Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Side 14
ÍO
SVEITARSTJÓRNARMÁL
fánar í óvenjulega stóru broti. Við íslenzku
fulltrúarnir, sem mættir vorum, með
sendifulltrúa okkar í fararbroddi, fundum
til talsverðs þjóðarmetnaðar, er fáni okkar
var dreginn að hún, vinstra megin við
fána Frakklands, næst aðalinngangi sýn-
ingarhallarinnar, en gríski fáninn á hægri
hönd þeim franska. Fyrst kom okkur í hug
að Frakkar hefðu með þessu viljað líta
aftur í aldir og heiðra þannig þessar tvær
menningarþjóðir í norðri og suðri, en
sennilega mun ástæðan vera nærtækari,
og eiga rót sína að rekja til meðfæddra
„diplomatiskra" hæfileika Frakka í því að
móðga ekki hinar stærri þjóðir, .sem tóku
þátt í sýningunni, vegna niðurröðunar
þjóðarfána, en enginn gat orðið afbrýði-
samur gagnvart Islendingum og Grikkjum.
Sýningunni var skipt niður í tvær höfuð
deildir, aðaldeild og franska deild. Á
Signubökkum utan við Grand Plaice var
komið fyrir margvíslegum byggingum
franska byggingariðnaðarins á allstóru
svæði niður með ánni. Þar voru sýnd
verksmiðjuunnin smáhús, byggingarefni
og húsasmíði alls konar, úr steini og timbri.
Sjálf sýningarhöllin var reist fyrir
heimssýninguna 1889 og er um margt
óhentug til sýningar þessarar, þannig að
heildaryfirlit fáist. Hið ytra er byggingin
úr rammgerum höggnum steinbjörgum,
prýdd að þeirra tíma venju, og ekkert til
sparað um útflúr. Inni hvílir gifurleg gler-
hvelfing á járnsúlum og járngrindum
margs konar, en járnsvalir meðfram veggj-
unum. Sannur frumskógur járnatækni síð-
ustu aldar. Hæð undir glerhjálminn er 40
metrar, þannig að turn kaþólsku kirkjunn-
ar í Reykjavík gæti staðið þar tvíreistur.
Yfirarkitekt sýningarinnar, André Her-
mant, tókst mjög vel að hylja galla sýn-
ingarhallarinnar með fögrum en einföld-
um ramma innan húss, sem dró úr loft-
hæð, og gerði sýningarsvæðið aðlaðandi.
Eftir endilöngum salarkynnunum var
byggð súlum vörðuð gata, sem fékk heitið
„Braut þjóðanna,“ en út frá henni var
hinum einstöku sýningardeildum fyrir-
komið.
Af erlendum þátttakendum bar mest á
sýningarskálum Belgíu og Svisslands, bæði
að stærð og sýningartækni. Sýningardeild
Belgíu var sögð kosta 7 milljónir belgískra
franka, eða rúma 1 milljón ísl. króna.
Eitthvað líkt mun sýning Svisslands hafa
kostað.
Sýningar þessarra landa báru þess
glöggt vitni, að ekkert hafði verið til spar-
að, og húsameisturum gefið frjálst olnboga-
rúm til þess alls, sem þeim datt í hug að
sýna. Þó virtist mér svissneski skálinn
betur ná tilgangi sínum í því, sem til var
ætlast, og yfirarkitektinn svissneski (Jean
Tschumi) ná fullum tökum á sýningar-
efninu.
Aftur á móti var minna um raunhæfa
hluti í skála Belgíu, þótt fagur væri á-
sýndum. Mátti þar sjá dýrindis steintígla-
gólf, marmaraveggi, súlur og umgerðir í
tilhaldssali, eirsúlur og dýrindis vegg-
skreytingar. Allt þetta virtist nokkuð falla
út úr umhverfinu, þótt augnayndi væri
að, ekki hvað sízt þegar um var að ræða
gjaldeyrisfátækt flestra þátttakandi þjóða,
og að öll þessi dýrð átti aðeins' að standa
í rúman mánuð. Að vísu sögðu Belgir að
þessi sýning yrði endurtekin sem ferða-
sýning í heimalandinu, en hún leit alls
ekki út fyrir að vera létt í vöfum, eða
hentug til flutnings staða í milli.
I skipulagsuppdráttum höfðu Belgir þó
ýmsa góða hluti fram að færa, og mun að
því vikið síðar.
Svissntski skálinn sýndi fegurð fjalla-
landsins, að nokkru leyti í auglýsingar-
skyni fyrir ferðamenn, en jafnframt á
mjög glöggan og fullkominn hátt, skipulag
bæja og byggða, húsagerð og híbýlakost,
þar sem sýnd voru lærdómsrík sýnishorn
innréttinga og húsbúnaðar.
Ég hef tekið þessar tvær þjóðir til sam-
anburðar sérstaklega vegna þess hversu
áberandi þær voru, en sýningarskálar
þeirra stóðu hlið við hlið í sýningarhöll-
inni, og voru hvor með sínu ólíka svip-
bragði.
Sýningardeild Ítalíu skar sig úr öllum
deildum vegna nákvæmni í því að fylgja