Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 31
kvæmda má nefna nýjar virkjanir við Sog og Laxá og byggingu áburðarverk-
smiðjunnar. Efnahagsaðstoðin hafði þau áhrif að hægt var að rýmka mjög um
höft á viðskiptum og framkvæmdum.
Fjárfestingin hefur aukist mikið frá 1945 til 1989 eins og fram kemur í
töflum 5.1-5.6, sem sýna magnvísitölur fjárfestingarinnar. Á þessu tímabili
hefur aukning fjárfestingar numið 4,5% að meðaltali á ári. Á sama tímabili
hefur landsframleiðsla aukist um 4,3% á ári að meðaltali. Ef tekið er tillit til
aukningar mannfjölda hefur fjárfestingin aukist um 2,9% á mann og
landsframleiðslan um 2,7% á mann. Aukning fjárfestingar og landsfram-
leiðslu hefur ekki verið samfelld á þessu tímabili. Samdráttur hefur nokkrum
sinnum orðið bæði í fjárfestingu og landsframleiðslu. Samdrátturinn hefur
oftast staðið í 1-2 ár, en síðan hefur aukning orðið á ný.
í töflum 6.1-6.6 er sýnd hlutfallsleg skipting fjárfestingar. Hlutfall land-
búnaðar og samgangna hefur verið tiltölulega stöðugt flest árin, en mestar
sveiflur hafa verið í hlutfalli fiskveiða og flutningatækja.
í töflu 7.13 er yfirlit yfir hlutfall vergrar fjárfestingar og vergs sparnaðar af
landsframleiðslu 1945-1989. Þegar vergur sparnaður er dreginn frá vergri
fjárfestingu, verður mismunurinn viðskiptahalli og birgðabreytingar. Á
árunum 1945-1989 nam hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu frá 17%
1945 upp í 30% á árunum 1967 og 1968, þegar miklar framkvæmdir voru við
Búrfellsvirkjun og álverksmiðju. Aftur kemst fjárfestingarhlutfallið í um og
yfir 30% á árunum 1973-1975. Á þessum árum fóru saman mikil fiskiskipa-
kaup og miklar raforkuframkvæmdir árin 1974 og 1975. Sparnaðarhlutfallið
var lægst 1945, 12%, og hæst, tæplega 29%, árið 1965. Mismunurinn á
fjárfestingarhlutfallinu og sparnaðarhlutfallinu, þ.e. viðskiptahalli og
birgðabreytingar, var mestur á árunum 1946 og 1947, 11% hvort árið, og