Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 30

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 30
e) Póstur, sími, útvarp og sjónvarp. Fjárfesting pósts og síma er talin eftir ársreikningum Póst- og símamála- stofnunar. Upplýsingar um fjárfestingu útvarps og sjónvarps koma frá Ríkisútvarpinu. Einnig er fjárfesting einkastöðvanna hér meðtalin. 4.10 Byggingar hins opinbera. Byggingar hins opinbera eru taldar í fjórum flokkum: a) Skólar og íþróttamannvirki. b) Sjúkrahús. c) Félagsheimili og kirkjur. d) Aðrar opinberar byggingar. Pessar byggingar eru að mestu leyti taldar eftir opinberum reikningum ríkis og sveitarfélaga síðustu árin. Á það við um skólabyggingar, sjúkrahús og íþróttamannvirki og aðrar opinberar byggingar að hluta. Dvalarheimili aldraðra eru talin með sjúkrahúsum. Hluti opinberra bygginga hefur aftur á móti hin síðari ár verið talinn eftir byggingarskýrslum. Á það við um félagsheimili og kirkjur og auk þess íþróttamannvirki og aðrar opinberar byggingar að hluta. Rúmmetraverðið er það sama og á verslunarhúsnæði. Hér að framan hefur verið lýst í stuttu máli heimildum og áætlunaraðferð- um, sem skýrslugerðin um fjárfestingu byggist á. Verðlagningu bygginga er lýst í kafla 3.2 og einnig til frekari áréttingar í þessum kafla. 5. Fjárfesting 1945-1989. 5.1 Heildarfjárfesting. Nær allt tímabilið 1945-1960 var fjárfestingin háð leyfaveitingum og eftirliti. Nýbyggingarráð var stofnað um áramótin 1944-1945, en var einkum ætlað að hafa áhrif á notkun gjaldeyrisinnstæðna til framleiðslufjárfestingar. Þegar sýnt var að gjaldeyrisörðugleikar voru framundan var Fjárhagsráð stofnað í ársbyrjun 1947 og setti það fjárfestingunni strangar skorður með leyfaveitingum sínum næstu árin. Árið 1951 var bygging smáíbúða gefin frjáls og upp frá því losnaði smám saman um takmarkanir leyfaveitinganna. Innflutningsskrifstofan leysti Fjárhagsráð af hólmi í árslok 1953. Loks var Innflutningsskrifstofan lögð niður með efnahagsráðstöfunum í ársbyrjun 1960. íslendingar fengu efnahagsaðstoð, svonefnda Marshallaðstoð, á árunum 1948-1953, eins og 17 önnur Evrópulönd. Marshallaðstoðin hafði mikil áhrif á alla fjárfestingu landsmanna á árunum 1949-1953. Gildi efnahagsaðstoðar- innar fyrir fjárfestingu þessa tímabils sést best á því, að aðstoðin 1950 og 1951 nam nær þriðjungi heildarfjárfestingar þessara ára. Efnahagsaðstoðin var bæði notuð til kaupa á nauðsynjavörum og til fjárfestingar. Meðal fram-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.