Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 35
13%. Lengst af hefur hlutfall vinnslu sjávarafurða numið 3-5% af heildar-
fjárfestingu.
í töflu 7.5 er yfirlit yfir fullgerð fisk- og frystihús og síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjur árin 1945-1989. Fullgert rúmmál í síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjum er mest á árunum 1946 og 1966, þegar rúmmálið fer yfir 100 þús. m’.
Fullgert rúmmál fisk- og frystihúsa er mest árið 1978, er það nemur 135 þús.
m\ Nokkur önnur ár fer rúmmálið yfir 100 þús. m\
Á árunum 1962-1966 voru miklar framkvæmdir við síldarverksmiðjur.
Pessar framkvæmdir hættu snögglega þegar síldveiðin brást, og var mikil
lægð í framkvæmdum í vinnslu sjávarafurða árin 1968 og 1969. Framkvæmdir
aukast aftur upp úr 1970, en þá hófust framkvæmdir við svonefnda hrað-
frystihúsaáætlun. Tilefni hennar voru auknar kröfur um hollustuhætti við
vinnslu fisks, sem fara átti á Bandaríkjamarkað. Auk þess var þörf fyrir
aukningu afkastagetu frystihúsanna og annarra fiskhúsa vegna aukningar
skuttogaraflotans. Framkvæmdir voru í hámarki 1985 og 1986. Á þessum
árum voru framkvæmdir við endurbætur á loðnuverksmiðjum með ineira
móti.
5.3.4 Álverksmiðja.
Bygging álverksmiðju í Straumsvík hófst á árinu 1967 og lauk fyrsta áfanga
árið 1969. Öðrum áfanga lauk árið 1970. Þriðja áfanga lauk árið 1972, og var
afkastageta verksmiðjunnar þá 70 þús. tonn af áli á ári. Síðan hefur
afkastagetan aukist nokkuð, og var framleiðslan á árinu 1989 rúmlega 88 þús.
tonn af áli. Þegar framkvæmdir voru mestar við álverksmiðjuna, árin 1968 og
1969, námu framkvæmdir á árinu 1968 10% heildarfjárfestingarinnar og
15/2% árið 1969. Síðan þriðja áfanga lauk á árinu 1972 hafa á hverju ári verið
í gangi einhverjar framkvæmdir. M.a. var komið upp þurrhreinsibúnaði í
verksmiðjunni á árunum 1979-1982. Eins og fram kemur í töflu 7.5 var
fullgert rúmmál bygginga 820 þús. nT árið 1969 og 280 þús. m' bættust við árið
1972. Álverksmiðjan er í eigu svissneska fyrirtækisins Alusuisse.
5.3.5 Járnblendiverksmiðja.
Járnblendiverksmiðja var reist á Grundartanga í Hvalfirði á árunum
1975-1980 í samvinnu við norskt fyrirtæki, Elkem a/s. Fyrri ofn verksmiðj-
unnar var tekinn í notkun 1979 og sá síðari á árinu 1980. Hér er um að ræða
tvo 30 MW rafbræðsluofna með samanlagðri afkastagetu sem svarar um 50
þús. tonnum af 75% kísiljárni. Framleiðslan hefur farið yfir 50 þús. tonn hin
síðari ár vegna hagræðingar í verksmiðjunni. Árið 1989 var framleiðslan 68
þús. tonn. Hámark framkvæmda við verksmiðjuna var á árinu 1978, er
framkvæmdir námu um 5% heildarfjárfestingar. Eftir að framkvæmdum við
annan áfanga verksmiðjunnar lauk á árinu 1980, hafa á hverju ári verið
einhverjar framkvæmdir við verksmiðjuna.
3
33