Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 21
Helstu rúmmetraverð, miðað við verðlag ársins 1989.
Hlutfalls-
tölur
Kr. á miðað við
rúmmetra vísitöluhús
Vísitöluhúsið Fábýlishús í Reykjavík o.fl. kaupstöðum á 15.290 100
höfuðborgarsvæðinu 19.110 125
Íbúðarhúsí kauptúnum ogsveitum 13.760 90
Verslunarhús í Reykjavík ') 16.820 110
ÓdýrverslunarhúsíReykjavík 6.875 45
Verslunarhús utan Reykjavíkur 15.135 99
Ódýrverslunarhús utan Reykjavíkur 6.185 40
IðnaðarhúsíReykjavík 6.875 45
Iðnaðarhúsutan Reykjavíkur 6.185 40
Frystihús, mjólkurbú og sláturhús 9.180 60
Almenn fiskhús 6.185 40
‘) Sama verð er á opinberum byggingum og verslunarhúsum.
3.3. Umreikningur fjárfestingar til fasts verðlags.
Byggingarvísitalan hefur verið notuð á langflestar byggingar við umreikn-
ing til fasts verðlags. Auk þess hefur hún verið notuð á ýmsa fleiri liði
fjárfestingar. Má þar nefna raforkuframkvæmdir nema Landsvirkjun og
Kröfluvirkjun, hita- og vatnsveitur, klak- og eldisstöðvar og loðdýrarækt.
Hagstofan reiknar út sérstaka vísitölu fyrir ræktunarframkvæmdir og útihús í
sveitum og eru þær vísitölur notaðar. Ræktunarvísitalan er einnig notuð á
landgræðslu og skógrækt. Byggingarvísitalan yfir tímabilið 1945-1989 er birt
í töflu 7.6.
Innflutt skip og flugvélar eru reiknuð til fasts verðlags með því að nota
vísitölu erlends kostnaðar og er þá miðað við verðhækkun innfluttra
fjárfestingarvara, þegar hún liggur fyrir. Innlend skipasmíði er umreiknuð
með því að nota vísitölu, sem er samansett að hálfu samkvæmt erlendum
verðhækkunum og að hálfu samkvæmt hækkun innlends kostnaðar, aðallega
vinnulaunum. Petta byggist á því að smíðakostnaður skiptist nokkurn veginn
til helminga í innlendan og erlendan kostnað. Aðflutningsgjöld og söluskatt-
ur eru ekki greidd af innfluttum skipum og flugvélum og ekki heldur af efni til
skipasmíða og endurbóta skipa. Erlendar og innlendar endurbætur skipa og
flugvéla eru umreiknaðar til fasts verðlags á sama hátt og innflutt skip og
flugvélar og innlend skipasmíði.
Innfluttar vélar og bifreiðar til atvinnurekstrar eru reiknaðar til fasts
verðlags með því að nota þær reglur um útreikning frá cif-verði til söluverðs,
er voru í gildi á því ári sem fasta verðið er miðað við. Leiðrétt er, til fasts
verðlags, fyrir gengi og erlendum verðbreytingum. Gert er ráð fyrir niður-
setningarkostnaði, þar sem það á við, og er hann reiknaður með sama hætti