Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 16
12 S VEITARSTJ ÓRNARMÁL Jafnframt því, sem Danir sýndu þarna byggingarmál sín með góðum árangri, og framþróun þeirra, var sýningin um leið hin bezta landkynning og lýsing atvinnu- vega. Færustu arkitektar Dana stóðu að undirbúningi öllum. Danska sýningar- deildin bar þess ljósan vott, að Danir eru engir viðvaningar í því að kynna athafnir sínar og búskap á erlendum vettvangi. Sýning þeirra vakti óskipta athygli og rétt- mætt lof. Einkum tel ég athyglisvert það, sem þeir hafa af mörkum látið í byggingu fjölbýlishúsa, barnaleikvalla, og því sem kallað er „social“ byggingarstarfsemi yfir- leitt, svo sem elliheimili, verkamannabú- staðir o. þ. h., er þeir leggja mikla áherzlu á, og hafa náð betri tökum á en flestar aðrar þjóðir. Sýning Frakklands var að sjálfsögðu lang bezt undirbúna sýningardeildin, enda i hana eytt mestu fé og vinnu. Það er ó- gerningur í stuttu máli að gera þvi full skil, sem þar bar fyrir augu, þótt æskilegt væri, svo merkileg og fróðlega sem sýning þessi var. Mun þvi hér haldið uppteknum hætti, og stiklað á stóru, og gefin augna- bliksmynd af því helzta út tilhögun þess- arrar sýningar. Frökkum er i blóð borið listrænt eðli sem mótast hefur af kynslóðunum. Sýndu þeir það glögglega að þessu sinni, með frágangi margs konar sýningarefnis, sem í eðli sínu er of þunglamalegt fyrir sýningu, en féll þarna fullkomlega inn i heildarmynd og ramma. Flinum rúmlega 100 frönsku arki- tektum, sem að sýningunni stóðu, tókst með öruggri smekkvísi, og á einfaldan en listrænan hátt að ná tökum á sýningar- efninu þannig að fullkomið yfirlit og samanburður náðist. Svo margt fróðlegt bar þar fyrir augu, að tími var alltof naumur, sem gafst til athugunar og fræðslu. Ein höfuðdeild frönsku sýningarinnar var skáli franska endurbyggingarráðu- neytisins, sem gerði grein fyrir húsnæðis- málum þjóðarinnar og endurbyggingar- áformum. 1 kringum þennan kjarna sýn- ingarinnar voru byggðar upp margvíslegar smærri deildir, sem með skýringartöflum og uppdráttum sýndu byggingu þeirra bæja, sem mest afhroð höfðu goldið af völdum ófriðarins. Verðskuldaða athygli vakti sá hluti sýningarinnar, er sýndi fjöl- breytileg sýnishorn húsbúnaðar og inn- réttinga, en öll voru sýnishornin tekin úr húsum, sem þegar voru reist, svo sem frá bæjum, er tekið hafa upp algera endur- skoðun húsnæðismála sinna eftir eyði- leggingu stríðsins, og má þar nefna m. a. Brest, Toulon, Le Elavre og Marseille. T. d. hefur endurbyggingin í Marseille verið falin umsjá hins þekkta svissnesk- franska arkitekts le Corbusier. Er hann formaður byggingarnefndar þeirrar, sem sér um hinar nýju byggingar og bústaði. Le Corbusier er langt frá því að vera al- mennt viðurkenndur af arkitektum Frakk- lands. Er hann talinn byltingarsinni í byggingarlistinni, sem oftast fari skrefi of langt frá veruleikanum. Þrátt fyrir það hefur margt nytsamt orðið fyrir, er hann hefur snert jörð með fótum, og áhrifa hans gætir um víða veröld með- al arkitekta. Nú hefur honum verið trúað fyrir raunhæfum byggingarmál- um í þýðingarmikilli hafnarborg. Þarna gat að líta eitt nýjasta fjölbýlishús le Corbusier, sem ætlað var til byggingar í Marseille, en það virtist þó svífa alímikið ofan jarðskorpu og veruleika. Var því ætlað að innibyrða hvorki meira né minna en 1600 íbúa. Annars má segja um frönsku sýninguna í heild, að hún var fyrst og fremst upp- lýsingadeild, þar sem í té var látið allt það, sem fróðleiksfúsir -sýningargestir vildu fræðast um í byggingarmálum Frakka; nýjar hugmyndir, áform tilraun- ir ýmsar og árangur þeirra. Við aðalinngang frönsku deildarinnar, var komið fyrir alþjóðabókasafni bygg- ingarfræðilegra rita, með öllum tæknileg- um tímaritum, sem út eru gefin um víða veröld. Að sjálfsögðu gat þar einnig að líta tímarit Verkfræðingafélags Islands, og tvö eintök voru þar af Iðnsögu íslands. Að lokum vildi ég fara nokkrum orðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.