Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 48

Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Page 48
Tilraunir hafa verið gerðar til að búa til notendakostnað fjármuna, sem - samkvæmt nýklassísku kenningunni - ætti að vera mikilvægur áhrifaþáttur á fjárfestingar. Þetta er af ýmsum ástæðum mjög erfitt. Verðbólga var mikil á öllu gagnaskeiðinu (1973-1988) og vextir voru ákveðnir með miðstýrðum hætti. Afleiðingin var að raunvextir urðu mjög neikvæðir oft svo skipti tugum prósenta (sjá mynd 10). Það er því erfitt að velja ákveðna vaxtaröð sem vísbendingu um ávöxtunarkröfu. Fram til 1979 var einnig heimilt að draga vaxtagjöld að fullu frá tekjum fyrir skatt svo það varð enn hagstæðara að skulda en ella. Verðbólgan bjagaði einnig tekjuskatt félaga því hann var (og er) eftirágreiddur. Að öllu þessu sögðu kemur það því ekki á óvart að ekki finnast nein áhrif þess notendakostnaðar sem reynt hefur verið að reikna samkvæmt nýklassísku kenningunni.11 Ávöxtunarkrafan, sem er mjög mikilvægur þáttur notendakostnaðar fjármuna, er eins og áður sagði óljós vegna neikvæðra raunvaxta. Það ber hins vegar að hafa í huga að hún verður sjaldnast lægri en núll. Lengst af á síðustu áratugum hafa fjárfestar á íslandi ekki verið að velja á milli þess að fjárfesta í langtímaskuldabréfum og atvinnurekstri, heldur öllu fremur hvort fjárfesta ætti í steinsteypu (t.d. íbúðarhúsnæði, sem líta má á a.m.k. sem verðtryggt) eða atvinnurekstri. Ríkisskuldabréf og spariskírteini ríkissjóðs hafa verið til sölu megnið af þeim tíma sem um er að ræða, þótt ekki verði sagt að markaður hafi verið mjög virkur með þau fyrr en á síðustu árum. Það er því e.t.v. eðlilegt að líta á ávöxtun þeirra sem lágmarksávöxtunarkröfu. Því var prófað að bæta við hraðalinn breytunni r = log((RGB + 10)/100) þar sem RGB er raunvaxtaprósenta ríkisskuldabréfa. Eðlilegt er að bæta áhættuþóknun, sem hér er sett á 4%, við raunvextina og fæst þá ávöxtunar- krafa áður en tekið hefur verið tillit til afskrifta. Til að gera það er bætt við árlegu afskriftahlutfalli fastafjármuna, sem er u.þ.b. 6% að jafnaði sam- kvæmt þjóðarauðsmati. Þegar þessi breyta kom inn í jöfnuna varð stuðullinn við tafða breytingu fjármuna (Akt_,) tölfræðilega ómarktækur og var tekinn, út. Niðurstaða eftir það varð Ak, = 0,10 + 0,21-(qt - k,.,) - 0,16-Aq,, - 0,065-r (0,04) (0,03) (0,08) (0,016) (R\ = 0,85, s = 0,0062, DW = 1,76) 11 Benedikt Valsson skoðar áhrif peningastærða og skattalaga á fjárfestingar í sjávarútvegi og iðnaði í M.S. ritgerð sinni Private Fixed Investment and Economic Policy in Iceland, Gautaborgarháskóli, 1985. í nýrri athugun OECD á fjárfestingum í fjölda landa (Robert Ford og Pierre Poret, Business investment: Recent performance and some implications forpolicy, OECD Economic Studies nr. 16, Vor 1991) er niðurstaðan raunar einnig sú að nýklassíska líkanið, eins og það er venjulega sett fram, lýsi raunveruleikanum almennt ekki vel.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fjárfesting 1945-1989

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjárfesting 1945-1989
https://timarit.is/publication/1062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.