Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 29
Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Fábýlishús
(hús með 5 íbúðum eða færri) á þessum stöðum eru talin 25% dýrari en
fjölbýlishús hver rúmmetri. Vísitala einbýlishúss sýnir þó nokkru meiri
verðmun á rúmmetra, eða 35%.
Rúmmetraverð vísitöluhússins er notað á íbúðarhús í öðrum kaupstöðum
en hér eru taldir að framan. íbúðarhús í kauptúnum og sveitum eru talin 10%
ódýrari á hvern rúmmetra en vísitöluhúsið.
í hinu sundurliðaða yfirliti eru íbúðarhús talin í fjórum flokkum: Reykja-
vík, kaupstaðir, kauptún og sveitir. Frá og með árinu 1985 eru kauptún og
sveitir talin saman. Hafa verður í huga að kaupstöðum hefur fjölgað hin
síðari ár. Frá og með árinu 1985 er fjárfesting í sumarbústöðum talin með
fjárfestingu í íbúðarhúsnæði, en hafði verið sleppt til þess tíma.
Eins og fram kemur í kafla 3.2 um verðlagningu bygginga var rúmmetra-
verð hækkað talsvert frá og með árinu 1980. Var þeirri hækkun dreift á árin
1978 og 1979 til þess að ekki kæmi brot í tímaraðir. Vísitala byggingarkostn-
aðarvar endurskoðuð í júní 1987 og hækkaði þáum 11,6%. Litið var áþessa
hækkun sem gæðabreytingu, en ekki vanmat á verðhækkun. Þessari hækkun
var dreift á árin 1985-1988 sem magnaukningu. Hækkaði þá rúmmetraverðið
bæði á íbúðarhúsum og öðrum byggingum um 11,6%, sem dreift var á árin
1985-1988.
4.9 Samgöngumannvirki.
a) Vegir og brýr.
Upplýsingar um vega- og brúagerð koma frá Vegagerð ríkisins.
b) Götur og holræsi.
Kostnaður við gatna- og holræsagerð er talinn eftir upplýsingum sveitar-
félaga. Framkvæmdir við sýsluvegi og þéttbýlisvegi eru taldar með gatnagerð
sveitarfélaga.
c) Hafnir og vitar.
Hafnir og vitar eru taldir eftir reikningum Reykjavíkurhafnar og
skýrslum Vita- og Hafnamálaskrifstofunnar, er ná yfir allar aðrar hafnir
nema Straumsvíkurhöfn. Byggingarkostnaður Straumsvíkurhafnar er feng-
inn úr sérstakri greinargerð Vita- og Hafnamálaskrifstofunnar. Með höfnum
og vitum eru taldar framkvæmdir við ferjubryggjur og sjóvarnargarða.
Dráttarbrautir eru taldar með fjárfestingu í öðrum iðnaði.
d) Flugvellir.
Upplýsingar um fjárfestingu í flugvöllum eru frá Flugmálastjórn,
Reykjavík. Hér er um að ræða: flugvelli, byggingar og flugöryggistæki.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem byggð var á árunum 1984-1987, er talin með
fjárfestingu í flugvöllum. í tegundaskiptingu fjárfestingar er þessi bygging þó
talin með öðrum byggingum.