Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 41
SVEITARSTJÓRNARMÁL
37
Kaupgreiðanda er skylt að tilkvnna sveitarstjórn jafnskjótt og utansveitar-
maður ræðst til vinnu hjá honum. Skal þar fram tekið fullt nafn mannsins,
heimilisfang hans í dvalarsveit, lögheimili, fæðingardagur og ár.
i. Kaupgreiðandi, sem skyldur er að halda eftir af kaupi samkvæmt því, er í grein
þessari segir, skal við hverja útborgun, þar með taldar hvers konar greiðslur
upp í kaup, draga af kaupi útsvarsgjaldanda fjárhæð, er nægir til greiðslu sam-
kvæmt a-lið og heimilt er að draga af kaupi samkv. e- og f-liðum, svo og 10%
af kaupi daglaunafólks, þó ekki af lægri kaupupphæð en 100 krónum, og skila
sveitarstjórn því, sem þannig er haldið eftir, innan sex virkra daga frá útborg-
unardegi, og er sú greiðsla bindandi fyrir útsvarsgjaldandann. Nú er kaup greitt
að einhverju leyti í öðru en peningum, svo sem með fæði, húsnæði eða öðrum
hlunnindum, og skulu þá þessi hlunnindi talin með kaupgreiðslu á því verði,
sem þau eru almennt metin til skatts á hverjum stað.
j. Nú hættir útsvarsgreiðandi að taka kaup hjá kaupgreiðandanum, er krafinn
hefur verið um greiðslu upp í útsvar hans, áður en umkrafin útsvarsskuld er að
fullu greidd, og skal þá tafarlaust tilkynna sveitarstjórn brottför útsvarsgreið-
anda.
k. Útsvarsgjaldandi og kaupgreiðandi mega ekki slíta vinnusamningi fyrir það eitt,
að krafizt hefur verið útsvarsgreiðslu af kaupi gjaldanda.
l. Ef kaupgreiðandi
1. vanrækir að láta sveitarstjórn í té umkrafðar skýrslur og upplýsingar um
útsvarsgjaldendur innan tiltekins frests,
2. greiðir útsvarsgjaldanda kaup án þess að halda eftir þeirri fjárhæð, sem
skj-lt er samkv. þessari grein.
3. skilar eigi til sveitarstjórnar eða umboðsmanna hennar, svo sem fyrir er
mælt i i-lið,
4. tilkynnir ekki brottför útsvarsgreiðanda, svo sem segir í j-lið,
þá ábyrgist hann sem geymslufé þá fjárhæð, sem var haldið eftir hjá út-
svarsgjaldanda upp í skuld hans,en sem eigin útsvarsskuld það, sem halda
hefði mátt eftir, ef kaupgreiðandi hefði ekki vanrækt skyldur þær, sem hon-
um bar að rækja samkvæmt þessari grein.
Má gera lögtak hjá kaupgreiðanda til tryggingar þesum skuldum, eftir
sömu reglum og gera hefði mátt lögtak hjá útsvarsgjaldanda sjálfum.
m. Útsvarsgjaldandi, sem ofgreitt hefur útsvar til kaupgreiðanda samkv. þessari
grein, á rétt til endurgreiðslu beint úr sveitarsjóði, hvort sem kaupgreiðandi
hefur greitt sveitarsjóðnum útsvarið eða ekki.
n. Sveitarstjórn setur nánari reglur um innheimtu útsvara eftir þessari grein.
26. gr.
Á sama hátt og með sömu viðurlögum og í 25. gr. segir getur sveitarstjórn eða
innheimtumaður, er hún setur fyrir sig, krafizt útsvarsgreiðslu af kaupi gjaldþegns
hjá kaupgreiðanda í öðru sveitarfélagi svo og skýrslna um starfsmenn, sbr. g- og
h-lið, þó ekki með almennri auglýsingu.
27- gf-
Hjón bera ábyrgð á útsvarsgreiðslu hvors annars, enda búi þau saman, þegar
niðurjöfnun fer fram.
28. gr.
Umboðsmaður erlends tryggingarfélags ber ábyrgð á útsvari þess, eins og það
væri sjálfs hans útsvar.