Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 36
5.3.6 Annar iðnaður.
Hér er talinn annar iðnaður en stóriðja og vinnsla sjávarafurða. Hlutfall
annars iðnaðar af heildarfjárfestingu varð hæst árið 1953, er áburðarverk-
smiðjan var í byggingu, um 15%. Mestar hafa framkvæmdir orðið á árunum
1984-1988. Á þessum árum voru framkvæmdir í vinnslu landbúnaðarafurða
með meira móti. í þessari grein, án vinnslu landbúnaðarafurða, voru
fullgerðar byggingar um 270 þús. m' að meðaltali þessi ár, einsogfram kemur
í töflu 7.5. Meiri hluti framkvæmda í öðrum iðnaði árin 1984—1988 var
vélbúnaður. Hlutfall annars iðnaðar af heildarfjárfestingu var á þessum árum
10-12%.
5.3.7 Flutningatæki.
Hlutfall flutningatækja af heildarfjárfestingu sveiflast mikið frá ári til árs.
Hæst er hlutfallið árið 1971, 17%. Önnur ár með hátt hlutfall er 1964 með
14/2% og árin 1955 og 1965 með 12%. Lægst varð hlutfallið 1% 1952 og 2%
1969. Fjárfesting er í hámarki 1971, en það ár voru gerð mikil flugvélakaup.
5.3.8 Verslunar-, skrifstofu-, gistihús o.fl.
í þessari grein eru framkvæmdir mestar á árunum eftir 1980. Hámarki ná
framkvæmdir á árinu 1987. Höfðu þær þá nær þrefaldast frá árinu 1980. Árið
1987 nam hlutfall af heildarfjárfestingu um 1114%. Minnstar voru fram-
kvæmdir á árunum 1945-1959, en á þessum árum voru framkvæmdir háðar
leyfaveitingum. Fjárfestingarhöftunum var aflétt á árinu 1960. Á árunum
eftir 1959 varð mikil aukning í byggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis.
Aukning bygginga stóð að miklu leyti í sambandi við tvennt. Annars vegar
þann skort á húsnæði af þessu tagi, sem rekja mátti til langvarandi fjárfesting-
arhafta. Hins vegar þörf á nýju húsnæði vegna aukinnar þjónustu, einkum í
nýjum hverfum stækkandi kauptúna og kaupstaða.
í töflu 7.5 kemur fram fullgert rúmmál verslunar-, skrifstofu-, gistihúsa
o.fl. Þar kemur greinilega fram aukningin sem varð í þessari grein eftir 1959.
Hámark fullgerðs rúmmáls var árið 1987, er fullgerðir voru um 500 þús. m\
eins og fram kemur í töflu 7.5. Stærsta einstaka framkvæmdin var Kringlan.
Auk þess eru vörugeymslur taldar til ódýrra verslunarbygginga. Fullgert
rúmmál vörugeymslna og geyma er talið saman.
5.3.9 Ýmsar vélar ogtæki.
Hér er um að ræða vinnuvélar hvers konar, skrifstofuvélar og tölvubúnað.
Mest hefur verið keypt af þessum vélbúnaði hin síðari ár. Kaup þessi ná
hámarki á árunum 1984-1988. Þessi ár nam hlutfall af heildarfjárfestingu
7-8%. Fjárfestingin á árinu 1987 er.um þaðbil þrefalt meiri en hún var á árinu
1980. Langmest hefur aukningin orðið í kaupum á tölvubúnaði.