Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 14.03.2014, Blaðsíða 86
— 14 — Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir F élag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu og er eitt af verkefnunum fram-undan að fjölga körlum í faginu. Hér á landi eru um 3.500 hjúkrunarfræð- ingar en aðeins 67 þeirra eru karlmenn, eða tvö prósent. Á hinum Norðurlöndun- um er hlutfallið um tíu prósent. Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, segir mikil- vægt að vinna gegn ríkjandi staðalímynd um hjúkrunarfræðinga – að þeir séu góðar konur sem vinni á spítölum því stéttin sé mun margbreytilegri en svo. Á dögunum boðaði Ólafur nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað gerði það að verkum að karlmenn sækja síður í hjúkrunarfræði- menntun en konur. Hann segir það eink- um lág laun, viðhorf samfélagsins og innan stéttarinnar sem geti verið karlmönnum í hjúkrun hindrun. „Þegar karlmaður fer í nám í hjúkrunarfræði finnum við fyrir því ríkjandi viðhorfi í samfélaginu að hann hafi valið hjúkrun því eitthvað annað gekk ekki upp. Fólk spyr hvers vegna maður fór ekki í læknisfræði eða verkfræði. Við finnum líka fyrir því að meiri virðing er borin fyrir hefð- bundnum karla- en kvennastörfum sem er alveg ótrúlegt núna árið 2014,“ segir hann. Ólafur leggur áherslu á að karlmenn velji hjúkrun af sömu ástæðum og konur. Að starfið sé fjölbreytt og bjóði upp á ýmsa möguleika, starfsöryggi, vinnu með fólki og að í því felist að hjálpa öðrum. „Karl- menn, eins og konur, velta því fyrir sér hvernig þeir eigi að sjá fyrir sér og sínum og það hefur áhrif á starfsval. Laun hjúkr- unarfræðinga eru ekki há.“ Hann bendir á að sé miðað við laun viðskipta- og hag- fræðinga hjá ríkinu séu þeir með um 19 prósent hærri dagvinnulaun að meðaltali en hjúkrunarfræðingar. Þegar heildarlaun séu borin saman er munurinn 4 prósent þrátt fyrir vaktir hjúkrunarfræðinga. „Við- skipta- og hagfræðingar hjá ríkinu hafa þriggja ára grunnnám að baki, hjúkrunar- 14. mars 2014 Fólk spyr hvers vegna maður fór ekki í læknis- fræði eða verkfræði. Vilja fjölga körlum í hjúkrun Aðeins tvö prósent íslenskra hjúkrunarfræðinga eru karlar. Karlkyns fyrirmyndir í hjúkrun skortir og karlar sem velja sér hjúkrun sem starf mæta skilningsleysi samfélagsins og jafnvel innan stéttarinnar. Þá hafa launakjör áhrif og segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með ólíkindum að árið 2014 séu enn greidd hærri laun fyrir hefðbundin karlastörf en fyrir hefðbundin kvennastörf. Myndin var tekin þegar allir hjúkrunarfræðingar á skurðstofu 3 á Landspítala við Hringbraut voru karlmenn. Frá vinstri standa Ólafur G. Skúlason, Birgir Örn Ólafsson, Unn- steinn Alfonsson og Neil Kyamko Mamalis. Skurðlæknirinn og aðstoðarlæknirinn voru konur svo kynjaskiptingin var ólík því sem áður þekktist. Tengsl höfuðáverka og Alzheimers Ný rannsókn sýnir að tengsl geta verið á milli þess að hafa einhvern tíma á ævinni fengið heilahristing og magns mýildis í heila. Mýildi er læknisfræðilegt heiti svokall- aðra elliskellna eða óeðlilegrar útfellingar eggjahvítuefna í heila. Slíkar skellur eru oft áberandi í heila Alzheimer sjúklinga. Michelle Mielke hjá Mayo Clinic í Rochester í Minnesota, einn vísindamannanna sem að rannsókninni stóðu, segir líkur á að tengsl séu á milli höfuð- áverka og Alzheimers sjúkdómsins. „Höfuðáverkar eru áhættuþáttur þegar kemur að Alzheimers en þó ber að varast að draga þá ályktun að allir sem hafi fengið höfuðáverka fái Alzheimers sjúkdóminn,“ segir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Neurology. Önnur nýleg rannsókn hjá Cambrigde há- skóla í Bretlandi sýndi einnig fram á möguleg tengsl höfuðáverka og Alzheimers. Við rannsóknina var gerð heila- skönnun á fólki 70 ára og eldra. 448 þeirra áttu ekki við nein minnisvandamál að stríða en 141 glímdi við væg vandamál tengd minni og hugsun. Í hópnum án minnisvandamála höfðu 17 prósent orðið fyrir áverkum á heila en 18 prósent í hópnum með minnis- og hugsanavandamál. Niðurstaðan var því sú að ekki væri teljandi mis- munur á niðurstöðu heilaskönnunar hópanna tveggja. Í ljós kom þó að í hópnum sem átti við minnis- og hugsanavanda að etja var magn mýildis eða elliskellna að meðaltali 18 prósent hærra en hjá samanburð- arhópnum.n fræðingar fjögur ár. Ég get ekki séð að ábyrgð þeirra sé meiri en hjúkrunar- fræðinga. Þeir vinna með peninga en við með mannslíf. Sá munur sem er augljós milli stéttanna er að önnur er hefðbund- in karlastétt en hin hefðbundin kvenna- stétt.“ Að sögn Ólafs hentar hjúkrun bæði konum og körlum og innan fagsins er krafa um mikla tækniþekkingu. „Karl- menn leita gjarnan í þann hluta hjúkr- unar þar sem tæknin er, eins og á slysa- deildir, skurðstofur og gjörgæslu. Þeir hafa einnig sótt í að vinna á geðdeildum.“ Hann segir vanta karlkyns fyrirmyndir í hjúkrun. „Við karlar í hjúkrun höfum líka fundið fyrir því innan stéttarinnar að þurfa að sanna okkur því við erum karlar og það eru ekki allir stjórnendur jákvæð- ir gagnvart því að ráða karlkyns hjúkrun- arfræðing til starfa. Bæði hjúkrunarfræð- ingar og samfélagið þurfa að viðurkenna að karlar geti verið góðir hjúkrunarfræð- ingar ekki síður en konur.“ Marsmánuður er helgaður baráttunni gegn ristilkrabbameini hér á landi líkt og tíðkast hefur víða um heim. Í byrjun mánaðarins var áskorun send til stjórnvalda um að hefja sem fyrst hópleit að ristilkrabbameini. Krabbamein í ristli er þriðja algengasta meinið á Íslandi og árlega deyja 50 til 55 úr sjúkdómnum. Með skimun væri hægt að fækka í þeim hópi um 40 manns. Nýleg evrópsk rannsókn sýnir að með skimun er hægt að minnka dánartíðni af völdum sjúkdómsins um 82 prósent að meðal- tali meðal kvenna en um 73 prósent hjá körlum. Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingar- sjúkdómum, segir gríðarlega mikilvægt að hópleit hefjist sem fyrst því hún hafi gefið góða raun víða um heim. Undirbúningur að slíkri leit er vandasamur og þarf að hefjast strax. Núna sé svokölluð tilfallaleit að meininu hér á landi. „Þá skráir fólk sig sjálft í skoðun hjá sérfræðingi og hefur orðið mikil aukning á því á undanförnum árum og ánægjulegt að Ís- lendingar skuli átta sig á því að sjúkdóminn sé hægt að fyrirbyggja með því að mæta í skoðun,“ segir hann. Ristilskrabbamein er eitt af fáum krabba- meinum sem er með greinanlegt forstig sem lýsir sér sem sepa í ristli. „Það verða ekki allir separ illkynja en þegar þeir finnast við ristil- speglun eru þeir strax fjarlægðir. Því hvetjum við fólk til að koma í skoðun upp úr fimmtugu þegar það er einkennalaust. Finnist meinið þegar það er lengra gengið er erfiðara við það að eiga og geisla- og lyfjameðferðir skerða verulega lífsgæði fólks. Um 60 prósent þeirra sem eru með einkenni eru með útbreiddan sjúkdóm og því er til mikils að vinna að greina meinið á for- stigi,“ segir Ásgeir. Mikilvægt að greina forstig ristilkrabbameins Tvær nýlegar rannsóknir sýna að tengsl geti verið á milli höfuð- áverka einhvern tíma á lífsleiðinni og Alzheimers. Ljósmynd/GettyImages/ NordicPhotos Forstig ristilkrabbameins eru separ eða totur sem fjarlægð eru í ristilspeglun. Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í ristilkrabbameini. Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.