Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Blaðsíða 47
SVEITARSTJÓRNARMÁL 43 Um 9. og 10. gr. Efni greina Jsessara má teljast óbreytt frá þvi, sem er í 16. og 17. gr. núgildandi útsvarslaga. Þó leggur nefndin til, að sveitarstjórn, sem skipuð er 5 mönnum eða fleirum. sé heimilt að fela færri mönnum úr sínum hópi niðurjöfnunarstarfið, og sýnist sú heimild vera áhættulaus. Heimild til þóknunar fyrir starfið er rýmkuð nokkuð og að öllu lagt á vald sveitarstjórnar, hvort notuð sé, enda virðist óþarft og óviðeigandi, að sýslunefnd hafi á hendi fjárforráð sveitarsjóðanna í þessu tilliti. Um 11. og 12. gr (áður 5. gr. og 18. gr.) Hér er nokkrum efnisatriðum bætt inn, og eru þessi helzt: 1. Skattanefndum gert að skyldu að afhenda niðurjöfnunarnefndum, til afnota við starf þeirra, skattaframtöl og skattskrá umdæmisins. 2. Niðurjöfnunarnefndum veitt heimiid til að krefja hvern þann, sem sjálfstæða atvinnu rekur, um nákvæm reikningsskil viðvíkjandi rekstri hans. Séu upplýs- ingar frá þeim, hvort heldur er í skattaframtali eða sérstökum svörum til nefnd- arinnar, ófullnægjandi eða tortryggilegar að hennar dómi, hafi hún heimild til að áætla gjaldþegni eignir og tekjur eftir beztu vitund. 3. Látið sé varða missi á kærurétti yfir útsvari, ef framtölum þeirra gjaldþegna, sem bókhaldsskyldir eru að lögum, fylgja ekki greinilega færðir efnahags- og rekstrarreikningar. - Hér er niðurjöfnunarnefndum lagt allmikið aukið vald í hendur. Reynslan hefur sýnt, að þær standa oft máttlausar gagnvart tortryggilegum upplýsingum af gjaldþegna hálfu, og var því full þörf á að bæta aðstöðu þeirra. í aðalatriðum er þeim með tillögum nefndarinnar veittur sams konar réttur og skattanefndum i þessu tilliti. Um 13. gr. I sambandi við tillögur nefndarinnar um, að bókhaldsskyldir gjaldþegnar missi rétt til kæru yfir útsvari, ef greinilega færðir efnahags- og rekstrarreikningar fylgja ekki framtölum þeirra, vekur hún athygliá, að full þörf væri á, að lagaákvæðin um bókhaldsskyldu næðu í framkvæmdinni til fleiri gjaldþegna og væru víðtækari. Meiri hluti nefndarinnar er sammála um, að grundvöllur niðurjöfnunar verði eftir efnum og ástæðum, eins og verið hefur, enda tilvera niðurjöfnunarnefnda i núverandi formi úr gildi fallin, ef þessum grundvelli væri breytt. Það hefur um nokkurt skeið verið viðtekin regla að leggja útsvar á að nokkru leyti í hlutfalli við rekstur gjaldþegns, án þess að það væri beinlínis tekið fram i lögum. Til þess að forðast árekstra vegna þessa, er talið rétt að lögfesta það hér, án þess þó að skerða aðalregluna um vald niðurjöfnunarnefnda. Minni hluti nefndarinnar í þessu efni Jón Gauti Pétursson, leggur til, að grein þessari sé breytt mjög verulega, og ber því fram sérstaka tillögu ásamt greinargerð fyrir sérstöðu sinni. Um 14. gr. (ný grein). Hér er um algert nýmæli að ræða, og vísast að nokkru til hinnar almennu greinargerðar nefndarinnar um þetta efni. Akvæðin um undirbúning og samsetningu samþykkta samkv. þessari grein eru sniðin eftir fyrirmælum um aðrar sambæri- legar samþykktarheimildir, og virðist þvi megi vel hlíta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.