Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 8
 Vinnumarkaður atVinnuþátttaka 80,9 prósent Atvinnuleysi í desember 4,4 prósent Atvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,4%, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Sam- kvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði 185.100 manns á vinnumarkaði í desember. Af þeim voru 176.900 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlutfall starf- andi 77,3% og atvinnuleysi var 4,4%. Samanburður mælinga í desember 2012 og 2013 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,8 pró- sentustig og hlutfall starfandi um 1,6 prósentustig. Hlutfall atvinnu- lausra minnkaði á sama tíma um 1,1 prósentustig. Enn fremur kemur fram hjá Hagstofunni að árstíðaleiðréttur fjöldi fólks á vinnumarkaði í desember 2013 var 187.500 sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku sem er aukning um 900 manns frá nóvember og hlutfallið þá var 81%. Fjöldi atvinnulausra í desember var 8.600 og fækkaði um 400 manns frá því í nóvember 2013. Hlutfall atvinnulausra var 4,6% í desember en var 4,8% í nóvember. Fjöldi starfandi fólks í desember var 178.900 en var 177.700 í nóvember. Samkvæmt leiðréttingunni minnkaði því at- vinnuleysi um 0,2 prósentustig á milli mánaða og hlutfall starfandi jókst um 0,8 prósentustig. Fyrstu sex mánuði ársins jókst atvinnuleysi um 3% eða 0,1 prósentustig en minnkaði seinni sex mánuðina um 5,4% eða 0,3 prósentustig. Þegar litið er á árið 2013 þá fækkaði atvinnulausum um 3,6% frá upphafi til loka þess. Á sama tíma fjölgaði starfandi fólki um 3,3% eða 1,7 prósentu- stig og var aukningin nokkuð jöfn yfir allt árið. -jh Þetta hefur verið lengi í umræðunni en það sækja allir í hótel- rekstur.  Húsnæðismál leigumiðlari bregst Við skorti á leiguíbúðum Smíðar smáíbúðir fyrir leigumarkaðinn Svanur Guðmundsson leigumiðlari hefur gert frumgerðir af smáíbúðum sem hann vonast til að geta reist í sveitarfélögum þar sem skortur er á leiguíbúðum. Viðræður við sveitarfélögin eru að fara af stað en Svanur segir þörfina fyrir litlar leiguíbúðir á viðráðanlegu verði vera gríðarlega. Íbúðirnar verða tilbúnar til sýningar um miðjan næsta mánuð. V ið erum búnir að smíða frumgerðir af smáíbúðum og ætlum að sýna þær um miðjan næsta mánuð. Þetta eru tilbúnar 26 og 38 fermetra íbúðir með eldhúsi, baði og herbergi, sem hægt er að setja saman með skömmum fyrirvara,“ segir Svanur Guðmundsson leigumiðlari sem ásamt viðskiptafélögum sínum hefur stofnað félag um smáíbúðirnar. „Þetta snýst um að leysa þann bráðavanda sem er uppi þegar kemur að leiguhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Fjöldi fólks býr í iðnaðarhúsnæði og sífellt meira er lagt undir hótelrekstur,“ segir hann. Svanur er formaður félags löggiltra leigumiðlara og hefur lengi talað um nauðsyn þess að reisa nýjar leiguíbúðir. „Þetta hefur verið lengi í umræðunni en það sækja allir í hótelrekstur. Nokkrir fjárfestar leituðu síðan til mín með þessa hugmynd sem ég hef talað fyrir og við gengum í málið. Við erum að reyna að gera þetta á sem ódýrastan hátt í samræmi við nýjustu byggingarreglugerð- ir. Við erum að byrja að ræða við sveitarfélögin um að fá að reisa þessar íbúðir,“ segir Svanur sem vonast til að geta reist þær til að mynda í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Þegar er búið að teikna upp byggingu með 36 íbúðum. „Hugsunin er að fá leyfi til skemmri tíma og þá er einfaldlega hægt að taka þetta niður aftur eftir kannski 10 ár. Því skemur sem íbúðirnar mega vera því hærri verður leigan því stofnkostn- aður er verulegur. Við hugsum þetta sem raunhæfan kost sem fólk hefur efni á að búa í. Leigan verður væntanlega í kringum 100 þúsund krónur en vonandi lægri. Það fer allt eftir kostnaðinum sem sveitarfélögin leggja á félagið,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Á teikningunni er gert ráð fyrir 36 íbúðum sem eru ýmist 26 eða 38 fermetrar. Svanur Guð- mundsson leigumiðlari segir brýna þörf fyrir aukið framboð á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Ljósmynd/Hari Frítt söluverðmat án allra skuldbindinga Halldór Kristján Sigurðsson sölufulltrúi 695 4649 hks@remax.is Sylvía Guðrún Walthersdóttir löggiltur fasteignasali 477 7777 sylvia@remax.is KAUPTU FJÓRAR FÁÐU SEX HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI Hátækni á HeimsmælikvarðaNox Medical hefur þróað svefnrann-sóknabúnað sem vakið hefur verð- skuldaða athygli. Síða 2 krabbi fyrir og eftir kreppuMatthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfisins þegar hún glímdi við krabbamein. Síða 4 karlar mikilvægir í umönnun Fjöldi karla í umönnunarstörfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar. Síða 8 einstakur grunnur til rannsóknaKrabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi. Síða 10 1. tölublað 2. árgangur 10. janúar 2014 Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán pró-sent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna og kostnaður samfara því. Heilbrigðis-kerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika. Síða 6 Ellisprengja Lúsasjampó eyðir höfuðlús og nit Virk ni s tað fest í klín ísku m p rófu num * Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna * Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11. FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Fyrir 2 ára og eldri www.licener.com Mjög auðvelt að skola úr hári! Kemur næst út 14. febrúar Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312. 8 fréttir Helgin 24.-26. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.