Fjárfesting 1945-1989 - 01.06.1991, Blaðsíða 39
Hlutfall rafvirkjana og rafveitna af heildarfjárfestingu var hæst á árinu
1952, 22%, á árinu 1968, 17/2%, og á árinu 1976, 20%. Lægst var hlutfallið
1985-1988, 3-4%. Þegar hlutfall raforkuframkvæmda hefur verið hátt, hafa
meiri háttar virkjunarframkvæmdir staðið yfir. Á árinu 1952 voru miklar
framkvæmdir á vegum Sogsvirkjunar. Landsvirkjun var sett á stofn á árinu
1965, og tók hún við eignum Sogsvirkjunar, sem voru í eigu Reykjavíkur-
borgar. í fyrstu var Landsvirkjun í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar, og átti
hvor aðili helming í fyrirtækinu, en síðar, þ.e. árið 1983, gerðist Akureyrar-
bær meðeigandi og á nú 5,5% í fyrirtækinu, ríkissjóður á 50,0% og
Reykjavíkurborg 44,5%. Árið 1968 voru framkvæmdir við Búrfellsvirkjun í
hámarki. Búrfellsvirkjun var byggð af Landsvirkjun. Næstum allar virkjana-
framkvæmdir hafa verið á vegum Landsvirkjunar síðan 1965. Kröfluvirkjun
var byggð sem sjálfstætt fyrirtæki, en hún hefur nú verið sameinuð Lands-
virkjun. Árið 1976 fóru saman bygging Sigölduvirkjunar og Kröfluvirkjunar.
Vextir á byggingartíma voru taldir með fjárfestingu Landsvirkjunar til ársins
1984, en ekki eftir það.
Uppsett afl í almenningsrafstöðvum hefur aukist mikið frá árinu 1965, eins
og eftirfarandi yfirlit sýnir:
Uppsett afl í almenningsrafstöðvum í árslok.
Vatnsafls- Varmaafls-
stöðvar stöðvar Samtals
MW MW MW
1965 123 31 154
1970 244 90 334
1975 389 107 496
1980 542 128 670
1985 752 169 921
1989 752 177') 929
1) Þar af 45 MW í jarðvarmastöðvum og 132 MW í
olíustöðvum.
Olíustöðvarnar eru nær eingöngu varastöðvar.
Afl vatnsaflsstöðva hefur rúmlega sexfaldast frá 1965 til 1989.
Raforkunotkun á árinu 1989 var samtals 4.475 gígawattstundir, þar af var
forgangsorka 3.950 og afgangsorka 525. Af forgangsorkunni nam almenn
notkun 52,8% og stórnotkun 47,2%. Hluti álverksmiðjunnar af for-
gangsorkunni nam 34,6%.
5.5.2 Hita- og vatnsveitur.
Hámark framkvæmda við hitaveitur var á árunum 1977-1981. Á þessum
árum voru byggðar nokkrar all stórar hitaveitur utan Reykjavíkur. Hlutfall