Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 74
— 2 — 14. mars 2014 Æxlin flytjast um líkamann með nanóeindunum svo auðveldara verður að meðhöndla þau. Heilaæxli færð til Hópur vísindamanna við Georgia Institute of Technology hefur hannað nanóeindir sem laða til sín krabbameinsfrumur svo hægt er að flytja æxli á hentugri stað í líkamanum þegar verið er að eyða þeim. Rannsóknir á dýrum sýna að með aðferðinni er hægt að minnka heilaæxli. Einn vísindamannanna, prófessor Ravi Bellamkonda, sagði í viðtali við BBC að með aðferðinni væri æxlið fært til lyfsins en ekki öfugt. Hann segir líklegt að með aðferðinni verði hægt að stjórna vexti æxla og gera ólæknandi krabbamein að sjúkdómi sem fólk lærir að lifa með. Í rannsókninni var unnið með meinið gliobalstoma, illkynja æxli sem erfitt er að meðhöndla og hefur tilhneigingu til að dreifa sér innan heilans. Vonir standa til að aðferðin geri skurðaðgerðir á krabbameinum auðveldari. Rannsóknir eru enn á frumstigi og nokkuð í að hægt verði að nota þær við meðferð sjúklinga.  Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is. Fram- kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis- son valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gef- inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir. Líftækni- og lyfjaiðnaður veitir mestu til rannsókna Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir L íftækni- og lyfjaiðnaður er sú at-vinnugrein í heiminum sem veitir hlutfallslega mestu af veltu sinni til rannsókna og þróunar, sam- kvæmt lista Evrópusambandsins og birtur er á vef Frumtaka, samtaka frumlyfjafram- leiðenda á Íslandi. Samkvæmt listanum fer 15,1 prósent af veltu lyfja- og líftækniiðnað- arins til rannsókna og þróunar. Sú atvinnu- grein sem næst kemur er hugbúnaður og tækni með 9,5 prósent. Að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, fram- kvæmdastjóra Frumtaka, er eftir gríðarlega miklu að slægjast með því að fá rannsóknar- starfsemi fleiri lyfjafyrirtækja til Íslands. „Stjórnvöld geta með ýmsu móti skapað aukin tækifæri fyrir verðmætasköpun í atvinnulífinu. Við sjáum að með skatta- ívilnunum eins og til dæmis eru boðnar í kvikmyndaiðnaðinum hafa miklir fjármunir komið inn í okkar efnahagslíf. Með sams konar hætti er ég sannfærður um að hægt væri að fá margs konar rannsóknartengda starfsemi lyfjafyrirtækja hingað til lands. Bæði velta þau háum fjárhæðum og leggja hæstan skerf allra atvinnugreina til rann- sókna og þróunar svo háskólar og aðrar rannsóknarstofnanir njóta góðs af. Lyfja- iðnaðinum fylgja spennandi og verðmæt störf sem er einmitt það sem við þurfum á að halda.“ Jakob er þeirrar skoðunar að stjórnvöld ættu að beina sjónum sínum að lyfja- og líftækniiðnaðinum þegar verið er að þróa atvinnustefnu til framtíðar. „Á tyllidögum heyrum við stjórnmálamenn ræða um mik- ilvægi þess að efla vísinda- og rannsókna- samfélagið og gjarnan eru störf tengd sjáv- arútvegi og jarðvarma nefnd til sögunnar. Þessar greinar hafa á að skipa framúr- skarandi fyrirtækjum sem hafa vaxið hér heima og dafnað. Tækifærin eru einnig á fleiri sviðum og ég sakna þess að heyra ekki nefnd til sögunnar þau tækifæri sem eru tengd heilbrigðiskerfinu og lyf- og líftækni- vísindum.” Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Líftækni- og lyfjaiðnaðurinn á alþjóðavísu setur 15,1 prósent af veltu sinni til rannsókna og þróunar. Hugbúnaður og tækni er sú atvinnugrein sem kemur næst með 9,5 prósent. Ljósmynd/NordicPhotosGettyImages Körlum boðið í Heilsusögu Íslendinga í Mottumars Heilsusaga Íslendinga er langtíma rann- sókn sem varpa mun ljósi á áhrif og samspil nútíma lífsstíls, félagslegra að- stæðna, streitu og erfða á heilsu. Stefnt er að því að á næstu tíu árum taki 100.000 Íslendingar þátt í rannsókn- inni. „Konur fá boð í tengslum við komu í krabbameinsleit hjá Krabbameinsfé- lagi Íslands en karlar fá opið boð um þátttöku. Sem hluta af forprófun okkar munum við á næstu vikum senda kynn- ingarbréf til um þúsund karlmanna á höfuðborgarsvæðinu eftir úrtaki úr þjóð- skrá. Við vonum að þeir taki vel í boð um þáttöku og skrái sig í rannsóknina en eitt meginmarkmið Mottumars er að minna karlmenn á að fylgjast vel með eigin heilsu. Talið er að rannsóknin muni á endanum verða mikilvægur liður í því að auka þekkingu á áhrifum ýmissa lífsstílsþátta og streitu á krabbameinsá- hættu,“ segir Unnur Anna Valdimars- dóttir, prófessor í faraldsfræði við Há- skóla Íslands. Þátttaka meðal kvenna hefur farið fram úr björtustu vonum en í kringum 80 prósent þeirra kvenna sem boðin var þátttaka hafa tekið þátt í forrann- sókninni. Að sögn Unnar Önnu flétt- ast í rannsókninni saman forvarnir og vísindastarf því þátttakendur fá upplýs- ingar og fræðslu um blóðþrýsting, lík- amsþyngdarstuðul, lífsstíl og fleira eftir því sem þurfa þykir. „Fólk er svo boðað aftur á þriggja til fjögurra ára fresti svo lengi sem það vill. Þannig gefst því kost- ur á að fylgjast náið með þróun heilsu sinnar og heilsufarsvísa eftir því sem árin líða.“ Framkvæmd rannsóknarinnar er á vegum Háskóla Íslands og Krabbameins- félags Íslands og í virku samstarfi við fjölda innlendra og erlendra aðila. Gangi áætlanir eftir mun tæplega þriðjungur landsmanna taka þátt á næstu 10 árum. Í tengslum við Mottumars er fyrstu karlmönn- unum boðið að taka þátt í rannsókninni Heilsusaga Íslendinga. Stefnt er að því að á næstu 10 árum taki um 100.000 þúsund manns þátt. Notkunarsvið: Fluconazol ratiopharm inniheldur fluconazol. Án ávísunar frá lækni er Fluconazol ratiopharm notað við sveppasýkingu í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir fluconazoli eða skyldum azól-lyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Samhliða meðferð með cisapridi, astemizoli, terfenadini, pimozidi, erythromycini eða quinidini. Gæta skal sérstakrar varúðar ef eftirfarandi á við: Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur Fluconazol ratiopharm valdið alvarlegum húðviðbrögðum með blöðrumyndun og húðlosi (Stevens-Johnson heilkenni). Ef húðútbrot koma fram á meðan á meðferð með Fluconazol ratiopharm stendur skal strax hafa samband við lækni, sem ákveður hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Samhliða meðferð með halofantrini eða terfenadini. Meðfædd eða áunnin breyting á starfsemi hjartans (lengingu QT bils). Samhliða notkun lyfja sem einnig geta lengt QT bilið á hjartalínuritinu, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA eða III. Truflun í jafnvægi blóðsalta, einkum minnkuð þéttni kalíums og magnesíums. Hægur hjartsláttur sem þarfnast meðferðar, hjartsláttartruflanir eða alvarleg hjartabilun. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Skömmtun: Við Candidasýkingu í leggöngum: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki í stökum skammti. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur, húðútbrot, kviðverkur, uppköst, niðurgangur og ógleði, breyting á lifrargildum. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Maí 2013. Fluconazol ratiopharm eitt hylki - stakur skammtur árangursríkt gott verð einfalt Sveppasýkingu í leggöngum Einungis 1 hylki tekið um munn við Fæst án lyfseðils í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.