Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 20
endurskoðun á vísitölugrunninum á árinu 1975 var ekki talin ástæða til að
endurskoða grunnfjárhæðir.
í»au rúmmetraverð, sem reiknað var með frá og með árinu 1980 voru
talsvert hærri en þau, er áður voru notuð. Hækkunin var þó misjafnlegamikil
eftir tegund bygginga.
Rúmmetraverð vísitöluhússins, sem er endastigahús í fjölbýlishúsi í
Reykjavík, var miðað við verðið eftir endurskoðunina í desember 1982. Var
þetta verð notað á fjölbýlishús í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garða-
bæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Fábýlishús á þessum stöðum voru talin
25% dýrari á hvern rúmmetra en fjölbýlishús. Vísitala einbýlishúss sýnir hins
vegar enn meiri mun, eða um 35%. Rúmmetraverð alls íbúðarhúsnæðis í
kaupstöðum nema þeim sem taldir eru hér að ofan var talið vera hið sama og í
vísitöluhúsinu. Aftur á móti var rúmmetraverð í kauptúnum og sveitum talið
90% af verði vísitöluhússins.
Verslunar, skrifstofu- og gistihús í Reykjavík voru talin 10% dýrari en
vísitöluhúsið. Rúmmetraverð í þessum byggingum utan Reykjavíkur var
talið 10% ódýrara. Opinberar byggingar og dýrar atvinnubyggingar voru
verðlagðar á sama hátt og verslunar-, skrifstofu- og gistihús. Á seinni árum
liggur oftast fyrir kostnaðarverð opinberra bygginga.
Byggingar í iðnaði í Reykjavík eru verðlagðar samkvæmt vísitölu iðnaðar-
húss, sem reiknuð hefur verið út síðan 1978. Rúmmetraverðið er um 45% af
verði vísitöluhússins. Sama verð er notað á aðrar ódýrar atvinnubyggingar og
einnig á ódýrar opinberar byggingar. Utan Reykjavíkur er rúmmetraverðið
talið 10% lægra. Rúmmetraverð frystihúsa, mjólkurbúa og sláturhúsa er
talið kosta um 60% af rúmmetraverði vísitöluhússins.
Vísitala byggingarkostnaðar var enn endurskoðuð í júní árið 1987 og kom
þá fram hækkun á grundvellinum, sem nam 11,6%, eða sama hækkun og
varð við endurskoðunina í desember 1982. Hækkunin í júní 1987 var talin
stafa af gæðabreytingum og kom því ekki inn í vísitölu byggingarkostnaðar
sem verðbreyting. Fessari hækkun hefur verið dreift á árin 1985-1988 sem
magnaukningu og nær hækkunin bæði til íbúðarhúsa og annarra bygginga.
Hér á eftir eru birt helstu rúmmetraverð bygginga á verðlagi ársins 1989.