Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Qupperneq 33
S VEITARSTJÓRNARMÁL
29
4. Ef hann rekur atvinnu utan heimilissveitar sinnar, enda þótt ekki sé um
heimilisfasta atvinnustofnun að ræða, svo sem verzlun, iðnað, síldarverkun,
sildarbræðslu eða síldarverzlun o. s. frv.
5. Ef viðleguskip stundar veiðar eða aðra atvinnu frá ákveðnum stað utan heim-
ilissveitar útgerðarmanns eða eiganda í einn mánuð að samtöldu eða lengur á
gjaldárinu.
6. Ef veiðiskip hefur það samband við ákveðinn stað utan lieimilissveitar útgerð-
armanns eða eiganda um tveggja mánaða skeið að samtöldu á gjaldárinu, að
það býr sig þaðan á veiðar eða til söluferða, enda þótt afli þess sé hvergi lagður
upp hér á landi, svo að útsvarsskylt verði samkv. næsta tölulið hér á undan.
7. Ef maður stundar atvinnu utan heimilissveitar sinnar og fær meira í kaup í
atvinnusveit á því ári, sem útsvar miðast við, en 4000 krónur. Sama máli gegnir
um þann, sem lögskráður er á skip eða flugfar og fær meira i kaup um skrán-
ingartímann en 6000 krónur. Til kaugjalds í þessu sambandi reiknast fæði og
önnur hlunnindi, er aðili kann að fá, verðlagt eins og yfirskattanefnd i um-
dæmi atvinnusveitar metur það til skattaframtals.
Heimilt er hvorri um sig, atvinnusveit og heimilissveit, að leggja heildar-
tekjur aðila á árinu til grundvallar útsvarsútreikningi á hann og leggja á þær
eftir gjaldstiga sínum, en aldrei skal gjaldkræft til atvinnusveitar meira en
% hlutar þess útsvars, sem samkvæmt þessu kemur hlutfallslega á tekjur gjald-
þegns í atvinnusveit. Heimilissveit er skylt að taka fullt tillit til atvinnusveitar-
útsvars, svo tryggt sé, að þar falli ekki útsvar á þann hluta tekna hans, sem
ber uppi gjaldkræft útsvar í atvinnusveit.
8. Ef stjórn fyrirtækis eða félags, sem atvinnu rekur, er búsett í annarri sveit en
fyrirtækið hefur atvinnustöðvar sínar í og reikningshald félagsins, meira en
endurskoðun, fer fram þar, sem stjórnin er búsett, þá heimilt að leggja þar á
allt að 10% af útsvarsbærum tekjum fyrirtækisins á útsvarsárinu. Geymi fyrir-
tækið birgðir og hafi afgreiðslu eða útsölu annars staðar en atvinnustöðvar
þess og. framleiðsla eru, skal heimilt að leggja þar á allt að 25% af útsvars-
bærum tekjum þess á útsvarsárinu. Miðast hámark þeirrar hlutdeildar við,
að mestöll söluafgreiðsla félagsins fari þar fram. Heildartekjur gjaldþegns má
leggja til grundvallar stighækkun á útsvari hans samkv. þessum lið.
. 6. gr.
Utsvör samkvæmt 4.—6. lið 5. gr. má ekki, nema sérstakt leyfi ráðherra komi
til, nema meiru en j/2 % af söluverði framleiðslu, áætluðu, ef svo ber undir, og 1%
af útsöluverði seldrar vöru þar á staðnum. Nái söluverðsupphæð gjaldþegns á því
ári, sem útsvar miðast við, ekki 3 þús. krónum, fellur réttur atvinnusveitar til
þeirrar útsvarsálagningar niður.
Utsvör samkv. 4.—7. lið 5. gr. má atvinnusveit leggja á með aukaniðurjöfnun á
því ári, sem atvinna fer fram, enda hefur hún rétt til þá þegar að krefjast af gjald-
þegnum og atvinnurekendum þeirra allra upplýsinga, sem til þess þarf og þeir
geta í té látið. Eigi fellur þó álagningarréttur samkvæmt þessum töluliðum niður
til næstu aðalniðurjöfnunar.
Skylt er niðurjöfnunarnefnd, sem leggur á útsvör samkv. nefndum töluliðum
5. gr., að senda hlutaðeigandi heimilissveit strax og niðurjöfnun hefur farið fram,
skrá yfir nöfn gjaldenda, upphæðir útsvara þeirra, tekjumagn, sem á hefur verið
lagt, og vöruumsetningu, sem miðað hefuur verið við.