Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 40
40 fjölskyldan Helgin 14.-16. mars 2014
Óttist ekki að taka óvinsælar ákvarðanir
Þ etta er náttúrulega nokkuð undarlegur titill á pistli um tölvunotkun og netnotkun á heimilum barnafjölskyldna en lesið samt endilega áfram. Titlinum er ætlað að minna ærlega á að uppeldishlutverki foreldra á ögurstundum má einmitt líkja við ofangreind-
ar starfsstéttir og frívaktir eru þá aðeins þegar barnið og ungmennið er statt annars staðar
og þá vonandi hjá hæfum starfsstéttum eins og öðrum fjölskyldum, kennurum, þjálfurum
og fleirum sem taka ábyrgðina af fullri alvöru.
Venjulega erum við algjörlega fær um uppeldishlutverkið en hin nýja tækni og hin nýju
netsamskipti setja sjálfsöryggi okkar úr skorðum þar sem við erum meira fákunnandi en
börnin okkar. „Ég var að spjalla við vini mína,“ segir barnið sem hefur setið lúsiðið við
heimanámið með tónlistina í eyrunum en um leið emmessennað af krafti og fylgst með
Fasbókinni sinni af furðulegri fjölbeitni – einbeitni virðist sem sagt ekki duga þessari kyn-
slóð og því fylgja bæði frábær tækifæri og umtalsverðir ókostir. Rétt eins og öllu öðru
í lífinu.
„Á ég að skammta tölvutíma?“ eða „Hvernig stöðva ég að unglingurinn hangi á
netinu fram eftir allri nóttu?“ eða „Er ekki eineltið komið yfir á netið sem er nýja,
eftirlitslausa útisvæðið?“ Allar þessar spurningar og margar fleiri eru svo sannarlega
mikilvægar og svarið er að mínu mati undureinfalt. Beitið sama uppeldisgaldri og
hefur virkað á öðrum sviðum og óttist ekki að taka óvinsælar ákvarðanir. Hvert heimili
þarf sína löggjöf og því fylgir að ræða málin, ákveða heimilisreglur og ná sátt um þær
og þá möguleg viðurlög ef reglur eru brotnar. Þegar löggjafarvinnunni lýkur, þarf að
fylgja málum eftir. Hlutverk lögreglu er að framfylgja lögunum og beita viðurlögum.
Lífverðir vernda þegnana fyrir sjálfum sér og öðrum. Hjúkkan á gjörgæslunni er alltaf
á vaktinni, fylgist með lífsmörkum og grípur til björgunaraðgerða ef nauðsyn krefur.
Sem sagt; ræðið tölvu- og netnotkun á heimilinu. Fjölskyldufundir eru frábært
tæki þar sem framkvæmdastjóri Fjölskylda og Heimili ehf. undirbýr og boðar fund-
inn, þ.e. sú eða sá sem raunverulega stýrir fyrirtækinu að öllu jöfnu þótt svo að allir
fjölskyldumeðlimir eigi sinn hlut, beri ábyrgð og verk og hafi atkvæðisrétt. Reglur
frá fjölskyldufundi er gott að undirrita og svo koma nýir fundir til að endurskoða og
fínstilla fyrirkomulagið. Framkvæmdastjórinn getur líka fundað með stjórnarfor-
manni Fjölskyldunnar ef slíkur er fyrir hendi og ákveðið fyrirkomulag sem börnum
og ungmennum er kynnt. Ef framkvæmdastjórinn er líka stjórnarformaður, ríkir menntað
einveldi á heimilinu og þá getur hún (eða hann) sett sínar reglur án fundahalds, allt eftir
hentugleikum.
Reglurnar geta einmitt snúist um að tölvutími sé skammtaður og tekinn af tímabundið ef
reglur eru brotnar. Það má líka ákvarða að allir slökkvi á símum og leggi frá sér nettækin
á ákveðnum stundum dagsins og kvöldsins og það gildir um fullorðna líka. Símanotkun
má banna á ákveðnum friðhelgum svæðum heimilisins. Öll rafmagnstæki má taka úr sam-
bandi og það gildir þá líka um netgræjuna sem skammtar netið. 3G og 4G tæki getur fram-
kvæmdastjórinn krafist að séu geymd undir hennar/hans umsjón eftir ákveðinn tíma að
kvöldi. Framkvæmdastjórinn á að hafa aðgengi að öllum nettengdum
tækjum og innihaldi þeirra og tékka á því sem þar gerist – nú
er meira að segja hægt að fá tæknilausnir þar sem foreldrar
geta fylgst með því sem er að gerast í hinum rafræna
heimi barnsins þar sem ungmenni eiga ekki að vera
ein á ferð, við berum ábyrgðina á þeim líka og sumt
er bannað undir 18 ára aldri.
Fyrst og síðast skulum við taka ábyrgðina á
löggjafarvinnunni, löggu- og lífvarðastarfinu
og taka stöðugt púlsinn með árvökulum sjón-
um gjörgæsluhjúkkunnar. Öld fjölbeitninnar
færir okkur ótakmörkuð tækifæri ef við bara
sýnum skynsemi og sköpum rólegu stund-
irnar á hverjum degi þar sem gamaldags ein-
beitni og samskipti í bæði efni og anda eiga
sér stað. Gangi ykkur vel.
Venjulega erum við algjörlega fær um uppeldishlut-
verkið en hin nýja tækni og hin nýju netsamskipti setja
sjálfsöryggi okkar úr skorðum þar sem við erum meira
fákunnandi en börnin okkar.
Löggur, lífverðir og hjúkkur á gjörgæslu
Margrét
Pála
Ólafsdóttir
ritstjórn@
frettatiminn.is
heimur barna
Hvert heimili þarf
sína löggjöf og því
fylgir að ræða málin,
ákveða heimilisreglur og
ná sátt um þær og þá möguleg
viðurlög ef reglur eru brotnar.
Myndatexti:
SpænSkunám og leiðtoganámSkeið
Sumarbúðir fyrir unglinga á Spáni
Mundo er öðruvísi ferðaskrifstofa þar
sem menntun, skemmtun, menning og
þjálfun fara saman. Meðal þess sem
ferðaskrifstofan býður upp á eru sumar-
búðir fyrir unglinga á aldrinum 14 til 18
ára. Búðirnar eru haldnar í smábænum
L'Amettla sem lítill og öruggur bær sem
liggur um 30 kílómetra frá Barcelona.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðis-
maður Spánar og eigandi skrifstofunnar,
segir umhverfið vera mjög öruggt en hafa
samt upp á allt á bjóða sem unglingar
hafa gaman af. Takmarkið með dvölinni,
auk skemmtunar, er að unglingarnir læri
að bjarga sér á spænsku en þau dvelja
á spænskum heimilum þær þrjár vikur
sem dvölin stendur yfir. Auk þess byggir
dvölin á leiðtoganámskeiði þar sem unnið
er með þáttakendur í nýjum aðstæðum.
Alla virka daga stunda þátttakendur
spænskunám í fjórar klukkustundir á dag
en síðdegis er skipulegt félagsstarf eins
og íþróttir, sundferðir, almenn útivist og
skoðunarferðir á strendur og til Barce-
lona. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að
engin vímuefni séu snert meðan á dvöl
stendur.
Áhugasamir geta séð úrval skrifstof-
unnar á mundo.is hh.
Sumar-
búðirnar
eru haldnar
í litlum
smábæ í
Katalóníu.
tekk company og habitat
kauptún 3
sími 564 4400
vefverslun á www.tekk.is
opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18
og sunnudaga kl. 13-18
ALLSKONAR
FÍNT OG FALLEGT
FYRIR FERMINGUNA
25
timber hátalari
bluetooth - usb
verð 29.500 kr.
úrval af fallegum púðum
verð frá 3.900 kr.
cleo bókahilla
verð (askur) 85.000 kr.
verð (lakk) 69.500 kr.
bobby
borðlampi
verð 5.900 kr.
beacan skrifborð frá habitat
tilboðsverð 29.500 kr.
verð áður 39.500 kr.
mikið úrval af
boXum/skrínum
frá housedoctor
verð frá 3.200 kr.