Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 12
8
S VEITARSTJÓRNARMÁL
mótast síðasta aldarfjórðung rúmlega, þá
þurfum vér eigi að bera kinnroða i saman-
burðinum. Miklu frekar getum við orðið
öðrum til lærdóms um margvislega hluti í
raunhæfum úrlausnarefnum i híbýlakosti,
og framkvæmdum í þeim efnum. En það
er einmitt slíkur fróðleikur, og lausn þess-
ara sérstöku vandamála, sem efst eru á
baugi nú orðið meðal þjóðanna í bygg-
ingarmálum, og eigi samanburður á glæsi-
höllum og riddaraborgum liðina alda. Á
það einkum við um tilefni þessarar sýn-
ingar, sem kynna vildi áætlanir um upp-
byggingu á rústum ófriðaráranna, húsa-
kost almennings, og ytri skilyrði í skipu-
lagðri byggð.
Það sem af okkar hálfu var sent á Paris-
arsýninguna, var ljósmyndalegt yfirlit um
byggingarháttu Islands hina síðustu ára-
tugi; skipulag bæja, sjávarþorpa, opinber-
ar byggingar, skólar og leikvellir, skýrslur
um byggingar- og húsnæðisþörf lands-
manna, iðjuver og framtíðarfyrirætlanir.
f þjónustu okkar við þennan hluta undir-
búningsins, voru nokkrir valdir ljósmynda-
smiðir, og sendum við utan allálitlegt safn
góðra mynda, eða vel helmingi meira en
sýnt var. Einstaka myndir voru teknar
út úr, og stækkaðar verulega, eftir því sem
gildi þeirra var talið, og tókst að koma upp
mjög myndarlegum sýningaflötum í skipu-
legu yfirliti, sem glöggt sýndi þróun þess-
arra mála hjá þjóð okkar.
Áður en sýningargögnin voru send utan,
voru þau borin undir meðlimi Húsameist-
arafélagsins, og þeim skýrt að nokkru frá
væntanlegri tilhögun.
Að sjálfsögðu var sýning okkar minnst
um sig, og ábótavant um margt, sem hlut-
fallslega var hún okkur samboðin, og virt-
ist enginn til þess taka þótt skorti líkön og
frumgerða uppdrætti, en til þess höfðu
þær þjóðir, sem slíkum sýningum eru van-
ari, og betur heimangengt áttu, til muna
betri aðstöðu.
Heildarkostnaðurinn við sýningardeild
okkar mun hafa numið um kr. 25.000. En
til fróðleiks og samanburðar má geta þess,
að kostnaður við sýningardeild Danmerk-
ur, sem einnig birti að mestu ljósmyndalegt
yfirlit, og átti nokkuð sýningarefni tilbúið
frá fyrri sýningum, mun ekki hafa orðið
minni en kr. 100.000, auk þess sem fjöldi
húsameistara starfaði í Kaupmannahöfn
og París um margra vikna skeið, að undir-
búningi og frágangi sýningardeildarinnar.
Sumar hinna stærri þjóða kostuðu mill-
jónum króna til þátttöku sinnar, enda
glæsilegar sýningardeildir, svo sem siðar
verður vikið að.
Vil ég þá snúa máli minu að sýning-
unni sjálfri og því gagni og þeim lærdómi,
sem nytja má á slíkum alþjóðastefnum.
Það er augljóst, að Frakkland gerir sér
nú mikið far um það hin síðari ár, að end-
urheimta fyrri aðstöðu sina sem menn-
ingarlegt og stjórnmálalegt stórveldi meðal
þjóða Evrópu. Eitt augljósasta dæmi þess,
að nokkur árangur hefur þegar náðst af
þeirri viðleitni, að því er snertir menn-
ingarmálin a. m. k., er það, að á árinu
1946 var Menningarsambandi Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO) valið framtíðarsetur
í París. Þegar þess er gætt, að þrátt fyrir
margvíslega örðugleika frönsku þjóðar-
innar í efnisskorti og skorti á vinnuafli,
en ekki sizt breytilegu gengi myntar og
gjaldeyrisörðugleika, að þrátt fyrir það
stofn þeir til meiri háttar alþjóðasýninga
hverrar af annarri, þá hlýtur það að vera
markviss stefna þeirra eftir foryztu hlut-
verki. Alþjóðasýningar eru jafnan þýð-
ingarmikill liður í menningarlegu sam-
neyti þjóða í milli, og Frakkland á þökk
skilið fyrir að stuðla að þvi, að svo megi
verða, þrátt fyrir margvíslega örðugleika,
sem að hafa steðjað eftir stríðið.
Ein þessara sýninga var alþjóðasýningin
um bygginga- og skipulagsmál (Exposition
Internationales de l’Urbanisme et de
l’Habitation). Sýning þessi var opin frá
10. júlí s. 1. til 17. ágúst, og komið fyrir
á hinum fögru Signubökkum í stærsta
sýningarskála Evrópu, Grand Palaige.
Skipulagsmálaráðherra Frakka, Jean
Letournau, sagði svo í ávarpsorðum er sýn-
ingin var opnuð: