Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 30
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 16.01.14 - 22.01.14 1 2Sandmaðurinn Lars Kepler 5 Almanak fyrir Ísland 2014 Þorsteinn Sæmundsson Gunnlaugur Björnsson 6 7 Þorsti Esther Gerritsen 8 10 Södd og sátt án kolvetna Jane Faerber9 Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson 43 Árleysi alda Bjarki Karlsson Mánasteinn Sjón Iceland small world Sigurgeir Sigurjónsson Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson HHhH Laurent Binet Þ að fór allt úr skorðum og jólatré var ekki keypt þetta árið. Þetta var erfiður tími hjá krökkunum og kon­ unni. Hún var í sjokki yfir þessu en planið var að ég kæmi 23. desem­ ber og þá ætlaði ég að koma við í Hafnarfirðinum í skötu hjá gamla manninum. Ég fæ örugglega að fara aftur með því skilyrði að ég verði kominn heim fyrir jól,“ segir Arnór Guðjónsson, bifvélavirki hjá Arctic Trucks, en hann ætlaði að koma heim í jólahaldið þegar plön breyttust og hann tafðist á Suður­ pólnum. Arnór var í hópi bifvélavirkja sem fór á Suðurpólinn í október síðastliðnum en kom ekki heim fyrr en í janúar og bjó því í gámi eða í tjaldi í um tvo og hálfan mánuð. Arctic Trucks var með nokkra leiðangra á bílum sínum á Suðurpólnum en veðráttan gerði pólförunum erfitt fyrir. „Þegar við komum til Cape Town í Suður­Afríku áttum við að vera þar í tvo daga sem urðu svo að 10 dögum því það var ófært,“ segir Arnór. Erfitt segir hann að hafi verið að vinna í gámum þar sem mikill tími hafi farið í að moka frá svo að þeir kæmust inn eða lokuð­ ust ekki inni vegna fannfergis. Afgangur í jólamatinn „Það voru engin jól. Tilbreytingin var að Arctic Trucks hélt veislu fyrir viðskiptavini og það voru tvær nautalundir í afgang. Eftir að við vorum komin niður á 83 breiddargráðu steiktum við aðra og fengum kartöflumús með,“ segir Arnór. „Ég átti að koma heim á Þorláks­ messu en það breyttist því að einn leiðangurinn sem átti að fara frá Suðurpólnum breyttist. Það átti eftir að ganga frá öllum tjaldbúð­ unum og þar voru bara tveir menn eftir. Auðvitað langaði mig heim en mér fannst hitt meira áríðandi, þó að það dyttu þarna út ein jól og áramót, að hjálpa til fremur en skilja þá eftir tvo eina í þessu. Það var löng vegalengd frá Suður­ pólnum að 83 breiddargráðu. Við vorum þrjá daga að ganga frá sem menn hefðu ekki ráðið við tveir,“ segir Arnór. Arnór er mjög ánægður með ferðina í heild sinni en viðurkennir að hafa ekki verið búinn að undir­ búa sig fyrir svona mikla tjald­ útilegu. „Maður aðlagaðist mjög fljótt. Fyrstu dagana var 36 stiga frost en minnst fór það í ­18 gráður, það var mildast og þá var skýjað, en yfirleitt var ­24 gráður. Inni í tjaldinu var ­10 gráður en við rúmstæðið var frostið 3 gráður en efst voru 15 gráður. Við vorum með góðan svefnpoka og ég var með bedda með mér. Það fór bara vel um mann og maður gat alveg sofið,“ segir Arnór. Hæðin breytir öllu Allar ferðir á Suðurpólinn eru skipulagðar með að minnsta kosti árs fyrirvara, að sögn Arnórs. „Það er svo margt sem þarf að vera til staðar eins og til dæmis eldsneyti og heimild til að fara. Svo þarftu að vera tryggður alveg í botn ef eitthvað kemur upp á og það þarf að sækja þig,“ segir Arn­ ór. „Á ákveðnum svæðum erum við allir bundnir í öryggislínur og förum ekki út úr bílum nema vera í svifbeltum og öryggislínum við bílana en sums staðar er mikið af sprungum. Maður hoppar til dæm­ is ekki út úr bílunum heldur rennir sér fram að þeim. Ef maður tognar Vill endurtaka erfiða og spennandi lífsreynslu Arnór Guðjónsson bifvélavirki tafðist á Suðurpólnum um þessi jól þegar leiðangur Arctic Trucks tók breytingum. Hann segir að dvölin hafi verið erfið á köflum en þó ánægjuleg líka því að hann vill fara aftur. Segir hann að flestir sem fari þangað séu að uppfylla langþráð markmið en sumir sækist í auðnina, náttúrufegurðina og hættuna. Arnór Guðjónsson stoltur af því að komast á Suðurpólinn. Arnór Guðjósnsson. „Það bilaði hjá okkur á versta stað uppi á hásléttunni, á hæsta punkti jökulsins. Þar var 40 stiga frost og milli 15 til 20 vindstig og mikill skafrenningur. Þar gat enginn flugvél lent þó að maður hefði kallað á eftir hjálp. Flugvél flýgur ekki þangað því að hún getur hvergi lent.“ 30 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.