
Venjulegt, óseytt rúgbrauð getur ver-
ið ein heilsusamlegasta heilkornavara
sem völ er á, enda rúgur trefjaríkasta
algenga korntegundin á markaðnum.
Haframjöl og bankabygg eru líka hollar
heilkornavörur, góðar í morgungraut-
inn og ódýrari en flest tilbúið morgun-
korn.
Gróft korn var löngum áberandi í nor-
rænu mataræði. Rúgur, bygg og hafrar
eru korntegundir norðursins og dafna
vel í svölu loftslagi. Hveitið var meira
áberandi sunnar í álfunni og pasta og
brauð úr hvítu hveiti einkenndi mat-
aræði við Miðjarðarhafið. Suður-evr-
ópsk matarmenning hefur slegið í
gegn á Vesturlöndum með öllu sínu
góða grænmeti, kryddjurtum, olíu og
hvítlauk. Hollusta þessa fæðis er óum-
deild, en það er samt óþarfi fyrir okkur
að gleyma þar með kostum norræna
Óþarfi að gleyma kostum norræna mataræðisins
Eiga gosdrykkir og rúgbrauð
eitthvað sameiginlegt?
Nám sjúkra-
þjálfara lengt
í fimm ár
Námi í sjúkraþjálfun verður skipt upp
í þriggja ára grunnnám og tveggja ára
meistaranám. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
um námsleið og valið annað nám en
sjúkraþjálfun kjósi þeir svo.“
Slæmur svefn getur valdið
verkjum hjá eldra fólki
Framsækinn búnaður
frá Oxymap til virtustu
rannsóknarstofnana
Búnaður Oxymap mælir súrefnismettun í sjónhimnu augans. Á tölvuskjá er litur æða í augnbotni skoðaður og gefur hann til kynna
hver súrefnismettunin er. Árni Þór Árnason er framkvæmdastjóri Oxymap og Gísli Hreinn Halldórsson, þróunarstjórinn. Ljósmynd/Hari.
Tæknibúnaður Oxymap er þróaður til
að mæla súrefnismettun í sjónhimnu
augans en ýmsir blinduvaldandi sjúk-
dómar eiga uppruna sinn í truflun
á blóðflæði. Virtar rannsóknarstofn
anir víða um heim nota búnaðinn
sem nýtur sífellt meiri vinsælda.
Stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að
kaupa Oxymap og er nú unnið að því
að auka verðmæti fyrirtækisins.
dagn ý HuLda er LendSdót tir
N ýsköpunarfyrirtækið Ox-ymap hefur þróað rann-sóknartæki til mælinga á súrefnismettun í sjón-
himnu augans. Tækið er notað á mörg-
um af virtustu sjúkrahúsum heims á
sviði augnlækninga. Síðasta haust
fékk Oxymap CE merkingu og uppfyll-
ir því ströng skilyrði til markaðssetn-
ingar í Evrópu. Síðan hefur eftirspurn
eftir tækjunum og hugbúnaðinum sem
fylgir aukist mikið. „Hugbúnaðurinn
greinir æðarnar í augnbotninum og
reiknar út súrefnismettun. Þetta hefur
ekki verið mögulegt áður svo þróunin
okkar er einstök. Búnaðurinn gefur
annað sjónarhorn á blinduvaldandi
sjúkdóma, til dæmis tengda sykur-
sýki, gláku og æðalokunum. Þessir
sjúkdómar virðast eiga uppruna sinn
í truflun á blóðflæði og súrefnismett-
un og því mikilvægt að rannsaka það
Heilsulausnir
Hentar einstaklingum sem
glíma við offitu, hjartasjúkdóma
og/eða sykursýki.
Námskeiðin hefjast
mánudaginn 24. mars
Mánud., miðvikud. og föstud.
kl. 7.20, 12.00 eða 17.30
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Ætlar þú að breyta
um Lífsstíl?