Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 19

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 19
3.2 Verðlagning bygginga. Eins og fram kemur í kafla 3.1 hér á undan eru skýrslur byggingarfulltrúa í hverju umdæmi ein af heimildunum við mat á fjármunamyndun. En bygging- arfulltrúar senda Þjóðhagsstofnun skýrslur um byggingarframkvæmdir í umdæmum sínum. Úr þeim skýrslum fást upplýsingar um byggingarfram- kvæmdir í rúmmetrum sem síðan þarf að verðleggja. Hér á eftir verður lýst þeim aðferðum sem beitt er við þá verðlagningu. Verðlagning bygginga hefur verið byggð á því rúmmetraverði sem fram kemur í byggingarvísitölu Hagstofu íslands og eru hinar ýmsu tegundir bygginga verðlagðar sem ákveðið hlutfall af vísitöluhúsinu. Einnig hefur verið tekið mið af vísitölu iðnaðarhúss, sem Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur reiknað út síðan 1978. Pegar kostnaðarverð bygginga hefur legið fyrir, hefur það þó ávallt verið notað. Vísitöluhúsið frá 1955 var einstætt hús í Reykjavík með fjórum íbúðum, kjallari, tvær hæðir og íbúðarris. Húsið var talið mjög vandað að öllum frágangi. Rúmmetraverð vísitöluhússins var notað á fábýlishús í Reykjavík (með 5 íbúðum eða færri), verslunar-, skrifstofu- og gistihús og önnur dýr hús. Byggingarkostnaður fjölbýlishúsa í Reykjavík var áætlaður 90% af rúmmetraverði vísitöluhússins. Byggingarkostnaður íbúðarhúsa í kaupstöð- um var talinn vera 90% af rúmmetraverði vísitöluhússins. Byggingarkostn- aður íbúðarhúsa í kauptúnum var talinn nema 80% af vísitöluhúsinu og í sveitum 70%. Aðrar byggingar voru metnar sem ákveðið hlutfall af vísitölu- húsinu eftir því hve vandaðar þær voru taldar. Vísitölugrundvöllurinn frá 1955 var notaður á byggingar frá og með árinu 1945. Rúmmetraverðin voru fundin út fyrir hvert ár með því að nota byggingarvísitölu sem þá var í gildi. Nýr vísitölugrundvöllur var tekinn í notkun 1975. Var þá miðað við byggingarkostnað endastigahúss í fjölbýlishúsi í Reykjavík. í stigahúsi þessu voru 10 íbúðir. Árið 1975 þótti ekki ástæða til að breyta þeim rúmmetraverð- um, sem þá voru lögð til grundvallar við mat á fjárfestingunni. í desember 1982 var byggingarkostnaður vísitöluhússins frá 1975 endur- skoðaður og leiddi það til 11,6% hækkunar á rúmmetraverði vísitölunnar. Litið var á þessa hækkun sem gæðabreytingu en ekki verðbreytingu. Ný byggingarreglugerð tók gildi í maí 1979. Voru á ýmsum sviðum gerðar auknar kröfur til gæða bygginga. Pá hafa komið til breyttar byggingaraðferð- ir frá þeim tíma, er grundvöllurinn frá 1975 var saminn. Á árinu 1985 voru gerðar töluverðar breytingar á verðlagningu bygginga til hækkunar og var þessi breyting látin gilda frá og með árinu 1980. Þetta leiddi til þess að brot kom í allar tímaraðir. Á árinu 1986 var ákveðið að dreifa þeirri hækkun sem fram kom á árinu 1980 yfir árin 1978-1980 í stað þess að láta hana alla koma fram á árinu 1980, eins og áður hafði verið gert. Rökin fyrir þessari breytingu eru þau, að hækkun rúmmetraverðsins megi rekja til gæðabreytinga sem eðlilegt sé að líta á sem magnbreytingu. Jafnframt er nú talið að þessi breyting hafi orðið á síðustu árum, eins og ráða má af því, að við 2 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.