Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 4
Héraðsdómur af Lækjartorgi Borgarráð hefur skipað viðræðuhóp til að ræða mögulegan flutning Héraðsdóms frá Lækjartorgi. Þetta var gert eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sendi borgarráði bréf þar sem hún tók vel í ósk meirihlutans um að flytja starfsemi Héraðsdóms af torginu. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að flytja Héraðsdóm af Lækjartorgi til að glæða torgið lífi en það var Andri Snær Magnason rithöfundur sem stakk fyrst upp á því að flytja Héraðsdóm í miðbæjarsamkeppni Landsbankans árið 2004, og vann til verðlauna fyrir vikið. Dagur B. Eggertsson telur að önnur starfsemi við Lækjartorg muni auka líf í miðbænum og að Héraðsdómur væri betur settur við Hlemm. Marokkóbúar stofna félag Sendiherra Marokkó á Íslandi, sem hefur aðsetur í Noregi, Souad Alaoui, kemur í heimsókn hingað til lands um helgina og hittir meðal annars stofnendur nýs félags, Ísland-Marokkó, félags um sam- skipti og skoðanaskipti, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Um 500 Marokkóbúar búa nú á Íslandi og hafa sumir þeirra búið hér í fjölda ára, og áratugi. Flestir Marokkóbúar á Íslandi eiga fjölskyldu hér á landi, stunda atvinnu og taka þátt í Íslensku samfé- lagi. Sumir starfrækja eigin fyrirtæki og taka þannig þátt í atvinnusköpun. Margir þeirra eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að kynna land sitt fyrir Íslendingum. sda N iðurskurðurinn kemur mjög þungt niður á okkur eftir það sem á undan er gengið. Eigi þjónustustýringin að ganga upp þarf þvert á móti að efla heilsugæsluna hvað varðar mann- skap og fjárveitingar því hún mun væntanlega taka við verkefnum annars staðar frá. Við getum ekki bætt við okkur umfram það sem við höfum í dag,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, aðspurð um fyrirhugaða þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað að gegna lykilhlutverki í veitingu á grunnþjónustu og er stefnt að betra aðgengi og styttri biðtíma eftir þjónustu. Í tillögum vinnuhóps um þjón- ustustýringu felst einnig að allir eigi sinn heimilislækni og að ein- staklingar eigi kost á þjónustu- stjóra, sem í flestum tilfellum verð- ur heimilislæknir. Þá stendur til að mynda þjónustuteymi til að mæta þörfum sjúklingahópa, ásamt sam- fellu í þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir breytingarnar jákvæðar en að ýmislegt þurfi að koma til eigi heilsugæslan að þjónusta fleiri. Til dæmis þurfi að bæta vinnuum- hverfi og laun svo brottfluttir heimilislæknar flytji aftur til Ís- lands því sérfræðingar sæki ekki um lausar stöður. „Stétt heimilis- lækna er að eldast og eftir fimm til sex ár verður staðan orðin mjög slæm. Við þurfum að vona að þeir eldri vilji vinna til sjötugs en hætti ekki 67 ára.“ Laun heimilislækna voru lækkuð um 15 prósent að meðaltali árið 2009 og hafa ekki enn verið leiðrétt. Nánar er fjallað um þjónustu- stýringu og niðurskurð hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins í Líf- tímanum sem fylgir Fréttatímanum í dag. Þar er einnig viðtal við Guð- björgu Vignisdóttur, sem er í sér- námi í heimilislækningum í Gauta- borg í Svíþjóð. Hún lýkur námi síðar á árinu og ætlar ekki að flytja til Ís- lands eins og kjör og starfsaðstæður eru í dag. Launin í Svíþjóð eru tals- vert hærri en á Íslandi, eða á bilinu 1,1 til 1,5 milljón á mánuði fyrir dag- vinnu miðað við 600 þúsund krónur á mánuði á Íslandi. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@frettatiminn.is  Heilsugæsla lykilHlutverk gruNNþjóNustuNNar Niðurskurður úr takti við fyrirhugaðar breytingar Frá árinu 2009 hefur verið skorið niður um 400 milljónir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í ár bætist við 100 milljóna niðurskurður svo útlit er fyrir að skerða þurfi síðdegisvaktir á heilsugæslustöðvum, ásamt öðru. Á sama tíma kynna yfirvöld umfangsmiklar breytingar á heil- brigðiskerfinu sem meðal annars fela í sér þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað að leika lykilhlutverk. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að efla þurfi heilsugæsluna eigi þjónustustýring að ganga upp en í henni felst meðal annars að allir geti leitað til heilsugæslunnar. Ljósmynd/Hari. Þórarinn Ingólfsson er heimilislæknir og formaður Félags íslenskra heimilislækna. Ljósmynd/Hari. veður Föstudagur laugardagur suNNudagur N 5-13 M/s. Él NorðaNtil EN lÉttir til s-laNDs þEgar líður á DagiNN. Vægt frost. HöfuðborgarsVæðið: N 5-10 M/S. SKýjAð og HItI 0 tIL 3 StIg. sV 10-18 M/s og slyDDa Eða rigNiNg EN úrkoMu- lítið Na-til fraM Eftir DEgi. HlýNaNDi. HöfuðborgarsVæðið: SV 10-15 M/S og rIgNINg . HItI 1 tIL 4 StIg. V 8-15 M/s og Él EN úrkoMulítið austaNtil. Vægt frost EN frostlaust syðst. HöfuðborgarsVæðið: V 8-13 M/S og éL. HItI UM FroStMArK. Vestlægar áttir með rigningu á morgun og sunnudag Það gengur ýmislegt á í veðrinu þessa dagana, hver lægðin rekur aðra. Það er jú ennþá vetur og vissara að vera vel búin í ferðalögum og útivist. Í dag fer lægð skammt suður af landinu, önnur strax í kjölfarið svo á morgun og sú skilur eftir sig vest- anátt með éljagangi á sunnnudag. 3 -1 -1 -2 4 2 -2 -4 -3 0 -1 -2 -4 -4 -1 Elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 14.-16. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.