Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 27
b) Skrifstofuvélar og tölvubúnaður.
Pessi vélbúnaður er talinn samkvæmt verslunarskýrslum. Við cif-verðið
er bætt opinberum gjöldum, kostnaði við innflutninginn og álagningu
innflytjandans. Pá er reiknað með niðursetningarkostnaði á hluta tölvubún-
aðarins.
4.5 Virkjanir og veitur.
a) Raforkumannvirki.
1. Landsvirkjun. Fjárfesting Landsvirkjunar er talin eftir ársreikningum
fyrirtækisins. Vextir á byggingartíma eru taldir með fjárfestingunni til
ársins 1984, en ekki eftir það. Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 og tók
hún þá við eignum Sogsvirkjunar, sem voru í eigu Reykjavíkurborgar.
2. Kröfluvirkjun. Upplýsingarumfjárfestingu Kröfluvirkjunarerufengnar
úr ársreikningum fyrirtækisins. Frá og með árinu 1980 var hætt að færa
vexti á byggingartíma sem fjárfestingu. Kröfluvirkjun hefur nú verið
sameinuð Landsvirkjun svo og Laxárvirkjun og byggðalínurnar svo-
nefndu, sem reistar voru af Rafmagnsveitum ríkisins.
3. Önnur raforkumannvirki. Undir þennan lið koma: Sogsvirkjun og
Laxárvirkjun áður en þær voru sameinaðar Landsvirkjun, Andakílsár-
virkjun, Rafmagnsveitur ríkisins (og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins sem
voru sameinaðar RARIK). Orkubú Vestfjarða, Hitaveita Suðurnesja
(hitaveitan yfirtók dreifikerfi raforku af Rafmagnsveitum ríkisins og
rafveitum sveitarfélaga í þessum landshluta á árinu 1985). Rafmagns-
veita Reykjavíkur og rafmagnsveitur annarra sveitarfélaga. Fjárfesting
þessara orkufyrirtækja er talin samkvæmt ársreikningum þeirra.
b) Hitaveitur.
Upplýsingar um fjárfestingu hitaveitna eru fengnar úr ársreikningum
þeirra. Hitaveita Reykjavíkur er langstærsta hitaveitan. Auk Reykjavíkur
nær dreifikerfi hitaveitunnar til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
c) Vatnsveitur.
Vatnsveitur eru starfandi á öllum þéttbýlisstöðum á landinu og einnig
víða í sveitum. Fjárfesting vatnsveitna, sem rekin eru sem fyrirtæki, er talin
samkvæmt ársreikningum þeirra. Vatnsveitur í sveitum eru styrkhæfar og
fást upplýsingar um fjárfestingu vatnsveitna í sveitum í skýrslum frá Búnað-
arfélagi íslands.
4.6 Flutningatæki.
a) Önnur skip en fiskiskip.
Undir þennan lið falla öll önnur skip en fiskiskip: flutningaskip,
farþegaskip, varðskip o. s. frv. Hér er aðallega um að ræða innflutt skip, en
nokkur skip í þessum flokki hafa þó verið smíðuð innanlands. Innflutt skip
eru talin samkvæmt verslunarskýrslum. Upplýsingar um innlendu smíðina