Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 43

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 43
skammtað hér á landi. Lánsfjárskömmtun tíðkast raunar í öllum löndum, en oftast er það af öðrum ástæðum en hér var og í mun minna mæli.5 Skuldastaða fyrirtækis kann einnig að hafa áhrif á fjárfestingar þess. Kunn fræðileg niðurstaða hagfræðinganna Francos Modiglianis og Mertons Millers er raunar að ef skattareglur eru hlutlausar gagnvart fjármögnun fyrirtækis og ef fjármagnsmarkaðir fullnægja ákveðnum skilyrðum, þá skiptir ekki máli hvernig fjármögnun er háttað. Það er hins vegar vart hægt að segja að fjármagnsmarkaðir hafi verið virkir hér á landi þar til á allra síðustu árum, og að auki hefur verið hagstæðara fyrir fyrirtæki að fjármagna sig með Iánum en hlutafé vegna skattalaga. Ennfremur kann skuldastaðan að hafa áhrif á áhættumat lánveitanda og leiða til lánsfjárskömmtunar.6 Einnig er mögulegt að miklar skuldir hafi neikvæð áhrif á áhættumat fjárfestanna sjálfra, endurspegli þær slæma sögulega afkomu. 6.2 Hagmœlingalíkön af fjárfestingum. Hagfræðingar hafa lagt mismunandi mikla áherslu á áhrif ofangreindra atriða á fjárfestingar, sérstaklega við kannanir á þeim með aðferðum hagmælinga.7 „Hraðallinn“ (e. accelerator) svokallaði, sem byggist á þeirri reglu að hlutfall fjárfestinga og fastafjármuna sé fast til lengri tíma litið, var mikið notaður í fyrstu könnunum (1950-1960). Aukin framleiðsla kallar, samkvæmt hraðlinum, á aukið fjármagn og þar með auknar fjárfestingar. í öðrum könnunum var lögð áhersla á mikilvægi sögulegs hagnaðar sem áhrifaþáttar á væntingar um framtíðarhagnað og einnig sem mælikvarða á möguleika fyrirtækjanna á fjármögnun af eigin tekjum, sem einnig hefur hugsanlega áhrif á fjárfestingar, sérstaklega við ófullkomna fjármagnsmark- aði. í nýrri könnunum er hins vegar, samhliða hlutfalli fjármagns og framleiðslu, lögð áhersla á hlutfallslegt verðlag framleiðslu og „notenda- kostnaðar" fjármagns, sem endurspeglar verðlag nýfjárfestinga, fjármagns- kostnað og skattareglur í einni formúlu (sjá nánar í viðauka hér að aftan). Dale Jorgenson setti fram þessa aðferð, sem kennd er við „nýklassík“ í 5 Ástæðan er oftast að lánveitandinn hefur ekki fullkomnar upplýsingar um mögulega lántaka. Undir þessum kringumstæðum kann að vera hagstæðara fyrir lánveitandann að skammta lán fremur en að ná jafnvægi á lánsfjármakarði með því að hækka vexti. Með vaxtahækkun eru dæmd úr leik verkefni sem hafa lága, en örugga, arðsemi og einnig er áhættufælnum fjárfestum bægt frá. Hvorttveggja eykur áhættu lánveitandans. Hefði hann fullkomnar uppíýsingar um lántakana væri engin ástæða til að skammta lán. Vaxtaþök og neikvæðir raunvextir leiða hins vegar ætíð til lánsfjárskömmtunar af augljósum ástæðum. Það voru ástæður hennar hér á landi. 6 Þetta gildir líklega fyrir einstök fyrirtæki, en vafasamara er hvort þetta á við um fyrirtæki í heild. 7 Sjá t.d. ritgerð þeirra Roberts M. Coens og Roberts Eisners um fjárfestingar í uppsláttarrit- inu The New Palgrave, A Dictionary of Economics, Macmillan 1987 (3. bindi, bls. 980) og einnig M.A. ritgerð Yngva Harðarsonar Modelling Corporate Investment Expenditures, A Survey of Theories and Evidence and Their Implications for Monetary Policy, Queens University, Kingston, 1988. Yngvifjallarþarm.afræðilegaum áhriflánsfjárskömmtunaráhið venjulega fjárfestingarfall sem notað er í hagmælingarannsóknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.