Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 15
gerð grein fyrir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, „Húsbyggingar og mannvirkja-
gerð 1945-1986“, sem út kom í apríl 1988.
í 12. hefti ritsins „Úr þjóðarbúskapnum“, sem út kom í júní 1962, var birt
skýrsla Framkvæmdabankans um fjárfestingu áranna 1945-1960. Þessar
tölur voru endanlegar fyrir árin 1945-1956. En tölur áranna 1957-1960 voru
endurskoðaðar og þeim breytt lítið eitt á árinu 1963.
Efnahagsstofnuninni var komið á fót í ágústmánuði 1962 og tók hún við
þjóðhagsreikningagerðinni og þar með skýrslugerðinni um fjárfestingu af
Hagdeild Framkvæmdabankans. Eitt fyrsta verk Efnahagsstofnunarinnar
var að semja þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963-1966.
í ársbyrjun 1972 tók til starfa Framkvæmdastofnun ríkisins, sem starfaði í
þrem deildum: lánadeild, áætlanadeild og hagrannsóknadeild. Hagrann-
sóknadeildin tók við þjóðhagsreikningagerðinni og skýrslugerðinni um
fjárfestingu af Efnahagsstofnuninni. í ágúst 1974 var komið á fót sjálfstæðri
stofnun, Þjóðhagsstofnun, sem tók við verkefnum Hagrannsóknadeildar
Framkvæmdastofnunar ríkisins, og hefur sú skipan haldist síðan.
2. Skilgreining á fjárfestingu.
2.1 Skilgreining.
Hugtakið fjárfesting er hér notað í sömu merkingu og fjármunamyndun.
Þegar annars er ekki getið er átt við verga fjármunamyndun eða fjárfestingu
en það þýðir að afskriftir fjármunanna hafa ekki verið dregnar frá. Sé það
hins vegar gert er þess ávallt getið og er þá talað um hreina fjárfestingu.
Fjárfesting nær til útgjalda atvinnugreinanna og hins opinbera til kaupa
eða framleiðslu á framleiðslufjármunum. Framleiðsla á fjármunum til eigin
nota telst einnig fjárfesting. Sala á notuðum fjármunum dregst frá fjárfest-
ingu í þeirri grein sem selur fjármunina en kemur fram sem fjárfesting í þeirri
grein sem kaupir. Bygging íbúðarhúsnæðis telst til fjárfestingar en hins vegar
teljast bifreiðakaup einstaklinga ekki sem fjárfesting. Sama gildir um önnur
vörukaup einstaklinga utan atvinnurekstrar hversu varanleg sem þau kunna
að vera í augum einstaklinga. Þau eru öll færð sem einkaneysla.
Til fjárfestingar telst:
1) Öflun varanlegra fjármuna en þá er átt við fjármuni sem endast í eitt ár
eða lengur. Þetta á þó ekki við um land eða námur eða önnur þau
verðmæti sem ekki hafa verið framleidd.
2) Meiri háttar endurbætur og viðhald sem eru þess eðlis að þær lengja
æviskeið fjármuna eða auka afköst þeirra.
3) Jarðabætur.
4) Breyting á þeim bústofni sem ætlaður er til undaneldis, mjólkurfram-
leiðslu, ullar- ogskinnaframleiðslu o.fl. Af þessu leiðir t.d. að breyting á
stofni mjólkurkúa, ær- og gyltustofni telst fjárfesting. Aftur á móti telst