Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 12
Rithöfundurinn ræddi vítt og breitt um lestur og mátt bókar- innar við drengi í 9. og 10. bekk. Þeir tóku virkan þátt í spjall- inu, auk þess sem bókasafnið kom upp sýningu sem gæti fallið ungum drengjum í geð. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. G Gengið hefur verið út frá því sem gefnu að Íslendingar séu læsir. Því voru niðurstöður nýlegrar PISA-könnunarinnar sem köld vatnsgusa framan í okkur. Þar kom fram að nær þriðjungur 15 ára drengja ætti erfitt með að meta og túlka lesinn texta. Þetta hefði samt ekki átt að koma á óvart. Könnun sem gerð var fyrir rúmum tveimur árum í grunnskólum Reykjavíkur sýndi að tæplega fjórðungur 15 ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Þá hafa PISA-kannanir síðast- liðinn áratug sýnt stöðugan kynjamun á lesskilningi en árið 2009 kom fram að 70 pró- sent þeirra íslensku nemenda sem teljast slakir í lestri voru drengir. Það er því að vonum að Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra kalli eftir svari við þeirri spurningu hvernig sextán ára piltur komist í gegnum alla bekki grunnskólans án þess að geta lesið sér til gagns. Lengi hefur legið fyrir að mikill munur er á áhuga drengja og stúlkna á lestri þar sem stúlkurnar standa sig betur. Þó er það ekki svo að þessi þriðjungur drengja sé hreinlega ólæs. „Þessi 30 prósent eiga við um drengi sem ná ekki svokölluðu hæfnisprófi 2 af 6,“ sagði Almar M. Halldórsson, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnum. Það þýðir ekki að drengirnir geti ekki stautað sig í gegnum texta, að hans mati, enda ekki um lestrar- próf að ræða, „enda væri það undarleg niðurstaða ef þriðjungur 15 ára drengja gæti ekki lesið texta. Við vitum að þeir lesa mik- inn texta í gegnum samskipti sín á netinu,“ segir Almar. Þar virðist hluti skýringarinnar liggja. Vandinn er ekki bara hérlendur. Fjölþjóð- legur samanburður sýnir hið sama annars staðar. PISA-kannanirnar gefa til kynna að stúlkur hafi jákvæðara viðhorf til lestrar og lesi sér frekar til skemmtunar. Ein möguleg ástæða hefur verið nefnd, að val á lesefni í skólum endurspegli frekar áhugasvið stúlkna en drengja. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að því er fram kom á Lesvefnum um kynjamun og læsi, „að kennarar leggja oftast meiri áherslu á textategundir sem stúlkur kjósa, eins og til dæmis frásagnir og skáldsögur þar sem áhersla er á ákveðna atburðarás, persónusköpun og tengsl milli einstaklinga. Mun minni áhersla virðist aftur á móti lögð á þær gerðir texta sem drengir hafa áhuga á, eins og til dæmis myndasögur, íþróttasíður í dagblöðum, vísindaskáldsögur, furðusögur og fræðandi texta um tiltekið sérsvið.“ Þá hefur tilrauna- verkefni Skólavefsins sýnt að lestraráhugi drengja virðist aukast með notkun lesbretta. Menntamálaráðherra segir að engin skyndilausn sé til við margþættum vanda í skólakerfinu sem áðurnefnd PISA-könnun sýni – en vill skoða kennaranám og náms- gögn. Hann setti síðastliðið sumar af stað vinnu við nokkur atriði þar sem hann telur breytinga þörf, meðal annars við lestrar- kennslu. Stefnuskrá verður gefin út og hugmynda leitað á fundum með foreldrum, kennurum og nemendum. Mikilvægt innlegg í þá vinnu er framlag einstaklinga jafnt sem stofnana. Frá því var greint í liðinni viku að Andri Snær Magna- son rithöfundur hefði mætt sem gestur Bókasafns Seltjarnarness en starfsfólk þess vill stuðla að vitundarvakningu meðal ung- lingsdrengja og hvetja þá til bóklesturs. Rit- höfundurinn ræddi vítt og breitt um lestur og mátt bókarinnar við drengi í 9. og 10. bekk. Þeir tóku virkan þátt í spjallinu, auk þess sem bókasafnið kom upp sýningu sem gæti fallið ungum drengjum í geð. Verði þetta til þess að fleiri bækur sjáist á náttborðum ungra drengja á Seltjarnar- nesi er það vel og fordæmi fyrir aðra. Leita þarf nýrra leiða til að hvetja drengina til dáða – vitaskuld án þess að það komi niður á árangri stúlkna. Kostur þarf að vera á náms- efni í grunnskólunum sem hentar báðum kynjum og aðferðum sem duga til að vekja áhuga beggja. Unglingsdrengir hvattir til lesturs Stuðlað að vitundarvakningu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framsóknarlógík Við ætlum ekkert að ganga í Evrópu- sambandið, þannig að það þarf enga kosningu. Þetta er alveg lógískt. Sigrún Magnúsdóttir, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, valtaði með rökum yfir kosningaloforð um þjóðaratvkæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Veröld innan veggja Þá leyfi ég mér að vitna í bíómyndina Few good men með Jack Nicholson, og segi: You can’t handle the truth! Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn í Stokkseyrarmálinu, greip til fleygra orða Jacks Nicholsons úr herréttardramanu A Few Good Men í varnarræðu sinni. Samfylking um Geir Mér finnst mikilvægt að halda til haga að á stjórnmálaferli sínum tók Geir alltaf málstað frjálslyndis í málefnum innflytjenda og tók skýra afstöðu gegn andúð á inn- flytjendum þegar sú umræða var sem heitust í íslenskri pólitík fyrir áratug eða svo. Þar synti hann að sumu leyti gegn straumnum og uppskar virðingu fyrir. Dagur B. Eggertsson kom Geir H. Haarde til varnar á Facebook-síðu sinni eftir að DV rifjaði upp fordómafulla grein sem Geir skrifaði í menntaskóla- blaðið Fjörni á yngri árum. Sjálfum sér til lítils sóma Tilvitnuð ummæli eru sett á blað af 16 ára unglingi fyrir tæpum 50 árum með orðfæri þess tíma. Þau voru og eru fáránleg og höfundi ekki til sóma. Störf mín og skrif síðan bera ekki vott um slík viðhorf. Geir H. Haarde benti á að rasísk skólablaðsgrein væri ungæðisleg og ekki í takt við viðhorf hans sem fullorðins manns. Nauðsyn brýtur lög Að okkar mati er birtingin nauðsynleg. Stjórnendur vefsíðunnar sem birti öll rannsóknargögn í kynferðisbrotamáli þar sem lögreglumaður var kærður fyrir brot gegn ungri stúlku. Lögmenn efast sumir hverjir um lögmæti birtingarinnar. Sagt hefur það verið... Í slíku samfélagi vil ég ekki búa, né get boðið mínum nánustu upp á það. Hannes Friðriksson hefur ákveðið að flytja frá Keflavík við fyrsta tækifæri eftir að grín var gert að skoðanaskrifum hans á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur. Botnslagur Í þessu máli nær hátt- virtur þingmaður nýjum botni í þeirri ógeðfelldu pólitík sem hann er farinn að stunda, líklega til að verjast í vandræðum á sínum heimavígstöðvum í sínum flokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra brást hinn versti við fyrir- spurn Árna Páls Árnasonar um tengsl ráðherrans við stjórnendur MP-Banka. Líf í öll hverfi Við búum í ólíkum hverfum, við ólíkar aðstæður. Líf Magneudóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í borgar- stjórnarkosningunum og fer þar með gegn sitjandi oddvita, Sóleyju Tómas- dóttur.  Vikan sem Var Baileys-terta pekanpæ jarðarBerjakaka kökur og kruðerí að hætti jóa Fel rósaterta með Frönsku súkkulaði-smjörkremi sími: 588 8998 12 viðhorf Helgin 24.-26. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.