Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 52
É g get ekki sagt að þetta hafi verið draumur frá barnæsku en ég man þegar ég var barn þá ætlaði ég að vera málari eða rit- höfundur því ég hafði gaman af því. Svo þegar ég var unglingur ætlaði ég að verða sálfræðingur eða bók- menntafræðingur. Áhugasvið mitt er ansi breytt og er ég mjög þakklátur fyrir það,“ segir Sævar sem flutti til Parísar eftir að hafa lært myndlist og listasögu. „Mig hafði lengi dreymt um að búa þar. Þar vann ég meðal annars með myndlistarmönnum við uppsetningu sýninga og kom fram í gjörningum. Einnig vann ég eitthvað við fyrirsætustörf en mér leið aldrei of vel með það.“ Það var svo þegar Sævar fékk vinnu við sýningu hjá fatahönnuðinum Agnes B sem áhug- inn á sníðagerð og efnum kviknaði fyrir alvöru. „Ég gerði búninga fyrir sýningu og fékk þar að velja efni- við úr stórkostlegu safni efna. Það heppnaðist það vel að ég fékk meðal annars lof frá hönnuðum Cosmic Wonder.“ Eitt leiddi af öðru og í dag eru kjólarnir ein helsta ástríða Sævars. Hann framleiðir vörurnar á Íslandi í takmörkuðu upplagi en er kominn í samstarf með framleiðsluaðila frá Eistlandi. Efnin koma frá Englandi og Ítalíu og Sævar leggur mikið upp úr vönduðum efnum og sniðum. „Ég nota mikið mynstur sem ég vinn úr frá allskyns rannsóknarvinnu og á ég ansi stóran gagnagrunn sem ég get leitað í og er ávallt að bætast í hann. Þetta er svona hæfileg blanda af mynstrum og svo einfaldari litapallettu en ég vinn einnig með svartan, gráan og einnig hvítan þó hann teljist ekki vera litur. Hver veit svo hvernig framhaldið verður.“ Það er óhætt að segja að Sævar sæki innblástur um víðan völl. „Fyrsta hugmyndin að kjólunum kom þegar ég var að horfa á tékk- neska kvikmynd frá sjöunda áratugnum en sá áratugur er mér mjög kær og þessi einföldu en klass- ísku kjólasnið þess tíma. Á sama tíma var ég mikið að lesa mér til og skoða allskyns Art Brut listamenn og þaðan koma mynstrin í kjólunum. Þegar þessu var blandað saman kom út kjóll sem mér fannst henta söng- konunni Trish Keenan úr Broadcast sem er mitt uppáhald en hún lést langt fyrir aldur fram og ákvað ég að tileinka þennan kjóll henni því hún hefur verið áhrifavaldur í mörg ár. Ég er núna að klára þetta langa ferli sem þessi lína hefur tekið og hlakka ég mikið til að koma með restina af henni og sýna og fara svo að fullgera næstu línu sem er í vinnslu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Helgin 14.-16. mars 201452 tíska Myndlistarmaður hannar kjóla Sævar Markús hannar kjóla og sækir innblástur í bækur, bíó, myndlist og efni svo fátt eitt sé nefnt. Hann er einn stofn- enda verslunarinnar Kiosk við Laugarveg, en þar selja níu íslenskir hönnuðir vörur sínar.  Tískuhönnun sævar Markús í kiosk Sævar Markús bjó í París eftir nám og varð fyrir miklum áhrifum. Hann útilokar ekki að flytja þangað aftur. Ljósmynd/Hari VILTU VERÐA SÉRNÁM TEKUR 1 ÁR SNYRTIFRÆÐINGUR? NÆ STA ÖNN HEFST Í MARS WWW.RFA.IS - INFO@FASHIONACADEMY.IS - 571 5151 Beauty Academy Ég mæli 100% með Beauty Academy! - Þóra Birna Jónsdóttir nemandi í Beauty Academy Aðbúnaður er til fyrirmyndar og aðstaðan glæsileg. -Ágústa Árnadóttir, útskrifaðist í mars 2013 Framúrskarandi kennarar, virkilega skemmtilegt og fjölbreytt nám. - Ásta Laufey Sigurjónsdóttir, útskrifaðist í júní 2013 Taktu þátt í leiknum okkar á www.rfa.is/leikur Þú gætir unnið 100.000 ávísun í námið hjá Fashion Academy Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.