Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 20
i6
S VEIT ARSTJ ÓRNARMÁL
sjóði í skauti náttúrunnar, auðug fiskimið
og blómlegan búskap. Helztu afurðirnar
eru fiskur og lýsi, ennfremur ull o. fl.
íslendingar hafa eignast góðan markað
fyrir afurðir sinar, þannig að íbúar lands-
ins hafa getað lifað menningarlífi. Með
þessarri litlu þjóð, sem aðeins telur um
130.000 manns, þekkist ekki ólæs maður,
og hvergi mun hlutfallslega prentað meir
af bókum, tímaritum og hlöðum en þar.
Þar er einnig arkitektinn, meistari fag-
urra lista, í hávegum hafður. Því ber ljóst
vitni hin tiltölulega smáa sýningardeild.
Skýrslur um fólksfjölgun í hæjum, eink-
um i höfuðborginni, Reykjavík, sýna að-
streymi úr sveitunum. 1 Reykjavík eru
um 50.000 ibúar, nærri helmingur allra
landsmanna, og ríkja þar húsnæðisvand-
ræði eins og víðar.
Skipulags- og byggingarnefnd er þar
starfandi, og arkitektarnir virðast reyna
að leysa vandamálin með nýtízku aðferð-
um og öruggri kunnáttu, sem sjá má af
sýnishornum fjölbýlishúsa, sambygginga
og einnar hæða húsum í garðahverfum.
Efniviður til húsagerðar er að mestu
innfluttur, en Islendingar hafa heita vatn-
ið til upphitunar húsa, sem gera þá öf-
undsverða. Vatnið kemur 90 gráðu heitt
úr iðrum jarðar, óþrjótandi forðabúri eld-
fjallalandsins, og hitar upp heilar borgir,
svo sem höfuðborgina. Sjóðandi heitt vatn
streymir án afláts um einstök hús, opin-
berar byggingar og vermihús, en í vermi-
húsum víðs vegar um landið eru ræktaðar
matjurtir allan ársins hring, en til dægra-
styttingar jafnframt suðrænir ávextir, svo
sem vínber, melónur og jafnvel bananar.
Gerist þetta rétt við strendur Grænlands,
svo að segja má með sanni að ísland sé
land öfga og andstæðna. '
Verkamannabústaðir þeir, sem á sýn-
ingunni eru, bera hinum lýðræðislega anda
þjóðarinnar gott vitni. Fyrirkomulag
þeirra er mjög athyglisvert, og vistarver-
um öllum mjög vel fyrir komin innan-
húss, en góður garður utanhúss. Er það
allt með líkum svip og hjá nágrönnunum
á Norðurlöndum, bæði að því er snertir
meðferð efnis og allra þæginda innanhúss
í smáu og stóru. Einnig gætir mjög sömu
ánægju og hjá hinum frændþjóðunum, af
blómum og jurtum í híbýlaprýði.
Á sýningunni getur einnig að líta mynd-
ir úr skipulagi Reykjavikur, með opin-
berum byggingum, kirkjum, þinghúsi,
leikvangi og háskóla. Athugið hvað það
kostar ein 130.000 manns, að halda uppi
heilum háskóla, og þá munuð þér skilja
enn betur menningarþorsta þessarrar þjóð-
ar.
Fimm hæða fjölbýlishúsin, sem þarna
eru sýnd virðast mjög fullkomin, og at-
hyglisvert er það, hvernig svölum utan-
húss er komið fyrir, svo mestrar sólar
verði notið, en sumrin norður þar eru
stutt.
Þessi aðlögun að loftslagi, sem víða
kemur greinilega í ljós, er einkar merki-
leg, og virðist hafa heppnast mjög vel.
Löng vetrarkvöldin hafa kennt Islend-
ingum að meta bóklestur. Á hverju heim-
ili er lítið bókasafn. Bætt lifsskilyrði hafa
gefið Islendingum möguleika þess að
klæðast vel og smekklega. Hátíða- og þjóð-
búningur kvenna er mjög fagur — jafn-
vel vinnuföt sildarstúlkunnar er smekk-
legur búningur með persónulegum blæ.
List í klæðaburði er, ekki síður en húsa-
gerðarlistin, vottur um harmóníska lífs-
ánægju og fagurfræðilegan þroska.
Þér skuluð athuga vel þessa litlu deild,
þessa litla lands, og farið síðan .... til Is-
lands. Ibúarnir eru þar vingjarnlegt fólk,
landið fagurt, blómlegar athafnir og að-
búð manna þægileg.“
Myndin á kápunni er af Svínfelli í
öræfum.