Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Side 63

Fréttatíminn - 24.01.2014, Side 63
Undirstaða Katrínar sýnd í Hafnarhúsinu Sýning á verki Katrínar Sigurðardóttur, sem var framlag Íslands til Feneyjatvíær- ingsins á síðasta ári, verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á morgun, laugardaginn 25. janúar klukkan 16. Verkið heitir Undirstaða og er stór innsetning í A-sal Hafnarhússins sem nær út í port hússins. Verkið hefur útlínur hefðbundins garðskála frá 18. öld og samanstendur af upphækkuðu gólfi sem brýst í gegnum veggi og súlur sýningarrýmisins. Hand- gerðar flísar mynda skrautlegt mynstur í barokkstíl og er sýningargestum boðið að ganga á gólfinu og upplifa þannig verkið undir fótum sér. Undirstaða er hugsuð sem þríleikur inn- setninga. Fyrsta gerð verksins var sýnd í Palazzo Zenobio í Feneyjum þar sem verkið skaraðist við veggi gamals þvotta- húss. Í Reykjavík er sýningin í A-sal Hafnar- hússins, sem upphaflega var vörugeymsla. Að lokum verður verkið sýnt í í risastóru rými í SculptureCenter í New York sem áður var viðgerðarverkstæði fyrir járn- brautavagna. Þetta er þriðja einkasýning listakon- unnar í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin er skipulögð af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. - jh Katrín Sigurðardóttir, Undirstaða. ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA ÁVAXTA FÉ SITT Í LÍFEYRISAUKA Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður eingöngu viðbótarlífeyrissparnað. Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér góð lífskjör eftir starfslok. Skoðaðu leiðirnar á www.arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 0 8 1 ÞÚ KEMST HÆRRA Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Lífeyrisauki Innl. skuldabr. Lífeyrisauki Erl. verðbr. Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 1 Nafnávöxtun 2013 5 ára meðalnafnávöxtun 2009-2013 ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 31.12.2008-31.12.2013 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki. 9,9% 7,2% 9,3% 9,7% 7,4% 10,0% 6,7% 9,6% 8,3% 5,6% 3,4% 7,8% 9,7% 1,9 % AdHd í Gamla bíói Djasskvartettinn AdHd hefur verið á miklu tónleikaferðalagi um Evrópu síðustu vikur. Meðlimir sveitarinnar eru væntan- legir aftur til landsins og hafa boðað til lokatónleika ferðalagsins í Gamla bíói á mánudagskvöld, 27. janúar. Sveitin verður í fantaformi eftir ferðalagið og munu þeir félagar spila nokkur ný lög í bland við efni af þeim fjórum hljómplötum sem sveitin hefur þegar gefið út. Sveitin mun svo fara í stúdíó strax að tónleikum loknum og taka upp efni á fimmtu hljóm- plötu sína. AdHd skipa Óskar Guðjónsson saxófón- leikari, Ómar Guðjónsson gítar- og bassaleikari, Davíð Þór Jónsson sem leikur á hljómborð, orgel og sitthvað fleira og Magnús Trygvason Eliassen trommari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á mánu- dagskvöld og miðaverð er 3.300 krónur. Strákarnir í AdHd spila í Gamla bíói á mánudagskvöld.  Bækur Joona Linna fæst við raðmorðingJa í sandmanninum Kiljutímabilið gengið í garð Jólavertíðin er afstaðin í bókaútgáfu á Íslandi og þá geta bókaormar hlakkað til þess tíma þegar útgefendur dæla út meðfærilegum og tiltölulega ódýrum gullmolum í kiljuformi. Fyrsta sending ársins er komin frá Forlaginu og í henni ber hæst fjórðu spennubók Lars Kepler um lögreglumanninn Joona Linna, Sandmaðurinn. Það eru sænsku hjónin Alexandra og Alexander Ahndoril sem skrifa undir nafninu Kepler og hafa fyrri bækurnar þrjár notið þó nokkurra vinsælda hér á landi. Jón Daníelsson þýddi. Sandmaðurinn tyllti sér beint í toppsæti metsölulista Eymundsson í síðustu viku. Í bókinni segir af fárveikum ungum manni sem finnst á reiki í Stokkhólmi. Í ljós kemur að sjö ár eru síðan hann var lýstur látinn, löngu eftir að hann og systir hans hurfu, þá á barnsaldri. Joona Linna er sannfærður um að raðmorðinginn Jurek Walter hafi átt sök á hvarfi systkinanna – maður sem Joona handsamaði sjálfur fyrir þrettán árum og hefur síðan verið í strangri gæslu á geðsjúkrahúsi. Nú kemur það í hlut Joona Linna að vinna traust glæpamannsins til að reyna að upplýsa hvað varð um systkinin. Auk Sandmannsins er vert að vekja athygli á tveimur kiljum. Annars vegar HHhH, Heilinn í Himmler heitir Heydrich, sem er frumraun Laurent Binet í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Bókin gerist í Prag árið 1942 og í henni segir frá tveimur mönnum sem eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfir- mann Gestapo, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljós- hærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins. Þá er komin út Þorsti eftir hollensku skáldkonuna Esther Gerritsen. Ragna Sigurðardóttir þýddi. Bókinni er lýst sem áleitinni sögu um stormasamt samband mæðgna. -hdm Sænsku hjónin Alexander og Alexandra Ahndo- ril skrifa undir nafninu Lars Kepler. Fjórða bók þeirra er nú komin út á íslensku. menning 63 Helgin 24.-26. janúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.