Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 8
F ramleiðsla á lífrænni mjólk hefur verið minni en áður undan- farna mánuði og því hefur Biobú, sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- afurðum, ekki náð að sinna eftirspurn en það horfir nú til betri vegar. „Við höfum lagt áherslu á að framleiða jógúrt en látið skyr og gríska jógúrt mæta afgangi þar sem mun meiri mjólk fer í þær vörur,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Biobú sem auk þess hefur framleitt ís og rjóma. Tveir helstu framleiðendur lífrænnar mjólkur, Búland í Austur-Landeyjum og Neðri- Háls í Kjós, hafa unnið að því að auka sína framleiðslu til að mæta eftirspurn og er Helgi Rafn vongóður um að allar vörur Biobú verði ávallt á boðstólum með vor- inu. Auk þess stefnir hann á að setja líf- ræna drykkjarmjólk á markað í litlu magni en hún hefur verið ófáanleg í verslunum frá síðasta hausti. „Við höfum fengið fjölda símtala frá fólki sem vill fá líf- ræna mjólk og frá verslunum sem vilja fá hana aftur í sölu. Við getum samt ekki framleitt hana nema í mjög litlu magni til að mæta þörfum þeirra allra hörð- ustu,“ segir Helgi Rafn. Fréttatíminn greindi frá því í september að mjólkurbóndinn á Finnastöðum í Eyjafirði hefði tíma- bundið misst vottunina vegna mannlegra mistaka við vinnslu. Mjólkursamsalan hætti þá fram- leiðslu á lífrænni drykkjarmjólk vegna þess hversu lítið framboð var af henni frá bændum og eftir- lét Biobú þá mjólk sem fengist. Bóndinn á Finnastöðum ákvað síðan að hætta lífrænum mjólk- urbúskap og lífræn mjólk enn ófáanleg í verslunum. Ársframleiðslan hjá Búlandi og Neðra- Hálsi er ríflega 300 þúsund lítrar af lífrænni mjólk og er verið að auka framleiðsluna á þeim búum, en Biobú er nýfarið að fá lítið magn af mjólk frá Skaftholti í Gnúpverja- hreppi, sem hingað til hefur aðeins fram- leitt til einkaneyslu og eigin framleiðslu, til að reyna að mæta eftirspurn. Hjá Mjólkursamsölunni fengust þau svör að þar á bæ sé stefnt að því að setja lífræna drykkjarmjólk aftur á markað en það sé ekki í fyrirsjáanlegt í náinni framtíð meðan lífræna mjólkin sem er til ráðstöfunar er ekki meiri. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Matvara LíFræn MjóLk ekki FáanLeg í versLunuM síðan í haust Lífræn mjólk aftur á markað í vor Biobú stefnir á að setja lífræna drykkjarmjólk á markað með vorinu í litlu magni til að mæta eftir- spurn. Eftir að eitt af þremur stórum mjólkurbúum með lífræna vottun missti vottunina í haust hefur lífræn drykkjarmjólk verið ófáanleg í verslunum. Starfandi bú vinna að því að auka sína framleiðslu og vonast framkvæmdastjóri Biobú til að allar vörur fyrirtækisins verði fáanlegar í vor, auk mjólkurinnar. Mjólk- ursamsalan hætti framleiðslu á líf- rænni mjólk í haust og er hún enn ófáanleg. Biobú stefnir á að koma með sína mjólk á markað í vor, og þá í öðrum umbúðum. Biobú hefur lagt áherslu á að fram- leiða jógúrt en vegna mjólkurskorts látið skyr og gríska jógúrt sitja á hakanum. Ljósmynd/Hari Við getum samt ekki framleitt hana nema í mjög litlu magni til að mæta þörfum þeirra allra hörðustu. TAXFREE DAGAR 20,32% AF öllum vöRum Nýttu tækifærið komdu NúNa DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma. ClAssiC sófi turkisblátt áklæði. TAXFREE vERÐ 119.440 fullt verð 149.900  stjórnvísi FraMúrskarandi störF Unnu stjórnunarverðlaun Ólafur Ragnar Grímsson, Elínrós Líndal, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fimmta skipti á miðvikudag- inn. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Veisluturninum í Kópavogi. Rúmlega 50 stjórn- endur voru tilnefndir. Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014 eru Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönn- unarfyrirtækisins ELLU, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmda- stjóri bráðasviðs Landspítalans og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur. Stjórnunarverðlaunin eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna og rökstyðja millistjórnendur, yfirstjórnendur og frumkvöðla í fyrirtækjum innan raða Stjór- nvísi. Markmið Stjórnunarverð- launa Stjórnvísi er, að því er fram kemur í tilkynningu, að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs. R Á Ð S T E F N A U M B R J Ó S T A G J Ö F F ö s t u d a g i n n 4 . a p r í l 2 0 1 4 á H ó t e l S ö g u D A G S K R Á 8:30 Kynningarbásar og spjall 9:00-10:30 Fyrirlestur Diana West Mjólkurframleiðsla og mjólkurinntaka. Ítarleg umræða um mat á brjóstagjöf móður og nýbura með það að markmiði að finna út ástæður fyrir ónógri mjólkurframleiðslu. 10:30-11:00 Kaffihlé 11:00-13:00 Fyrirlestur Diana West Aukin mjólkurframleiðsla 13:00-14:00 Hádegismatur 14:00-15:00 Vinnusmiðjur: Vinnusmiðja á ensku Diana West: Brjóstagjöf eftir lýtaaðgerðir Vinnusmiðja á íslensku: Brjóstagjöf og tengslamyndun - Ingibjörg Eiríksdóttir, brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, ljósmóðir/ hjúkrunarf MSc. 15:00-15:15 Kaffihlé 15:15-16:00 Vinnusmiðjur: Vinnusmiðja á ensku Diana West: Brjóstagjöf eftir lýtaaðgerðir Vinnusmiðja á íslensku: Knús, kelerí, kynlíf og..... krakkar! Sigga Dögg kynfræðingur Ingibjörg Eiríksdóttir Skráning: fagseminar2014@gmail.com /í síma 6620271 (Magnea). Verð 17.900 kr ef greitt er fyrir 20. mars en 19.999 kr eftir 20. mars. Innifalið er ráðstefnujald, kaffi og hádegisverður. Áhugasamir foreldrar geta setið íslensku fyrirlestrana fyrir einungis 2000 kr. 8 fréttir Helgin 14.-16. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.