Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 24.01.2014, Blaðsíða 70
 Bergrún Íris Lét eurovision-drauminn rætast Komst í söngvakeppnina á brotnum gítar Vinkonurnar Bergrún Íris Sævars- dóttir og Ásta Björg Björgvinsdóttir kynntust þegar þær voru sextán ára í leikhópnum Íslandsleikhús. Strax þetta sumar byrjuðu þær að semja lög og grínuðust með að þær ættu að senda lag í Eurovision. Nú létu þær slag standa og eru komnar áfram í Söngvakeppninni 2014 með lagi sem þær sömdu á brotinn gítar. „Við erum afskaplega stoltar,“ segir Bergrún sem er blaðamaður á Séð og heyrt. „Okkur fannst þetta bara kjánalegur draumur á sínum tíma og hlógum að þessu en þegar vin- kona mín hvatti okkur til að láta verða af þessu ákváðum við að prófa. Ásta Björg kom í heimsókn til mín en gleymdi náttúrlega gítarnum sínum þannig að við sömdum þetta á brotinn gítar mannsins míns.“ Útkoman var lagið Eftir eitt lag. „Við vorum þokkalega ánægðar með lagið og sendum inn skelfilega hráa upptöku og höfðum enga von um að þetta færi áfram. En lagið féll í kramið sem er rosalega gaman. Við héldum fyrst að það væri verið að gera at í okkur þegar við fengum símtalið um að við hefðum komist áfram. Við erum rosalega hissa ennþá og brjálæðislega þakklátar.“ Stelpurnar fengu Gretu Mjöll Samú- elsdóttur, vinkonu Berg- rúnar og fyrrverandi landsliðskonu í fótbolta til að syngja lagið. „Þetta er voða mikið svona vinkonu átak, bara stelpur eitthvað að vesenast sem er mjög skemmtilegt. Greta er með mjög fallega og sérstaka rödd sem við heyrð- um einhvern veginn alltaf á meðan við vorum að semja lagið.“ -þþ Bergrún Íris segir að nú sé draumurinn óhjá- kvæmilega að komast alla leið í Eruo vison með lagið og vinkona hennar sem hvatti hana og Ástu til að semja lag hefur slíka trú á þeim að hún er þegar búin að kaupa flug- miðann til Danmerkur. Ljósmynd/Hari Við erum afskaplega stoltar. Þórir Sigur- jónsson og félagar fengu leikkonuna Margot Robbie til liðs við sig í myndinni Z for Zachariah. 20% AFSLÁTTUR Tökur á kvikmyndinni Z for Zachariah hefjast á Nýja- Sjálandi á mánudaginn. Zik Zak-strákarnir Skúli Malmquist og Þórir Sigurjónsson framleiða mynd- ina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og leikaranum Toby Maguire. Myndin verður stjörnum prýdd og Skúli er flogin utan til þess að undirbúa tökurnar og taka á móti stjörnunum en Chris Pine og Chiwetel Ejiofor, sem tilnefndur er til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í 12 Years a Slave, héldu á tökustað á miðvikudag. Leikkonan unga, Margot Robbie, var væntanleg til Nýja-Sjálands á fimmtudag. Þórir bætist í hópinn síðar og mun halda utan um framleiðsluna fram í febrúar. Margot hefur vakið mikla athygli fyrir frammi- stöðu sína í Wolf of Wall Street þannig að þeir félagar hafa heldur betur hitt í mark í leikaravalinu og tefla fram vaxandi stjörnum í myndinni. Z for Zachariah segir sögu sextán ára gamallar stúlku sem lifir af kjarnorkustríð í litlum smábæ og heldur dagbók um það sem á daga hennar drífur. Zik Zak hefur lengi verið með myndina í undir- búningi en meðframleiðandi þeirra, Páll Grímsson, vakti athygli þeirra á skáldsögunni sem myndin byggir á fyrir nokkrum árum. Zik Zak stillir upp stjörnum á Nýja-Sjálandi  BrynhiLdur Lagði fiðLunni fyrir rafmagnsgÍtarinn Lífið er blúsaður djass B rynhildur Oddsdóttir er spreng-lærð í tónlistinni. Hún lærði á fiðlu í Nýja tónlistarskólanum og lauk 5. stigi í því námi, auk þess sem hún lærði síðar söng við sama skóla. Hún lauk BA námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundar nú nám í Tónlistarskóla FÍH í djasssöng og á rafgítar. „Ég lagði eiginlega fiðluna á hill- una, þótt maður búi alltaf að henni, og rafgítarinn kom í staðinn. Mig langaði alltaf að læra á gítar. Þetta var leyndur draumur sem ég lét ekki rætast fyrr en seint og síðar meir,“ segir Brynhildur og bætir við að gítarinn hafi smám saman tekið líf hennar yfir enda sé lífið blús- aður djass. Brynhildur hefur í nógu að snúast með gítarinn á lofti. Hún er að leggja lokahönd á plötu með hljómsveit sinni Beebee and the bluebirds og er byrjuð að vinna að sólóplötu. Þá leikur hún í Þingkonunum í Þjóðleikhúsinu og er þar er hún líka með gítarinn á lofti. Hún lauk einnig tamningaprófi frá Hólaskóla 2002. „Ég er búin að vera í hestamennsku síðan ég var átta ára og var tvítug þegar ég fór á Hóla. Ég vann síðan við tamningar nokkur ár eftir það. Tamningarnar eru svo mikið hark samt, kannski svipað og tónlistin þannig að það má segja að ég hafi farið úr öskunni í eldinn.“ Brynhildur ætlar að senda frá sér nýtt tónlistarmyndband í febrúar og í því sameinar hún áhuga sinn á hestum og blúsuðum djassi. „Ég fékk hest lánaðan hjá kunningja mínum og náði að sam- eina þetta þannig með því að nota hann í myndbandinu.“ Brynhildur stofnaði Beebee and the bluebirds 2010 og þau hafa meðal ann- ars komið fram á Blúshátíð Reykjavíkur, Norden Bluesfestival, Eldi í Húnaþingi og víðar. Gítarinn kom Brynhildi einnig að á sviði Þjóðleikhússins þar sem hún leik- ur eina þingkvennanna í Þingkonunum í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. „Ég hafði nú eiginlega enga reynslu af sviðsleik en er þannig lagað búin að vera á sviði frá því ég var krakki þannig að ég get alveg staðið á sviði án þess að skjálfa á beinunum.“ Hún leikur á gítar í leikritinu en segir að hlutverk hennar hafi þróast upp í annað og meira en bara að vera tónlistarmaður á leiksviði. „Þetta er búið að vera rosalega gam- an,“ segir hún um vinnuna í leikhúsinu. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með hvernig leikararnir vinna og bara að fá að vera í þessum hópi, vinna með Benedikt og Agli Ólafssyni sem sér um tónlistina,“ segir þingkonan, tamninga- konan og blúsgítarleikarinn sem á eftir að láta mikið að sér kveða á næstunni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Blúsgítarleikarinn og tamningakonan Brynhild- ur Oddsdóttir ásamt 1. verðlauna stóðhestinum Pilti frá Hæli sem kemur fram með henni í nýju tónlistarmyndbandi sem er væntanlegt í febrúar. Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir lauk á sínum tíma 5. stigi í fiðlunámi en lagði síðan fiðl- una frá sér þegar hún lét gamlan draum rætast og tók upp rafmagnsgítarinn. Nú spilar hún blúsaðan djass af lífi og sál og er að leggja lokahönd á plötu með hljómsveit sinni Beebee and the bluebirds. Í næsta mánuði ætlar hún að frumsýna nýtt tónlistarmyndband en þar sameinar hún tvö áhugamál, tónlistina og hesta en hún er lærð tamningakona. Tamning- arnar eru svo mikið hark samt, kannski svipað og tónlistin. 70 dægurmál Helgin 24.-26. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.