Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 45
SVEITARSTJÖRNARMÁL
41
vinnusveit verður sennilega oft að gera áætlun um, ef þeirra er ekki allra
að leita í hennar umdæmi. — I núgildandi lögum (sbr. 9. gr., 2.-—3. tölul.)
er lágmark tekna, sem útsvarsskipting til atvinnusveitar getur náð til, 3000
kr. i almennri atvinnu og 5000 kr. hjá skráðum sjómönnum, hvort tveggja
að viðbættri verðlagsuppbót. Enn fremur er þar svo til tekið (sbr. 10. gr.),
að heimilissveit skuli aldrei fá minna en j/3 hluta af álögðu útsvari. Að sjálf-
sögðu eru allar þessar tölur álitamál, því enga sjálfgerða undirstöðu er að
finna, er segi ákveðið til um, hvar mörkin eigi að liggja.
Meiri hluti nefndarinnar (A. Bj., I. J. og J. G. P.) er þeirrar skoðunar,
að auka beri hlutdeild heimilissveitar frá því, sem verið hefur, þar sem
álagningarrétturinn skiptist. Fyrst og fremst sýnir framkomin reynsla, að
ýmsum hreppum hefur blætt meira en nokkru hófi gegnir og þeir fá undir
risið vegna útsvarsskiptingar undanfarið. Eru þess jafnvel dæmi, að hreppar
hafi orðið að greiða til annara hreppa y4—y3 þeirrar upphæðar, sem niður
var jafnað. f annan stað hafa með tryggingarlögunum, skólalöggjöfinni o. fl.
lögum lagst niður og í heild sinni mjög auknar kvaðir og ábyrgðir á heimilis-
sveit gagnvart þeim, sem þar eiga heima. Meiri hluti nefndarinnar leggur
til, að grunntala lágmarkstekna, sem álagning í atvinnusveit nái til, verði
1000 kr. hærri í hvorum flokki en það takmark, sem réttur til útsvarsskipt-
ingar náði til áður. Nemur slík hækkun þó ekki nema broti af þeirri almennu
grunnlaunahækkun, sem orðið hefur í landinu á undanförnum árum. Enn
fremur er lagt til, að útsvar atvinnusveitar nái aldrei nema til % hluta
þeirra tekna, sem gjaldþegn hefur aflað þar, en tilsvarandi hlutfall í gild-
andi lögum er % hlutar.
Einn nefndarmanna, Jón Gauti Pétursson, tekur fram, að hann telur
hæfilegt og sanngjarnt, að hlutfall þetta væri helmingur tekna, þótt hann,
til að kljúfa ekki nefndina um þetta atriði, hafi gengið til samkomulags um
þá hlutfallstölu, sem hér er greind.
I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á, að atvinnusveit mun aftur
á móti hafa töluvert aukna hagsmuni af ákvæðum 5.—6. tölul. 5. gr., því
hingað til hefur reynzt torvelt fyir atvinnusveit að ná verulegum útsvars-
tekjum af slíkri starfsemi.
Til skýringar framkvæmd álagningar samkv. 7. tölul. 5. gr. skulu til-
færð svofelld dæmi:
A. Útsvar í atvinnusveit:
Brúttótekjur í atvinnusveit................... kr. 15000.00
Brúttótekjur í heimilissveit.................. — 10000.00
Hér frá lögleyfður frádráttur................................
Álagningarbærar tekjur
Gjaldstigaaútsvar á þær (miðað við einhleypan mann) ....
Af því ber sveitinni réttur til 15/25 X 3/5 = 9/25 hluta ....
B. Útsvar i heimilissveit:
Álagningarbærar tekjur samkvæmt ofanrituðu ..................
Gjaldstigaútsvar á þær (miðað við einhleypan) ...............
Af ber sveitinni réttur til 16/25 hluta .....................
kr. 25000.00
— 1000.00
kr. 24000.00
— 3000.00
— 1080.00
kr. 24000.00
— 2400.00
— 1536.00