Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 24.01.2014, Qupperneq 54
54 heilsa Helgin 24.-26. janúar 2014  LífsstíLL samvera foreLdra og barna s amverustundir foreldra með börnum sínum eru þeim Sig-ríði Örnu Sigurðardóttur og Láru G. Sigurðardóttur hugleikn- ar. Fyrir rúmlega ári síðan gáfu þær út bókina Útivist og afþreying fyrir börn – Reykjavík og nágrenni og vinna nú að sams konar bók um Akureyri og nágrenni. Í framhaldi af útgáfu bókarinnar hafa þær haldið fyrirlestra fyrir foreldrafélög í leik- og grunnskól- um, ásamt fræðslu í fyrirtækjum. Báðar eiga þær þrjú börn og segja mikið álag á foreldrum sem margir hverjir séu bæði í námi og vinnu og vilji jafnframt standa sig vel við uppeldi barna sinna. „Maður vill svolítið týnast í hversdagslegum önnum en þarf virkilega að setja sig í rétta gírinn þegar maður er með börnunum og stundum jafnvel að slökkva á símanum og láta þau finna að maður er til staðar en ekki aðeins á staðnum,“ segja þær. Í fyrirlestrunum og bókinni fjalla þær um hvað hægt sé að gera til að skapa góðar minningar og upplifa skemmtileg ævintýri með börnum. „Kyrrseta er vaxandi vandamál og börn eyða miklum tíma fyrir framan tölvur og sjón- varp. Með því að kynna fyrir þeim hvað felst í heilbrigðum lífsstíl eru þau líklegri til að tileinka sér hann síðar meir.“ Þær leggja áherslu á að foreldrar hafi í huga að það sem þeir geri núna skipti miklu máli fyrir framtíðina. „Þessi fræ sem við sáum þegar börnin eru ung verða kannski ekki að blómi strax en gera það alveg örugglega einn daginn.“ Þær segja foreldra gegna mikil- vægu hlutverki sem fyrirmyndir barna sinna og verði að láta verkin tala. „Það er til dæmis ósanngjarnt að ætlast til þess að börn gangi út í búð þegar þau hafa aldrei séð for- eldra sína fara þangað öðruvísi en á bíl eða segja þeim að fara út að leika en vera sjálf áfram í tölvunni. Það þarf að kenna börnum heil- brigt líferni með því að stunda það með þeim.“ Þær benda einnig á að mörg börn æfi íþróttir sem oft byggjast á því að komast í keppnis- hóp en að hafa verði í huga að einn daginn eigi þau eftir að hætta íþróttaiðkun og þá sé mikilvægt að þau þekki annars konar hreyfingu, eins og fjallgöngur. Nánari upplýsingar um fyrir- lestrana og bækurnar má nálgast á vefsíðunni fyrirborn.is og á Fa- cebook-síðunni Útivist og afþrey- ing fyrir börn – Reykjavík og ná- grenni. Á síðunum er einnig ýmis skemmtilegur fróðleikur eins og uppskriftir að nesti og upplýsingar um uppákomur fyrir börn. Lára og Sigríður segja foreldra gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir barna sinna og að börn sem alast upp við heil- brigðan lífsstíl séu mun líklegri til að tileinka sér hann á fullorðinsárum. Ljósmynd/GettyImagesNordicPhotos Tími er besta gjöfin til barna Sigríður Arna Sigurðardóttir og Lára G. Sigurðardóttir gáfu í fyrra út bók um útivist og afþreyingu fyrir börn og fylgja henni nú eftir með fyrirlestrum. Þær segja mikilvægt að foreldrar stundi heil- brigðan lífsstíl með börnum sínum og séu þeim góð fyrirmynd. Ekki sé sanngjarnt að foreldrar ætlist til þess að börn gangi út í búð ef þau hafa aldrei séð foreldra sína fara þangað öðruvísi en akandi á bíl. Lára G. Sigurðardóttir er læknir og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum og Sigríður Arna Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur. Báðar starfa þær hjá Krabbameins- félaginu. S: 568 3868/699-2676 matarkn@matarkn.is www.matarkn.is Hlíðasmára 10 · 201, Kópavogur Stjórnar át og þyngdarvandi lí þínu? Fráhald í forgang: 10 vikna meðferðahópar að heast 3. og 5. febrúar. Nýtt líf: 5 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst 11. febrúar. Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Solaray Ísland www.heilsa.is Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum. Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með. Triphala á rætur sínar í hinum aldagömlu og virtu Ayurvedísku lækningum, það er sett saman úr þremur tegundum ávaxta sem eru amalaki, karitaki og bibhitaki. Algengustu áhrif Triphala er hreinsun líkamans, endurnýjun ónæmiskersins og mildandi áhrif vandamála í maga. Triphala er blanda 3 indverskra ávaxta Amilaki sem er fullt af C-vítamíni, en C-vítamín hjálpar lifrinni að losa sig við óæskileg efni sem vilja safnast upp í líkamanum og styrkir þannig ónæmiskerð. Haritaki er ávöxtur sem inniheldur mikið af B-vítamíni, og er talið styrkja lungnastarfsemina og Bibhitaki er ávöxturinn sem gefur Triphala þessi góðu áhrif á magann og djúphreinsunar áhrif á ristilinn.Triphala er líka talið gott til að hemja sykurlöngun. Triphala inniheldur heilmikið magn af andoxunarefnum, en þau gefa okkur unglegra útlit, sléttari húð, skarpari sjón og styrkja hárvöxt. Þekkt aukaverkun af notkun á Triphala er þyngdartap vegna hreinsunar eiginleika þess. Sumir jurtafræðingar segja að Triphala vinni á tuvefnum og hreinsun lifrarinnar, örvar efnaskipti líkamans, sem gerir það að verkum að við brennum eiri kaloríum. Jurtablanda fyrir vor reins nina Haritaki ávöxtur sem inniheldur mikið af B-vítamíni, og er talið styrkja lungna- starfsemina og Bibhitaki er ávöxturinn sem gefur Triphala þessi góðu áhrif á magann og djúphreinsunar áhrif á ristilinn.Triphala er líka talið gott til að hemja sykurlö gun. T iphala inniheldur heilmikið magn af andoxunarefnum, en þau gefa okkur unglegra útlit, sléttari húð, skarpari sjón og styrkja hárvöxt. Þekkt aukaverkun af notkun á Triphala er þyngdartap vegna hreinsunar eiginleika þess. Sumir jurtafræðingar segja að Triphala vinni á fituvefnum og hreinsun lifrarinna , örvar efnaskipti líkamans, sem erir það að verkum að við brennum fleiri kaloríum. Triphala fæst í apótekum og heilsu- vöruverslunum. Triphala á rætur í hinum aldagömlu og virtu Ayvedískum lækningum, það er sett saman úr þremur tegundum ávaxta sem eru amalaki, karitaki og bibhitaki. Algengustu áhrif Triphala er hreinsun líkamans, endurnýjun ónæmiskerfisins og mildandi áhrif vandamála í maga. Triphala er blanda 3 indverskra ávaxta Amilaki sem er fullt af C-vítamíni, en c vítamín hjálpar lifrinni að losa sig við óæskileg efni sem vilja safnast upp í líkamanum og styrkir þannig ónæmiskerfið. Triphala einstök ayurveda blanda. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.