Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 26
inga sem taldar eru samkvæmt byggingarskýrslum er þannig háttað, að
verð á rúmmetra í frystihúsi er áætlað 60% af rúmmetraverði vísitölu-
hússins. Önnur fiskverkunarhús eru ódýrari. Þau eru talin kosta um40%
af verði vísitöluhússins.
2. Vélar og tæki. Innfluttar vélar eru taldar samkvæmt verslunarskýrslum.
Bætt er við cif-verðið opinberum gjöldum, kostnaði við innflutninginn,
og áætlaður er niðursetningarkostnaður vélanna. Innlend smíði er ýmist
áætluð eftir ákveðnum reglum eða talin samkvæmt upplýsingum fram-
leiðanda vélanna eða framkvæmdaaðila. Stundum fást upplýsingar frá
framkvæmdaaðilum um innfluttar vélar.
c),d),e) Stórfyrirtæki.
Fjárfesting í sements- og áburðarverksmiðju, álverksmiðju og járn-
blendiverksmiðju er talin eftir ársreikningum: Áburðarverksmiðju ríkisins,
Sementsverksmiðju ríkisins, íslenska álfélagsins hf. og íslenska járnblendifé-
lagsins hf.
f) Annar iðnaður.
1. Byggingar. Byggingar í öðrum iðnaði eru oftast taldar samkvæmt
byggingarskýrslum. En stundum fást upplýsingar frá framkvæmdaaðil-
um, einkum þegar um stór verk er að ræða. Á þetta við bæði um
byggingar og vélar. Við verðlagningu bygginga í öðrum iðnaði er tekið
mið af vísitölu iðnaðarhúss, sem fyrst var reiknuð út árið 1978 af
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Verðið er um 45% af rúm-
metraverði vísitöluhússins. Þetta verð er notað á iðnaðarbyggingar í
Reykjavík, en verð bygginga í öðrum iðnaði utan Reykjavíkur er áætlað
10% lægra. í fáum tilvikum er um að ræða dýrt iðnaðarhúsnæði, sem þá
er verðlagt sem dýrt atvinnuhúsnæði. Verðið er þá 10% hærra en
rúmmetraverð vísitöluhússins í Reykjavík, en utan Reykjavíkur er
verðið áætlað 10% ódýrara en í Reykjavík.
2. Vélar og tæki. Vélar og tæki í öðrum iðnaði eru aðallega innfluttar vélar.
Eru þær taldar samkvæmt verslunarskýrslum. Bætt er við cif verð
kostnaði við innflutninginn og áætlaður er niðursetningarkostnaður
vélanna. Opinber gjöld hafa nú í flestum tilvikum verið felld niður af
innfluttum vélum í öðrum iðnaði. Á þetta einnig við um vélar í vinnslu
sjávarafurða og í landbúnaði.
4.4 Ymsar vélar og tœki.
a) Vinnuvélar.
Hér er um að ræða ýmsar innfluttar vélar: jarðýtur, vélskóflur, veg-
hefla, gaffallyftara, lyftikrana og margar fleiri vélar. Kranabifreiðar eru
taldar í þessum lið en ekki með flutningatækjum. Við cif-verðið er bætt
opinberum gjöldum, kostnaði við innflutninginn og álagningu innflytjand-
ans.
24