Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 26
Útivist allt árið Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is K roppurinn er kraftaverk er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um líkams- virðingu fyrir börn. Mark- miðið með bókinni er að efla jákvæða líkamsmynd barna, umhyggju þeirra fyrir líkama sínum og virðingu fyrir fjölbreytileika. „Þetta er bók sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar, en hana prýða líf- legar myndskreytingar eftir Björk Bjarkadóttir. Sigrún er formaður Samtaka um líkamsvirðingu auk þess sem hún er sjálf foreldri og hefur reynt að innræta börnum sínum virðingu fyrir öllum líkamsgerðum. „Hugmyndin að bókinni er til komin bæði vegna starfs míns sem sálfræðingur en einnig vegna reynslu minnar sem foreldri að ala upp börn í menn- ingu þar sem fjölmörg áreiti ýta undir neikvæða líkamsmynd barna. Mér hefur fundist mikil- vægt að búa til mótvægi gegn því á heimilinu og í uppeldinu að skapa líkamsvirðingarvænt um- hverfi. Það hef ég gert með því að ala börnin upp í þeirri trú að allir líkamar séu jafnir, enginn líkamsvöxtur sé betri en annar, að við séum öll ólík og að allir lík- amar séu góðir líkamar sem eiga skilið væntumþykju og virðingu.“ Hluti af uppeldinu hefur ennfremur snúist um að leið- rétta staðalmyndir. „Við búum í samfélagi sem mismunar eftir líkamsvexti. Þegar maður sér þessar staðalmyndir koma upp hjá börnunum, þrátt fyrir bestu viðleitni til að kenna þeim annað, þá er mikilvægt að leiðrétta þær alveg eins og við gerum við kynjastaðalmyndir. Þá bendum við til dæmis á að stelpur geti vel orðið smiðir og að strákar megi alveg vera í bleikum skóm. Ég hef unnið með líkamsvirðingu á sama hátt. Ef ég heyri börnin hafa í frammi staðalmyndir um holdafar og líkamsvöxt reyni ég að leiðrétta þær með sama hætti og held að mér hafi tekist það. Ég heyri að börnin mín gera at- hugasemdir við ýmislegt sem þau sjá og heyra. Þau segja mér til dæmis frá því ef þau taka eftir fitubröndurum í barnaefni því þeim finnst alls ekki fyndið heldur ömurlegt að það sé gert lítið úr einhverjum líkamsvexti til að vekja hlátur. Þetta er því vel hægt.“ Bókin er nýkomin í verslanir en í sumar kemur hún einnig út á ensku í Bandaríkjunum, Ástr- alíu, Kanada og Bretlandi. Sigrún veit ekki til þess að viðlíka bók hafi komið út áður. „Ég hef lengi verið hluti af alþjóðlegu fræða- samfélagi á sviði líkamsmyndar og átraskana, og oft hafa komið upp umræður á alþjóðlegum net- listum þar sem er verið að leita að efni af þessu tagi. Ég hef ekki séð neina bók þar sem fjallað er um líkamsvirðingu með þeim á þennan hátt. Yfirleitt er talað um að það þurfi að segja við börnin að þau séu falleg eins og þau eru en þannig náum við ekki að taka á þessum djúpu samfélags- legu viðhorfum sem eru sífellt að segja þeim eitthvað annað. “ Fyrst og fremst er bókin hugsuð fyrir börn en Sigrún telur að lestur hennar geri fullorðnum einnig gott. „Þeir sem hafa verið að lesa hana yfir fyrir mig hafa Bók fyrir börn um líkamsvirðingu Fyrsta íslenska bókin um líkamsvirðingu fyrir börn er nýkomin út. Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar, segir mikilvægt í samfélagi þar sem fólki er mismunað eftir líkamsvexti að fræða börn um að allar líkamsgerðir séu fallegar. Þetta hefur hún haft að leiðarljósi í uppeldi eigin barna sem finnst hreint ekki fyndið þegar í barnatímanum er gert grín að einhverjum vegna þess að hann sé feitur. Sigrún Daníelsdóttir er höfundur bókarinnar um líkamsvirðingu barna. Bókin er hugsuð fyrir yngri börn í þjóðfélagi sem elur á staðalmyndum og hentar vel fyrir foreldra til að hefja umræður við börnin um ólíkar líkamsgerðir. Ljósmynd/Hari talað um að þeir hefðu gjarnan viljað hafa átt svona bók þegar þeir voru yngri.“ Bókin er ríkulega myndskreytt með einföldum skila- boðum á hverri síðu. „Þetta er á einföldu máli sem talar beint til barnanna og textinn er hugsaður til að vekja þau til umhugsunar og skapa umræður. Ég sé fyrir mér að þetta passi vel inn á leikskóla og í yngstu bekki grunn- skóla. Ég hef líka orðið vör við, bæði í sam- tölum við aðra foreldra og í starfi mínu, að fólki finnst oft erfitt að nálg- ast þessa umræðu með börnum. Foreldrar og kennarar eru hikandi því þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja og hvað ekki að segja, og ég vona að bókin verði gagnlegt verkfæri til að hefja þessa umræðu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 26 líkamsvirðing Helgin 14.-16. mars 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.